Busaofbeldið, með tilheyrandi óþverra- og hrottaskap, heyrir sögunni til í Menntaskólanum í Kópavogi. Í staðinn eru nýnemar boðnir hjartanlega velkomnir í skólann þar sem húmorinn og gleðin eru allsráðandi. Um 220 nýnemar setjast á skólabekk MK í ár. Þeir fengu áletraðan bol að gjöf sem á stóð: „Hjartað slær í MK.“ Nýnemar voru síðan málaðir í Lion King stíl áður en þeir heilsuðu Margréti Friðriksdóttur, skólameistara og Arnari Ingólfssyni, formanni nemendafélagsins sem buðu þeim velkomna í skólann. Nýnemar hneigðu sig síðan djúpt fyrir fána MK en síðan var farið í stefnumótaleikinn Djúpa laugin þar sem gæjar og gellur úr röðum nýnema spurðu hvort annað áleitinna spurninga. Það var þvi mikið hlegið og grínast í nýnemavígslu MK í dag eins og meðfylgjandi myndir bera með sér: