Skapandi sumarnámskeið fyrir 10-13 ára í Gerðarsafni

gerdaBoðið verður upp á myndlistarnámskeiðið Með aðferðum náttúrunnar fyrir 10-13 ára í Gerðarsafni 15.-19. ágúst kl. 13-16. Á námskeiðinu verða gerðar spennandi tilraunir í að gera náttúrutengda myndlist. Farið verður í rannsóknarleiðangra um Gerðarsafn, Náttúrufræðistofu og Bókasafn Kópavogs og fundinn innblástur í náttúrunni í kringum okkur.

Kennarar námskeiðsins eru myndlistarmennirnir Guðrún Benónýsdóttir og Guðný Rúnarsdóttir.

Þátttakendur þurfa að hafa með sér nesti á námskeiðið og vera klædd eftir veðri þar sem við munum vinna töluvert mikið utandyra. Hópurinn þarf að vera þannig búin að þau geti legið í grasi og unnið í mold og með málningu og gifs.

Námskeiðsgjald er 14.000 kr., efni er innfalið.

Skráning fer fram í gegnum netfangið gerdarsafn@kopavogur.is. Takmarkaður fjöldi kemst að á námskeiðin svo mælt er með að skrá sig fyrr en síðar. 

Upplýsingar um námskeiðið veitir Brynja Sveinsdóttir verkefnastjóri í síma 441 – 7601 / 441 – 7603, einnig má senda póst á netfangið brynjas@kopavogur.is 

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar