Sjálfstæðisflokkur og Framsókn bæta við sig í fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar.

kfrettirMeirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bæjarstjórn Kópavogs heldur velli, ef gengið yrði til kosninga nú, samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar sem unnin var fyrir Morgunblaðið og birt er í dag. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig manni en Y-listinn, listi Kópavogsbúa, sem nú myndar meirihluta með Sjálfstæðisflokki og Framsókn, myndi tapa sínum manni, ef kosið yrði nú.

Sjálfstæðisflokkurinn fer úr 30,2% fylgi úr kosningunum 2010 í 41,4% ef gengið yrði til kosninga nú, bætir við sig manni í bæjarstjórn og fengi fimm menn kjörna nú.  Framsókn heldur sínum manni og bætir við fylgi sitt, fer úr 7,2% frá síðustu kosningum í 9,5% ef kosið yrði nú.  Kópavogslistinn fer úr 10,2% fylgi niður í 3%

Meirihlutaflokkar úr fyrri bæjarstjórn; Samfylking, Vinstri Grænir og Næstbesti flokkurinn tapa fylgi, samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar. Samfylking færi úr 28% niður í 14,5% og tapar manni í bæjarstjórn, úr þremur í tvo. Vinstri Grænir halda sínum manni í rétt rúmum 9% en Næstbesti flokkurinn hrynur úr 13,8% niður í 0,6%  Fylgi Næstbesta flokksins fer líklega beint yfir til Bjartrar framtíðar sem mælist nú með 13,9% fylgi og ná inn manni. Það gera líka Píratar sem fá 7,7% og ná inn manni, samkæmt könnun Félagsvísindastofnunar sem birt er í Morgunblaðinu í dag.

Könnunin fór fram dagana 6. til 25. nóvember.  Úrtakið var samanlagt 1.012 manns. Svarhlutfallið var 60% Flestir kjósenda töldu fjármál sveitarfélagsins vera þeim efst í huga þegar þeir voru spurðir hvert væri mikilvægasta pólitíska verkefnið sem sveitarfélagið stæði frammi fyrir um þessar mundir.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn