Sjálfstæðisflokkur og Framsókn bæta við sig í fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar.

kfrettirMeirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bæjarstjórn Kópavogs heldur velli, ef gengið yrði til kosninga nú, samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar sem unnin var fyrir Morgunblaðið og birt er í dag. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig manni en Y-listinn, listi Kópavogsbúa, sem nú myndar meirihluta með Sjálfstæðisflokki og Framsókn, myndi tapa sínum manni, ef kosið yrði nú.

Sjálfstæðisflokkurinn fer úr 30,2% fylgi úr kosningunum 2010 í 41,4% ef gengið yrði til kosninga nú, bætir við sig manni í bæjarstjórn og fengi fimm menn kjörna nú.  Framsókn heldur sínum manni og bætir við fylgi sitt, fer úr 7,2% frá síðustu kosningum í 9,5% ef kosið yrði nú.  Kópavogslistinn fer úr 10,2% fylgi niður í 3%

Meirihlutaflokkar úr fyrri bæjarstjórn; Samfylking, Vinstri Grænir og Næstbesti flokkurinn tapa fylgi, samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar. Samfylking færi úr 28% niður í 14,5% og tapar manni í bæjarstjórn, úr þremur í tvo. Vinstri Grænir halda sínum manni í rétt rúmum 9% en Næstbesti flokkurinn hrynur úr 13,8% niður í 0,6%  Fylgi Næstbesta flokksins fer líklega beint yfir til Bjartrar framtíðar sem mælist nú með 13,9% fylgi og ná inn manni. Það gera líka Píratar sem fá 7,7% og ná inn manni, samkæmt könnun Félagsvísindastofnunar sem birt er í Morgunblaðinu í dag.

Könnunin fór fram dagana 6. til 25. nóvember.  Úrtakið var samanlagt 1.012 manns. Svarhlutfallið var 60% Flestir kjósenda töldu fjármál sveitarfélagsins vera þeim efst í huga þegar þeir voru spurðir hvert væri mikilvægasta pólitíska verkefnið sem sveitarfélagið stæði frammi fyrir um þessar mundir.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar