Skemmtiferðarskip í Kópavogshöfn?

Erlendir ferðamenn hætta ekkert að koma til landsins og plássið sem Reykjavíkurhöfn hefur upp á að bjóða fyrir skemmtiferðarskip er sagt fyrir löngu vera sprungið. Framkvæmdastjórar hafna á suð-vestur horninu hafa rætt um hvernig hægt sé að virkja hafnirnar betur en núna er gert með því að skilgreina betur verkefni hverrar hafnar. Lagt hefur verið til að Kópavogshöfn verði svokölluð „yndishöfn,“ það er að segja að hún verði miðstöð smærri báta, skúta og jafnvel móttaka fyrir smærri skemmtiferðaskip.

Hugmyndir eru uppi um að breyta Kópavogshöfn í "yndishöfn" fyrir smærri skemmtiferðarskip. Mynd: 101reykjavik.is
Hugmyndir eru uppi um að breyta Kópavogshöfn í „yndishöfn“ fyrir smærri skemmtiferðarskip. Mynd: 101reykjavik.is

Fyrir starfsemi af þessu tagi þarf að vera aðstaða til þvotta, baðaðstaða og verslun, svo fátt eitt sé nefnt. Rannveig Ásgeirsdóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs, tekur vel í hugmyndina og segir að rætt hafi verið um að svæðið við Kópavogshöfn verði íbúða- og þjónustusvæði og myndi þá rýma við lágstemmda hugmynd um yndishöfn. „Slík starfsemi myndi án efa hleypa lífi í nesið og hvetja til fjölbreytileika á svæðinu um leið og þessi fallegi staður gengi í endurnýjun lífdaga ef svo má segja. Þá þyrftum við að gera gangskör að því að halda umhverfinu aðlaðandi og hreinu og fyrirtæki sem þar starfa myndu í sama anda leggjast á árar með bæjarfélaginu við það.“

Bryggjan við Kópavogshöfn er vinsæll veiðistaður.
Bryggjan við Kópavogshöfn er vinsæll veiðistaður.

Rannveig segir hugmyndina vera skynsamlega og í anda þess að sveitarfélög starfi saman og finni virðið í því að dreifa verkefnum á milli sín.  „Það er líka mikilvægt fyrir ferðamennsku á höfuðborgarsvæðinu öllu að auka við flóruna og geta boðið upp á afþreyingu víðar en á Reykjavíkursvæðinu. Það er af nógu að taka hér í Kópavogi þar sem saga, menning og afþreying er við hvert fótmál. Að auki höfum við allt til alls í verslun og þjónustu og við eigum að vera opin og jákvæð fyrir nýjum sjónarhornum í samgöngum og ferðamálum. Þessi hugmynd er sannarlega nýtt sjónarhorn sem vert er að skoða.“

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn