Kennarar námskeiðsins eru myndlistarmennirnir Guðrún Benónýsdóttir og Guðný Rúnarsdóttir. Þátttakendur þurfa að hafa með sér nesti á námskeiðið og vera klædd eftir veðri þar sem við munum vinna töluvert mikið utandyra. Hópurinn þarf að vera þannig búin að þau geti legið í grasi og unnið í mold og með málningu og gifs. Námskeiðsgjald er 14.000 kr., efni er innfalið. Skráning fer fram í gegnum netfangið gerdarsafn@kopavogur.is. Takmarkaður fjöldi kemst að á námskeiðin svo mælt er með að skrá sig fyrr en síðar. Upplýsingar um námskeiðið veitir Brynja Sveinsdóttir verkefnastjóri í síma 441 – 7601 / 441 – 7603, einnig má senda póst á netfangið brynjas@kopavogur.is |
