Skólabörn í Kópavogi hjóluðu um bæinn

Á annað hundrað skólabarna í 8. bekkjum í Kópavogi hjólaði milli skóla bæjarins í morgun. Uppákoman var í tilefni evrópskrar samgönguviku sem nú stendur yfir. Í ár er hvatningarorð vikunnar: „Blöndum flandrið“ en í þeim felst að fólk hvatt til að velja, blanda og njóta þeirra samgöngumáta sem bjóðast. 

Með því að bjóða nemendum að taka þátt í samgönguviku var bæði verið að hvetja þau til að nota hjól til að fara ferða sinna og kynna krökkum hjólaleiðir í bænum. Auk nemenda hjóluðu fulltrúar kennara og skólastjóra, starfsmanna Kópavogs og bæjarfulltrúa með nemendum.

Hressir hjólakrakkar í Kópavogi.

Farnar voru tvær leiðir, annars vegar í efri byggðum Kópavogs þar sem lagt var stað frá Salaskóla og hjólað í Vatnsendaskóla með viðkomu í Hörðuvallaskóla. Hins vegar var hjólað frá Smáraskóla í Kópavogsskóla með viðkomu í Kársnesskóla. Allir nemendur hjóluðu hring, byrjuðu og enduðu í sínum skóla.

Fjölmargar uppákomur eru í Kópavogi í tilefni samgönguviku. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu bæjarins: www.kopavogur.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Ryki slegið í augu bæjarbúa

Aðsent Bæjarstjórinn í Kópavogi sendi frá sér fréttatilkynningu um óstaðfest sex mánaða uppgjör sveitarfélagsins. Hughrifin af fréttatilkynningunni eru að hún ein hafi skilað hundruðum milljóna króna í plús vegna hagræðingar