Sjálfbærniskýrsla Kópavogs 2021

Sjálfbærniskýrslan er sú fyrsta sem Kópavogsbær gerir og jafnframt fyrsta sjálfbærniskýrsla hjá sveitarfélagi á Íslandi. 

Sjálfbærniskýrsla Kópavogs fyrir árið 2021 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs um miðjan mánuðinn. Í skýrslunni er fjallað um umhverfi, efnahag, stjórnarhætti og samfélagsleg verkefni í sveitarfélaginu með áherslu á þau verkefni sem falla að markmiðum Kópavogsbæjar um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Sjálfbærniskýrslan er sú fyrsta sem Kópavogsbær gerir og jafnframt fyrsta sjálfbærniskýrsla hjá sveitarfélagi á Íslandi. 

„Kópavogsbær hefur verið í forystu sveitarfélaga við innleiðingu Heimsmarkmiðanna og við erum stolt af því. Sjálfbærniskýrslan veitir innsýn í innleiðinguna auk þess að fjalla um starfsemi Kópavogsbæjar í víðara samhengi. Af nógu er að taka enda Kópavogur stórt og öflugt bæjarfélag,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs. 

Innleiðing Heimsmarkmiðanna er hluti af viðamikilli stefnumótun sem átt hefur sér stað undanfarin ár hjá Kópavogsbæ og grunnur var lagður að í Bæjarstjórn Kópavogs með samþykkt heildarstefnu Kópavogsbæjar. Markmið Kópavogsbæjar er að tryggja þróun sjálfbærni í sveitarfélaginu og lífsgæði íbúa bæjarins til framtíðar. 

Kópavogsbær hefur notið leiðsagnar OECD við innleiðingu Heimsmarkmiðanna með þátttöku sinni í verkefni á þeirra vegum og gaf OECD út skýrslu um Kópavog haustið 2020. Í frekari stefnuvinnu hafa yfirmarkmið bæjarins verið höfð að leiðarljósi en þau eru sótt úr Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Árið 2021 var ráðist í að móta stefnu allra fimm sviða bæjarins; menntasviðs, umhverfissviðs, velferðarsviðs, fjármálasviðs og stjórnsýslusviðs. Þá var fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2022 stefnumarkandi en í því felst að við gerð fjárhagsáætlunar var tekið mið af stefnum og aðgerðaáætlun sviða bæjarins, mælanlegum markmiðum, mælingum og aðgerðum. 

Mælingar í skýrslunni eru frá árunum 2018-2021. Kópavogsbær hefur á umdanförnum árum safnað saman umfangsmiklum gögnum í upplýsingakerfum sínum um starfsemi sveitarfélagsins. Hluti af þeirri vinnu er platínuvottun sjálfbærnistaðalsins ISO37120 og snjallstaðalsins ISO37122. 

Einnig hafa verið þróuð sérstök upplýsingakerfi til þess að halda utan um mælingar, mælaborð og vísitölur sveitarfélagsins auk þess sem Heimsmarkmiðavísitölu Kópavogsbæjar var mótuð og er henni ætlað að gefa sýn á stöðu innleiðingar Heimsmarkmiðanna í Kópavogi.  Á síðasta ári hlaut Kópavogur viðurkenningu fyrir innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, en bærinn komst þá í hóp Barnvænna sveitarfélaga. Þau vinna markvisst að því að uppfylla réttindi barna.  

Skýrslan er gefin út samkvæmt viðmiðum Global Reporting Initiative, GRI, sem eru al­þjóð­lega við­ur­kennd­ir staðl­ar um miðl­un upp­lýs­inga um sam­fé­lags­lega ábyrgð sem not­að­ir eru í yf­ir 100 lönd­um.

https://www.kopavogur.is/sjalfbaerniskyrsla-2021

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Grindvíkingar í Kópavogsbúið

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur lykla að íbúðum í gamla Kópavogsbúinu við hátíðlega viðhöfn miðvikudaginn 10. júlí en íbúðirnar verða til afnota fyrir eldra fólk úr

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Ert þú í tengslum?

Aðsent Ert þú í tengslum? Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Félagsleg einangrun er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi og rannsóknir sýna að til mikils er að vinna

Pikka upp dósir í Kópavogi

Nú geta íbúar Kópavogs sem vilja styrkja iðkendur íþróttafélaga með dósapening skráð sig á Pikka.is og látið iðkendur koma eftir pöntun að sækja hjá sér dósirnar. Hér áður fyrr var það algengt

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð