Skiptir reynsla máli?

Karen Elísabet Halldórsdóttir, oddviti Miðflokksins í Kópavogi.

Í Kópavogi ólst ég upp og hef alið upp mín börn. Fæðingarár mitt 1974 voru íbúar rúmlega 12 þúsund, í dag eru þeir um 40 þúsund.  Ég lærði að synda í 12 metra laug, hjólaði um á malargötum, fékk ekki leiksskólapláss af því að mamma var heimavinnandi og notaði strætó sem kallaðist SVK sem gekk bara í Kópavogi.

Að hafa fengið að sitja í bæjarstjórn undanfarin átta ár eru forréttindi. Ég hef notað minn tíma vel og hvergi dregið af mér. Ég er þakklát fyrir þá miklu reynslu sem ég hef aflað mér og ég hef kynnst mörgu góðu fólki á þessum tíma. Ég hef alltaf sett mér það markmið að taka upplýstar ákvarðanir þó svo að þær geti verið umdeildar og falli ekki öllum í geð.

Það urðu mikil tímamót í mínu pólitíska lífi nýverið. Ég leiði nú lista Miðflokks og óháðra í Kópavogi og með mér er dásamlegt fólk, sem er fullt áhuga á að bæta bæinn sinn. Ég býð mig fram til áframhaldandi starfa í þágu bæjarbúa. Stefnumál okkar eru hógvær og telja ekki hundruð, kannski vegna þess að við vitum að það borgar sig ekki að lofa upp í ermar sér eða ermar skattgreiðenda.

Við viljum þó, leysa mönnunarvanda leiksskóla með því að endurskoða launakjör og umhverfi leiksskóla. Við höfnum gamaldags og fokdýrri útfærslu borgarlínu, við viljum hlúa að eldra fólki með fjölgun dagdvalarúrræða og sveigjanlegri heimaþjónustu, efla sjálfstæði íþróttafélaga í ákvörðunum um aðstöðu þeirra og við viljum setja á laggirnar hvíldarúrræði fyrir fötluð börn og fjölskyldur þeirra.

Kæri íbúi við viljum hlusta á ykkar raddir og starfa í ykkar þágu.

Með því að merka X við M  á næsta laugardag, kjósið þið reynslu í bland við ferska sýn.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Mynd: Kópavogsblaðið
2013-02-16_-_Wien_-_Demo_Gleiche_Rechte_für_alle_(Refugee-Solidaritätsdemo)_-_Refugees_are_human_beings
Gerðarsafn
Unknown-3-1
Björt framtíð
Elin Hirst
Gísli Baldvinsson
!cid_5245B7CD-D7D5-46E3-B0F7-28170E994534@lan
562174_280722535341852_501147523_n