Skemmtilegri skólalóðir

Hjördís Ýr Johnson, formaður
Umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogsbæjar og Theodóra S. Þorsteinsdóttir, formaður Skipulagsráðs Kópavogsbæjar.

Skólalóðir eru nauðsynlegur  þáttur í skólastarfi og frístundum og gegna mikilvægu hlutverki í hverfum bæjarins. Þegar nýr meirihluti Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks tók við um mitt ár 2014 þá var fljótlega farið í að gera stöðumat á öllum skóla- og leikskólalóðum í Kópavogi. Tilgangurinn var að auka notagildi lóðanna, sinna viðhaldi og gera þær skemmtilegri. Verkefnið var kallað „Skemmtilegri skólalóðir“. Í Kópavogi eru 9 skólar en lóðirnar eru 11 talsins. Leikskólar eru 21 talsins en lóðirnar eru 23. Elsti leikskólinn tók til starfa árið 1964 en elsti grunnskólinn er Kópavogsskóli og var stofnaður 1949. Stofnaður var starfshópur undir styrkri stjórn Friðriks Baldurssonar garðyrkjustjóra hjá Kópavogsbæ.

Starfsmenn tóku saman allar mögulegar upplýsingar frá undanförnum árum, allar kvartanir, ábendingar, hugmyndir um það sem betur mætti fara, hvort sem það var frá skólastjórnendum, nemendum, foreldrum eða öðrum ábendingum sem komu fram á fundum vegna hverfisáætlana. Garðyrkjustjóri mætti á fundi leikskólanefndar, skólaráðs, íþróttanefndar og umhverfis- og samgöngunefndar þar sem hann kynnti verkefnið, svaraði spurningum og tók við ábendinum. Að loknu samráði voru teknar saman upplýsingar, búnir til mælikvarðar og tekin saman metnaðarfull skýrsla með forgangsröðun framkvæmda.  Í verkefnið “Skemmtilegri skólalóðir” fyrir árin 2016-2017 er varið rúmum 123 milljónir króna í grunnskólalóðir.  Salaskóli, Kópavogsskóli, Kársnesskóli og Álfhólsskóli-Hjalli voru metnir í forgangi, en einnig er undirbúningur hafinn fyrir endurbætur á lóðum við Álfhólsskóla–Digranes, Smáraskóla og Snælandsskóla. Framkvæmdir á leikskólalóðum hófust 2016 og var byrjað á leikskólanum Dal og Grænatúni. Forgangsröðun framkvæmda á leikskólalóðum 2017 verða með þeim hætti að Arnarsmári, Álfatún, Fagrabrekka, Efstihjalli, Marbakki og Núpur verða teknir í fyrsta áfanga en 30 milljónum verður varið í framkvæmdir árið 2017. Til viðbótar við þá fjármuni sem hér er talið upp þá bætast við 69 milljónir í framkvæmdir á skólalóðir sem kosið var um í íbúalýðræðisverkefninu „Okkar Kópavogur“. Áfram verður unnið eftir þeirri stefnumótum sem birtist í skýrslu starfshóps um „Skemmtilegri skólalóðir“ og forgangsraðað eftir þeim mælikvörðum sem þar koma fram.  Skýrslurnar er nú aðgengilegar á heimasíðu Kópavogsbæjar og viljum við hvetja alla áhugasama til þess að rýna þessa vönduðu og gagnlegu vinnu sem starfsfólk Kópavogsbæjar vann af mikilli fagmennsku.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn