Skapandi sumarnámskeið fyrir 10-13 ára í Gerðarsafni

gerdaBoðið verður upp á myndlistarnámskeiðið Með aðferðum náttúrunnar fyrir 10-13 ára í Gerðarsafni 15.-19. ágúst kl. 13-16. Á námskeiðinu verða gerðar spennandi tilraunir í að gera náttúrutengda myndlist. Farið verður í rannsóknarleiðangra um Gerðarsafn, Náttúrufræðistofu og Bókasafn Kópavogs og fundinn innblástur í náttúrunni í kringum okkur.

Kennarar námskeiðsins eru myndlistarmennirnir Guðrún Benónýsdóttir og Guðný Rúnarsdóttir.

Þátttakendur þurfa að hafa með sér nesti á námskeiðið og vera klædd eftir veðri þar sem við munum vinna töluvert mikið utandyra. Hópurinn þarf að vera þannig búin að þau geti legið í grasi og unnið í mold og með málningu og gifs.

Námskeiðsgjald er 14.000 kr., efni er innfalið.

Skráning fer fram í gegnum netfangið gerdarsafn@kopavogur.is. Takmarkaður fjöldi kemst að á námskeiðin svo mælt er með að skrá sig fyrr en síðar. 

Upplýsingar um námskeiðið veitir Brynja Sveinsdóttir verkefnastjóri í síma 441 – 7601 / 441 – 7603, einnig má senda póst á netfangið brynjas@kopavogur.is 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar

Deloitte flytur úr Turninum á Dalveg 30

Kynning Deloitte hefur flutt úr Turninum við Smáratorg, sem löngum hefur verið kenndur við fyrirtækið, í nýtt skrifstofuhúsnæði á Dalvegi 30.  Nýja húsnæðið er byggt samkvæmt umhverfisvottuðu byggingarstöðlunum BREEAM en

Marteinn Þór Pálmason, tannlæknir.

Tannsetrið tannlæknastofa fagnar eins árs afmæli

Kynning Bókaðu tíma í gegnum símaappið Noona eða á netinu Tannsetrið tannlæknastofa, sem staðsett er við Hlíðasmára 17 í Kópavogi, sinnir öllum almennum tannlækningum og tekur við sjúklingum á öllum aldri. Marteinn Þór