Skattar og skerðingar

Guðmundur Ingi Kristinsson skipar 1. sæti fyrir Flokk fólksins í Suðvesturkjördæmi.
Guðmundur Ingi Kristinsson skipar 1. sæti fyrir Flokk fólksins í Suðvesturkjördæmi.

Fátæktarmörk  eru í dag tekjur sem eru undir 360.000 krónur og því eru lífeyrislaunin um 130.000 krónum undir fátæktarmörkum, sem er ekkert annað en sárafátækt og lágmarkslaun 60.000 krónum undir fátæktarmörkum sem er  fáránlegt.
Þetta á að vera í dag 300.000 króna skatta og skerðingarlausar greiðslur, ef rétt væri gefið. Skattbyrði á okkur lífeyrisþega er því upp á um 100.000 krónur frá 1988 með  kjaragliðnuninni og þá eru eftir skerðingar og keðjuverkandi skerðingar, sem er ekkert annað en fjárhagslegt ofbeldi.
Hver fann upp þetta ómannlega refsikerfi mannvonskunnar og ber ábyrgð á því? Það gera ríkisstjórnir frá 1988 og til dagsins í dag ASÍ og SA, því við upptöku á staðgreiðslu skatta var lífeyrislaun TR skattlaus og þá var einnig afgangur upp í 30% af lífeyrissjóðstekjum.

Greiðsluþátttaka sjúklinga
Ekki verði greitt fyrir grunnþjónustu í heilbrigðiskerfinu  t.d. sjúkrahúsþjónusta, tannlækningar og fl. Heilsugæslan verði gjaldfrjáls og að  stórefla hana um  land allt. Tryggja að allir hafi eigin heimilislækni og að gott þverfaglegt teymi starfi á heilsugæslustöðvum. Heilsugæslan á að virka þannig að hún haldi utan um einstaklinginn og sjái til þess að úrræðin virki.
Geðdeildin verði opin alla sólahringinn og hún færð til nútímans og stórefld með sérfræðingum á öllum sviðum geðlækninga. Það eru fjöldi barna að bíði eftir þjónustu á BUGL og að biðtími eftir þjónustu er ekki  vikur heldur mánuðir. Mikilvægt sé að stytta biðina og sinna betur ungum börnum og fjölskyldum þeirra. Vísað er til þess að fjöldi rannsókna sýni að snemmtæk inngrip skili mestum árangri og að meðferð taki skemmri tíma en ella ef fljótt er brugðist við.
Hornsteinn nútímasamfélags er gott heilbrigðiskerfi. Því er það miður að ríkistjórnir undanfarinna ára hafa vanrækt íslenskt heilbrigðiskerfi svo illa að það getur ekki sinnt hlutverki sínu sem skyldi.

Þetta eru forgangsmál okkar. X-F Flokkur fólksins.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar