Skólabörn í Kópavogi hjóluðu um bæinn

Á annað hundrað skólabarna í 8. bekkjum í Kópavogi hjólaði milli skóla bæjarins í morgun. Uppákoman var í tilefni evrópskrar samgönguviku sem nú stendur yfir. Í ár er hvatningarorð vikunnar: „Blöndum flandrið“ en í þeim felst að fólk hvatt til að velja, blanda og njóta þeirra samgöngumáta sem bjóðast. 

Með því að bjóða nemendum að taka þátt í samgönguviku var bæði verið að hvetja þau til að nota hjól til að fara ferða sinna og kynna krökkum hjólaleiðir í bænum. Auk nemenda hjóluðu fulltrúar kennara og skólastjóra, starfsmanna Kópavogs og bæjarfulltrúa með nemendum.

Hressir hjólakrakkar í Kópavogi.

Farnar voru tvær leiðir, annars vegar í efri byggðum Kópavogs þar sem lagt var stað frá Salaskóla og hjólað í Vatnsendaskóla með viðkomu í Hörðuvallaskóla. Hins vegar var hjólað frá Smáraskóla í Kópavogsskóla með viðkomu í Kársnesskóla. Allir nemendur hjóluðu hring, byrjuðu og enduðu í sínum skóla.

Fjölmargar uppákomur eru í Kópavogi í tilefni samgönguviku. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu bæjarins: www.kopavogur.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar