Skáksveit Álfhólsskóla Norðurlandameistarar.

Skáksveit Álfhólsskóla varð í dag Norðurlandameistari barnaskólasveita á móti sem fram fór í Helsinki um helgina. Sveitin hlaut 15 af 20 vinningum. Í öðru sæti varð sveit Noregs og Danir náðu 3. sætinu.

Mótið var mjög spennandi og úrslit fengust ekki fyrr en í síðustu skákum síðustu umferðar. Álfhólsskóli gerði jafntefli 2-2 í 1. og 2. umferð mótsins við sveitir Noregs og Finnlands. Sveitin vann svo sveit Dana 3-1 í 3. umferð og vann loks bæði B sveit Finna og sveit Svía 4 -0 í umferðum 4 og 5.

Skáksveit Álfhólsskóla eru Norðurlandameistarar í skáklistinni.
Skáksveit Álfhólsskóla eru Norðurlandameistarar í skáklistinni.

 

Skáksveit Álfhólskóla skipuðu:

1. borð Dawid Kolka (4 vinninga af 5)

2. borð Felix Steinþórsson (4.5 vinninga af 5)

3. borð Guðmundur Agnar Bragason (3 vinninga af 5)

4. borð Oddur Þór Unnsteinsson (3.5 vinningar af 5)

Halldór Atli Kristjánsson var varamaður. Liðsstjóri liðsins og þjálfari er Lenka Ptácníková WGM

Álfhólsskóli hefur á síðustu árum lagt mikla áherslu á að bjóða nemendum skólans upp á skákkennslu og uppsker nú ríkulega. Skáksveit skólans varð Íslandsmeistari barnaskólasveita sl. 2 ár og er nú Norðurlandsmeistari eftir að hafa lent í 2. sæti mótsins á síðasta ári. Að baki þessum árangri er þrotlaus vinna þeirra barna og ungmenna sem sveitina skipa auk þjálfara þeirra bæði hjá Álfhólsskóla, Skákskóla Íslands og þeirra taflfélaga sem þeir tilheyra auk annarra aðila sem leggja á sig mikið ósérhlífið starf til að styrkja skákina á Íslandi. Í sveit Álfhólsskóla er mikill og góður efniviður og það verður nú áframhaldandi hlutverk skólans og Skáksambands Íslands að vinna áfram úr þessum efnilega hópi.

Frekari upplýsingar um mótið auk myndaalbúms er að finna á www.skak.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem