Sjálfstæðisflokkur og Framsókn bæta við sig í fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar.

kfrettirMeirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bæjarstjórn Kópavogs heldur velli, ef gengið yrði til kosninga nú, samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar sem unnin var fyrir Morgunblaðið og birt er í dag. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig manni en Y-listinn, listi Kópavogsbúa, sem nú myndar meirihluta með Sjálfstæðisflokki og Framsókn, myndi tapa sínum manni, ef kosið yrði nú.

Sjálfstæðisflokkurinn fer úr 30,2% fylgi úr kosningunum 2010 í 41,4% ef gengið yrði til kosninga nú, bætir við sig manni í bæjarstjórn og fengi fimm menn kjörna nú.  Framsókn heldur sínum manni og bætir við fylgi sitt, fer úr 7,2% frá síðustu kosningum í 9,5% ef kosið yrði nú.  Kópavogslistinn fer úr 10,2% fylgi niður í 3%

Meirihlutaflokkar úr fyrri bæjarstjórn; Samfylking, Vinstri Grænir og Næstbesti flokkurinn tapa fylgi, samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar. Samfylking færi úr 28% niður í 14,5% og tapar manni í bæjarstjórn, úr þremur í tvo. Vinstri Grænir halda sínum manni í rétt rúmum 9% en Næstbesti flokkurinn hrynur úr 13,8% niður í 0,6%  Fylgi Næstbesta flokksins fer líklega beint yfir til Bjartrar framtíðar sem mælist nú með 13,9% fylgi og ná inn manni. Það gera líka Píratar sem fá 7,7% og ná inn manni, samkæmt könnun Félagsvísindastofnunar sem birt er í Morgunblaðinu í dag.

Könnunin fór fram dagana 6. til 25. nóvember.  Úrtakið var samanlagt 1.012 manns. Svarhlutfallið var 60% Flestir kjósenda töldu fjármál sveitarfélagsins vera þeim efst í huga þegar þeir voru spurðir hvert væri mikilvægasta pólitíska verkefnið sem sveitarfélagið stæði frammi fyrir um þessar mundir.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,