Skipulagsvaldið flutt frá Kópavogsbæ til verktaka

Hákon Gunnarsson, skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Kópavogi.  

Í auglýsingu vegna sölu eignanna í Fannborg frá því í ágúst 2017 segir: 

Kópavogsbær auglýsir eftir áhuga þróunarfélaga, fjárfesta, byggingarfélaga og annarra á kaupum á fasteignum í Fannborg í Kópavogi.  Kópavogsbær mun samhliða sölu fasteigna skoða möguleika á að gera breytingar á skipulagi svæðisins sem gæfu möguleika á að byggja nýtt húsnæði á svæðinu. Kaupendur fasteigna hefðu forgang á auknum byggingarrétti á svæðinu.  Tilboðum í fasteignirnar, ásamt framtíðarsýn um notkun þeirra, skal skilað til viðkomandi fasteignasölu eigi síðar en fimmtudaginn 12. október nk.“

Er einhvern veginn hægt að skilja þessa auglýsingu þannig að afleiðingin af sölu fasteignanna væri sú að Kópavogsbær myndi í leiðinni framselja skipulagsvaldið – dýrmætustu eign sérhvers bæjarfélags –  til kaupanda fasteignanna sem síðar varð raunin. Tilboðsgjafar höfðu 6 vikur til að meta
„…. framtíðarsýn um notkun“ fasteignanna. 

Raunveruleikinn er sá að í kjölfar sölunnar var sjálfu skipulagsvaldi yfir Fannborgarreit (lóðin í kringum Fannborg 2, 4 og 6) framselt af bæjarstjórn yfir til verktakafyrirtækisins Árkórs. Engin hönnunarsamkeppni – engir valkostir. 

Langflesta Kópavogsbúa dreymir um fallegan og aðlaðandi miðbæ. Miðbæ sem iðar af lífi.  Af hverju er ekki gert ráð fyrir í skipulagstillögum stórri og fallegri skipistöð þar sem verður mathöll með veitinga- og kaffihúsum. Verslunum og þjónustu sem laðar að viðskipti, mannlíf og menningu? Í miðbænum eiga að vera opin svæði, og hófleg þétting byggðar og þarna á að vera ákjósanlegasta staðsetning fyrir þekkingar- og nýsköpunarfyrirtæki á öllu landinu. 

Við í Samfylkingunni viljum samvinnu við okkar besta fagfólk enda koma oft bestu hugmyndirnar frá verktökum og öðru fagfólki í sinni stétt, það er ekki vandamálið. En það sem bæjarstjórn verður gera er að standa vörð um hagsmuni Kópavogsbúa og leggja línurnar sem verktakar og hönnuðir dansa svo innan. Línur sem eru í takt við vilja fólksins sem bæinn byggir.

Kjósum Samfylkinguna.
Nútímavæðum Kópavog.
X-S
Að sjálfsögðu!

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar