Sjúkraþjálfari landsliðsins kennir krökkum fyrirbyggjandi æfingar


Foreldrar stelpna í 5.flokki í handbolta hjá HK höfðu nýverið samband við Tinnu Jökulsdóttur, sjúkraþjálfara A-landsliðs kvenna í handbolta sem starfar í Sporthúsinu, og báðu hana um að halda námskeið fyrir stelpurnar. Námskeiðið fjallaði um fyrirbyggjandi æfingar gegn meiðslum, teygjur, liðkun, samhæfingu og snerpu.

Tinna Jökulsdóttir, sjúkraþjálfari.

Síðustu ár hefur Tinna verið að vinna með verkefnið Fókusþjálfun sem fræðir unga iðkendur um mikilvægi þess að teygja á og liðka vöðvana. „Ég nota mikið æfingar sem snúa að jafnvægi, samhæfingu og víðsýni. Þær eru fjölbreyttar og öðruvísi en hefðbundnar handboltaæfingar,“ segir Tinna. Hún segir að í starfi sínu sem sjúkraþjálfari hafi hún tekið eftir því að ungir iðkendur, sem eru ef til vill að stækka hratt og æfa af miklum ákafa, voru að fá ýmsa stoðkerfiskvilla sem voru jafnvel farin að halda þeim frá þátttöku í  íþrótt sinni. „Oft var lausnin einföld, til dæmis að teygja betur á, gera hreyfiteygjur fyrir æfingar eða rúlla réttu líkamspartana. Því datt mér í hug að búa til námskeið sem myndi kenna krökkunum líkamsvitund og innleiða nýjar venjur í þjálfun ungmenna.“


Tinna nefnir sem dæmi 12 ára dreng sem búinn var að taka verulegan vaxtarkipp. Hann kom til hennar í sjúkraþjálfun því hann þurfti að hvíla íþróttaiðkun í nokkurn tíma. „Hann lærði fjórar einfaldar hreyfiteygjur sem hann gerði samviskusamlega á hverjum morgni áður en hann fór í skólann. Þessi ungi maður gat fljótlega farið að æfa aftur með félögum sínum. Hann gat svo 
viðaldið þessum árangri með að grípa í þessa einföldu liðkunar-rútinu ef einkenni hans fóru að gera vart við sig aftur. Auðvitað er svarið ekki alltaf svo einfalt en að mínu mati er aukin líkamsvitund hjá ungmennum alltaf stór plús.“

Markmið Tinnu með útbreiðslu Fókusþjálfunar er að allir ungir íþróttaiðkendur fái betri innsýn í líkamlega færni sína sem nýtist sem hugsanleg forvörn gegn meiðslum og jafnvel sem gott veganesti í eflingu lýðheilsu.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

EIK-2016-11-13-143829_Crop
Ungmennibaejarstjorn_2024_1
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Karlakor Kopavogs
Vallargerdi_Karsnesskoli-1
20771635_10207638839528895_160603270_o
Þór Jónsson
Ólöf Rún Benediktsdóttir ásamt gesti
lk_newlogolarge