Skipulag fyrir eina prósentið

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi

Bæjarstjóri Kópavogs undirritaði á dögunum samkomulag við fjárfestana í félaginu Fjallasól um sölu á verðmætum lóðum og tilheyrandi byggingarrétti við sjávarsíðuna á Kársnesi. Fjallasól, sem er dótturfélag Langasjávar sem á meðal annars leigufélagið Ölmu, fékk kaupréttinn á silfurfati án auglýsingar þrátt fyrir ákvæði í reglum Kópavogsbæjar um lóðaúthlutun að allar lóðir skuli auglýstar.

Rökstuðningur bæjarstjóra fyrir þessum vafasama gjörningi er að sameiginlegur bílakjallari skapi flækjustig og gera þurfi ráð fyrir að reiturinn allur verði ein lóð – vel að merkja eitthvað sem var algjörlega fyrirséð þegar meirihlutinn afgreiddi deiliskipulagið nýlega. Merkilegt nokk þá er þó samt sem áður í samkomulaginu gert ráð fyrir að stofnaðar verði lóðir fyrir hvern byggingarreit og bæjarráð geti samþykkt framsal á lóðum eða byggingarrétti og reyndar enn fremur að Kópavogsbær skuli leitast við að samþykkja nýja framsalshafa(!!) Það ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að skipta lóðunum hreinlega strax upp og úthluta í samræmi við samþykktar reglur bæjarstjórnar.

Villandi svör til Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun, sem hefur eftirlit með framkvæmd skipulagslaga óskaði í vor eftir útskýringum frá Kópavogsbæ um hvernig markmið aðalskipulags um fjölbreytt framboð íbúða og mismunandi búsetuform fyrir alla félagshópa og húsnæði á viðráðanlegu verði yrði uppfyllt á skipulagssvæðinu.

Í svörum Kópavogs segir að markmiðið sé að tryggja fjölbreytt framboð húsagerða og búsetukosta fyrir alla félagshópa, að allir geti orðið sér úti um fullnægjandi og öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði og að grunnþjónusta standi öllum til boða. Stefnt sé að gerð uppbyggingarsamninga og vísað til fyrri samninga þar sem lögð er rík áhersla á hagkvæmt og fjölbreytt úrval íbúðagerða, bæði litlar og stærri eignir á viðráðanlegu verði, ákvæði um að 15-20% byggðra íbúða á svæðinu verði fyrir þá sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð, með áherslu á minni íbúðareiningar, og skilyrði um að 4-5% af byggðum íbúðum á svæðinu uppfylla skilyrði hlutdeildarlána.

Í nýundirrituðu samkomulagi bæjarstjóra eru þó engin slík ákvæði. Aðeins er kvöð um að 10% íbúða verði 1-3 herbergja íbúðir sem eru minni en 90 fermetrar og nægir að þær séu skilgreindar leiguíbúðir en skilyrði er um að þær verði ódýrar líka. Það er þess vegna engan veginn verið að mæta framboði fyrir fjölbreytta hópa Kópavogsbúa sem eru í húsnæðisleit og allar líkur á að í þessari nýju byggð verði fyrst og fremst rými fyrir okkar ríkasta eina prósent.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar