Skipulagsvaldið flutt frá Kópavogsbæ til verktaka

Hákon Gunnarsson, skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Kópavogi.  

Í auglýsingu vegna sölu eignanna í Fannborg frá því í ágúst 2017 segir: 

Kópavogsbær auglýsir eftir áhuga þróunarfélaga, fjárfesta, byggingarfélaga og annarra á kaupum á fasteignum í Fannborg í Kópavogi.  Kópavogsbær mun samhliða sölu fasteigna skoða möguleika á að gera breytingar á skipulagi svæðisins sem gæfu möguleika á að byggja nýtt húsnæði á svæðinu. Kaupendur fasteigna hefðu forgang á auknum byggingarrétti á svæðinu.  Tilboðum í fasteignirnar, ásamt framtíðarsýn um notkun þeirra, skal skilað til viðkomandi fasteignasölu eigi síðar en fimmtudaginn 12. október nk.“

Er einhvern veginn hægt að skilja þessa auglýsingu þannig að afleiðingin af sölu fasteignanna væri sú að Kópavogsbær myndi í leiðinni framselja skipulagsvaldið – dýrmætustu eign sérhvers bæjarfélags –  til kaupanda fasteignanna sem síðar varð raunin. Tilboðsgjafar höfðu 6 vikur til að meta
„…. framtíðarsýn um notkun“ fasteignanna. 

Raunveruleikinn er sá að í kjölfar sölunnar var sjálfu skipulagsvaldi yfir Fannborgarreit (lóðin í kringum Fannborg 2, 4 og 6) framselt af bæjarstjórn yfir til verktakafyrirtækisins Árkórs. Engin hönnunarsamkeppni – engir valkostir. 

Langflesta Kópavogsbúa dreymir um fallegan og aðlaðandi miðbæ. Miðbæ sem iðar af lífi.  Af hverju er ekki gert ráð fyrir í skipulagstillögum stórri og fallegri skipistöð þar sem verður mathöll með veitinga- og kaffihúsum. Verslunum og þjónustu sem laðar að viðskipti, mannlíf og menningu? Í miðbænum eiga að vera opin svæði, og hófleg þétting byggðar og þarna á að vera ákjósanlegasta staðsetning fyrir þekkingar- og nýsköpunarfyrirtæki á öllu landinu. 

Við í Samfylkingunni viljum samvinnu við okkar besta fagfólk enda koma oft bestu hugmyndirnar frá verktökum og öðru fagfólki í sinni stétt, það er ekki vandamálið. En það sem bæjarstjórn verður gera er að standa vörð um hagsmuni Kópavogsbúa og leggja línurnar sem verktakar og hönnuðir dansa svo innan. Línur sem eru í takt við vilja fólksins sem bæinn byggir.

Kjósum Samfylkinguna.
Nútímavæðum Kópavog.
X-S
Að sjálfsögðu!

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem