Skoða mögulegar staðsetningar á sjóbaðsaðstöðu á Kársnesi

Bergljót Kristinsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingar, lagði fram fyrirspurn á fundi skipulagsráðs í september í fyrra þar sem óskað var eftir að umhverfissvið Kópavogs ynni tillögur að mögulegum staðsetningum fyrir ylströnd á Kársnesi og að kallað yrði eftir sjónarmiðum Umhverfisstofnunar um áhrif á vernduð svæði. „Með þéttingu byggðar þurfum við að standa vörð um opin svæði og gera þau svæði sem mögulegt er að nýta skemmtilegri og þannig úr garði að þau þjóni hagsmunum íbúa á hverjum tíma,“ segir Bergljót. „Vogarnir beggja vegna Kársness eru í dag notaðir til ýmiskonar útivistar. Sjósund og kayakróður eru athafnir sem sáust lítið fyrir tuttugu árum en eru mikið stundaðar í dag bæði sem afþreying og íþrótt. Þannig breytast þarfir íbúanna til umhverfis síns með tíma og við þurfum að bregðast við þeim breytingum. Hvort sem við sjáum ylströnd eða bara heitan pott við sjávarsíðuna þá mun það auka notkunarmöguleika svæðisins til muna íbúunum til hagsbóta.“

Bergljót Kristinsdóttir við smábátahöfn Ýmis sem er einn þeirra staða sem kemur til greina fyrir sjóbaðsaðstöðu.

Fjórar mögulegar staðsetningar
Umhverfissvið kynnti niðurstöður sínar á fundi skipulagsráðs 31. janúar og þar kemur fram að ylströnd eins og hún er útfærð í Nauthólsvík krefst pláss á landi fyrir aðkomu, bílastæði og skiptiaðstöðu fyrir gesti. Ennfremur þarf að gera ráð fyrir strandlínu við Kársnes sem hægt er að útbúa upphitað lón og strandsvæði. Við úrvinnslu og samráði við Umhverfisstofnun var áráðið skoða einnig staðsetningar fyrir einfaldari sjóbaðsaðstöðu við strandlengju Kársness. Sjóbaðsaðstöðu er hægt að útfæra til dæmis með heitum potti í sjávarmáli, landmótun eða bryggju sem auðveldar aðgengi að sjó. Skipulagsdeild lagði fram fjórar mögulegar staðsetningar á sjóbaðsaðstöðu á Kársnesi þar sem kostir og gallar hverrar staðsetningar voru reifaðir. Tekið er fram að hugmyndir og tillögur að staðsetningu séu á frumstigi.

Skipulagsdeild leggur fram fjórar mögulegar staðsetningar á sjóbaðsaðstöðu á Kársnesi.

Mögulegar staðseetningar fyrir sjóbaðsaðstöðu á Kársnesi.

A Sjóðbaðsaðstaða sunnan við Kársneshöfn

B Sjóbaðsaðstaða/ylströnd við Höfða / Smábátahöfn Ýmiss

C Sjóbaðsaðstaða við Kársneshöfn

D Sjóbaðsaðstaða við brúarenda (Tillaga frá Spot on Kársnes)

Bergljót segir að nú verði tillagan unnin áfram og kostnaður fyrir hvern staðsetningarmöguleika metinn áður en lengra er haldið. „Einnig þarf að fara nánar yfir verndarsvæðin og skoða hvaða skorður þau setja hverri staðsetningu. Málið er komið á dagskrá og ég hlakka til að fá að fylgja því eftir.“

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar

Deloitte flytur úr Turninum á Dalveg 30

Kynning Deloitte hefur flutt úr Turninum við Smáratorg, sem löngum hefur verið kenndur við fyrirtækið, í nýtt skrifstofuhúsnæði á Dalvegi 30.  Nýja húsnæðið er byggt samkvæmt umhverfisvottuðu byggingarstöðlunum BREEAM en

Marteinn Þór Pálmason, tannlæknir.

Tannsetrið tannlæknastofa fagnar eins árs afmæli

Kynning Bókaðu tíma í gegnum símaappið Noona eða á netinu Tannsetrið tannlæknastofa, sem staðsett er við Hlíðasmára 17 í Kópavogi, sinnir öllum almennum tannlækningum og tekur við sjúklingum á öllum aldri. Marteinn Þór