„Skemmtilegast að gera gott hús betra“

Þau Daði Hreinsson og Anna Þórisdóttir fengu nýlega viðurkenningu umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogsbæjar fyrir endurgerð á húsinu að Kópavogsbraut 76. Húsið var áður kallað „draugahúsið“ af nágrönnum og börnum búsettum í hverfinu. Ástæðan var sú að húsið var beinlínis kaffært í trjám og órækt svo lítið sást í þetta rauða og drungalega hús.

IMG_1995IMG_1996

Kópavogsbraut 76 fyrir breytingar.
Kópavogsbraut 76 fyrir breytingar.

Lóðin var grafin upp og um áttatíu tré fjarlægð. Skipt var um allar lagnir að húsinu, dren og ný gönguleið lögð og umhverfið fóðrað á einfaldan hátt með litlum fjörusteinum úr Hvalfirði. Eftir eru tuttugu tré dreifð um lóðina sem fá nú birtu og andrými. Byggðar voru nýjar svalir í stað þeirra fyrri sem voru orðnar lélegar og legunni breytt þannig að þær liggja nú meðfram húsinu í stað þess að standa út fyrir suðurgaflinn. Húsið var málað í björtum hvítum lit og rúður sandblástursskreyttar. Að innan var húsið endurhannað í hólf og gólf ásamt því að herbergjaskipan var breytt en húsið, sem er 161,5 fermetrar, hýsir tvær stofur, fjögur svefnherbergi, fataherbergi og þrjú baðherbergi. Húsið er bjart og fallegt og fær lóðin og gróður að njóta sín þar sem opnað hefur verið fyrir sjónlínur að frá húsinu og um götuna. Þau Daði og Anna segjast hafa verið að leita að húsnæði einmitt á þeim tíma sem húið á Kópavogsbraut 76 var sett á sölu.„Það var aldrei ætlunin að setjast að í Kópavogi en þegar við sáum húsið auglýst féllum við fyrir því. Bæði voru breytingarnar sem fyrirtækið SV50 ehf voru búin að gera á húsinu stórkostlegar, en það fyrirtæki átti frumkvæðið að heildarbreytingum á húsinu sem og lóð og innanstokks, og ekki síður sá góði andi sem í því var. Það var það ekki spurning annað en að stökkva á það,“ segir Daði.

Hvað þurfti að gera?
„Húsið hafði farið í gegnum algjöra endurskipulagningu og úthreinsun. Það má segja að allt hafi verið tekið í gegn í þremur þrepum. Í fyrsta lagi var lóðin eins og Edengarðurinn og óræktin algjör. Ætli maður hefði ekki getað verið óséður á Tarsanskýlunni þarna áður fyrr,“ segir Daði og hlær. „Meðal annars voru fjarlægð hátt í áttatíu tré af lóðinni, hún almennt grafin upp og tyrfð. Lagðar voru hellur sem gönguleiðir í flútti við fjörugrjót úr Hvalfirðinum. Í öðru lagi var húsið að utan í almennri niðurníslu, málað dimmrauðum lit og allt upprunalegt má segja. Í þriðja lagi var algjör hreinsun innan úr því, enda allt upprunalegt. Veggir voru brotnir niður og innréttingar færðar til ss eldhús og baðherbergi, en í dag eru þrjú baðherbergi, fataherbergi, tvær stofur og fjögur svefnherbergi. Nýtingin á rýminu er algjörlega frábær.“

IMG_2015

Vel heppnaðar endurbætur á stiga.
Innanhúss var allt tekið í gegn.

Hvað var erfiðast og hvað var skemmtilegast í þessu ferli?
„Varðandi erfiðleikana ættirðu helst að spyrja þá sem hófu framkvæmdirnar en að þeirra sögn var ekkert annað í myndinni en að endurgera húsið og lóðina frá grunni. Það skemmtilegasta var að kaupa húsið og fylgja eftir þeim framkvæmdum til að gera gott hús betra,“ segir Anna og bætir því við að húsið allt hafi tekið breytingum nema uppistaðan á húsinu sjálfu. „Þó er frábært að sjá hve nýtingin og rýmisskipanin innandyra eru flottar og vel heppnaðar.“

Hefur svona viðurkenning einhverja þýðingu fyrir ykkur?
„Þetta er mikil hvatning fyrir okkur að halda áfram að hlúa að húsi, heimili og lóð,“ útskýrir Anna og Daði bætir við: „Það er gaman að sjá hve nágrannar okkar eru ánægð með breytingarnar og það hefur hvetjandi áhuga á þau að halda lóðum sínum fínum enda sjáum við virka og áhugasama nágranna  gera lóðir sínar flottar og það er gaman að sjá. Við viljum þakka bænum fyrir að taka eftir þessum breytingum og veita viðurkenningu fyrir þær. Við erum mjög ánægð með að búa hér í bænum og hlökkum til að vera áfram virkir og ánægðir íbúar Kópavogs.“

Daði myndir ágúst 14 030 Daði myndir ágúst 14 027 Daði myndir ágúst 14 024 10603788_10203734950188306_6746106055170149448_n 1511634_10203734948628267_7130240487071784426_n

1a

Vel heppnaðar endurbætur á húsinu að Kópavogsbraut 76 í dag.
Vel heppnaðar endurbætur á húsinu að Kópavogsbraut 76 í dag.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Jói á hjólinu
Geir Þorsteinsson
UMSK07
2013-02-16_-_Wien_-_Demo_Gleiche_Rechte_für_alle_(Refugee-Solidaritätsdemo)_-_Refugees_are_human_beings
Sumarverkefni_1
Asdis-1
Margrét Tryggvadóttir  Skipar 2. sæti á Samfylkingarinnar í SV kjördæmi
Þríhnúkagígur.
Kópavogur