Skógræktarsvæði til kolefnisjöfnunar fyrir þig

Bergljót Kristinsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingar.

Sá ánægjulegi atburður átti sér stað í liðinni viku að bæjarráð Kópavogs samþykkti hugmynd mína um að Kópavogur skilgreini skógræktarreit þar sem bæjarbúar geti gróðursett tré til að vinna gegn eigin kolefnisspori og grætt upp örfoka land á sama tíma. Tillaga þess efnis var borin upp af fulltrúum Samfylkingar, BF-Viðreisnar og Pírata sem mynda minnihluta bæjarstjórnar og hafa með ýmsum hætti reynt að finna leiðir til að vinna gegn kolefnisspori bæjarbúa.

Gerð var tillaga að svæði á milli Lækjarbotna og Bláfjallaafleggjara sem er innan þjóðlendu í landi Kópavogs. Þar er aðgengi gott og sýnilegt þeim sem leið eiga um suðurlandsveg. Með slíku verkefni græðum við ýmislegt, t.d. miðlar skógivaxið land vatni best, við bindum koltvísýring sem illa gróið land gefur frá sér, við myndum skjól sem hefur áhrif á veðurlag á svæðinu og bæjarbúar eignast sinn eigin skóg.

Heimsmarkmiðin 13

Samþykkt var tillaga sama hóps á síðasta bæjarstjórnarfundi um að bæta heimsmarkmiði 13 „Aðgerðum í loftlagsmálum“ við aðgerðarlista bæjarins í upptöku Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Í samræmi við þau þurfum við að leita allra leiða til að sporna gegn auknum koltvísýringi í andrúmslofti. Þetta er ein leið þar sem flest allir geta lagt eitthvað af mörkum.

Viljum við halda áfram að ferðast með flugi þurfum við að hugsa fyrir hverri ferð. Helgarferð til Evrópu kostar 5 tré á mann eða 936 kr. skv. www.Kolvidur.is Þú getur farið með fjölskylduna í gróðursetningarferð upp að Lækjarbotnum og kennt börnunum í leiðinni allt um kolefnisjöfnun.

Lakheiði

Umhverfissvið Kópavogs lagði til 180 – 190 ha. svæði beggja vegna línuvegar sem liggur ofan við Lækjarbotna og er kennt við Lakheiði. Þar verði almenningi, fyrirtækjum og stofnunum gert kleift að gróðursetja og græða upp land. Gera má ráð fyrir að vinnsla tillögunnar taki a.m.k. eitt ár en undirbúa þarf svæðið, formgera verkefnið og tryggja heimildir yfirvalda þar sem um vatnsverndarsvæði er að ræða. Við vonum að allt gangi eftir og fylgjum málinu eftir full tilhlökkunar.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér