Skemmtileg nýnemavígsla í MK

Busaofbeldið, með tilheyrandi óþverra- og hrottaskap, heyrir sögunni til í Menntaskólanum í Kópavogi. Í staðinn eru nýnemar boðnir hjartanlega velkomnir í skólann þar sem húmorinn og gleðin eru allsráðandi. Um 220 nýnemar setjast á skólabekk MK í ár. Þeir fengu áletraðan bol að gjöf sem á stóð: „Hjartað slær í MK.“  Nýnemar voru síðan málaðir í Lion King stíl áður en þeir heilsuðu Margréti Friðriksdóttur, skólameistara og Arnari Ingólfssyni, formanni nemendafélagsins sem buðu þeim velkomna í skólann.  Nýnemar hneigðu sig síðan djúpt fyrir fána MK en síðan var farið í stefnumótaleikinn Djúpa  laugin þar sem gæjar og gellur úr röðum nýnema spurðu hvort annað áleitinna spurninga. Það var þvi mikið hlegið og grínast í nýnemavígslu MK í dag eins og meðfylgjandi myndir bera með sér:

Hjartað slær í MK, segir Margrét, skólameistari, sem afhenti nýnemum skólans bol með þeirri áletrun.
Hjartað slær í MK, segir Margrét, skólameistari, sem afhenti nýnemum skólans bol með þeirri áletrun.
Nýnemar í MK
Nýnemar fengu hamborgara og heilsudjús í mötuneyti skólans, í tilefni dagsins.

WP_20140828_13_07_38_Pro

WP_20140828_13_10_03_Pro WP_20140828_13_19_00_Pro WP_20140828_13_50_05_Pro WP_20140828_13_48_28_Pro

WP_20140828_13_47_05_Pro

WP_20140828_13_46_36_Pro
Líf og fjör hjá nýnemum MK sem skelltu sér í stefnumótarleik.

 

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Ómar Stefánsson  skipar 1. sæti Fyrir Kópavog
Kirkjuhlaup
Hákon Helgi Leifsson, 2. sæti Pírata í Kópavogi.
menningarstyrkir
Höskuldur Þór Jónsson og Margrét Hörn Jóhannsdóttir
Ása Richards
author_icon_34063
Menningartorfa!
WP_20140319_15_46_03_Pro