Skemmtileg nýnemavígsla í MK

Busaofbeldið, með tilheyrandi óþverra- og hrottaskap, heyrir sögunni til í Menntaskólanum í Kópavogi. Í staðinn eru nýnemar boðnir hjartanlega velkomnir í skólann þar sem húmorinn og gleðin eru allsráðandi. Um 220 nýnemar setjast á skólabekk MK í ár. Þeir fengu áletraðan bol að gjöf sem á stóð: „Hjartað slær í MK.“  Nýnemar voru síðan málaðir í Lion King stíl áður en þeir heilsuðu Margréti Friðriksdóttur, skólameistara og Arnari Ingólfssyni, formanni nemendafélagsins sem buðu þeim velkomna í skólann.  Nýnemar hneigðu sig síðan djúpt fyrir fána MK en síðan var farið í stefnumótaleikinn Djúpa  laugin þar sem gæjar og gellur úr röðum nýnema spurðu hvort annað áleitinna spurninga. Það var þvi mikið hlegið og grínast í nýnemavígslu MK í dag eins og meðfylgjandi myndir bera með sér:

Hjartað slær í MK, segir Margrét, skólameistari, sem afhenti nýnemum skólans bol með þeirri áletrun.
Hjartað slær í MK, segir Margrét, skólameistari, sem afhenti nýnemum skólans bol með þeirri áletrun.
Nýnemar í MK
Nýnemar fengu hamborgara og heilsudjús í mötuneyti skólans, í tilefni dagsins.

WP_20140828_13_07_38_Pro

WP_20140828_13_10_03_Pro WP_20140828_13_19_00_Pro WP_20140828_13_50_05_Pro WP_20140828_13_48_28_Pro

WP_20140828_13_47_05_Pro

WP_20140828_13_46_36_Pro
Líf og fjör hjá nýnemum MK sem skelltu sér í stefnumótarleik.

 

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að