Skólabörn í Kópavogi hjóluðu um bæinn

Á annað hundrað skólabarna í 8. bekkjum í Kópavogi hjólaði milli skóla bæjarins í morgun. Uppákoman var í tilefni evrópskrar samgönguviku sem nú stendur yfir. Í ár er hvatningarorð vikunnar: „Blöndum flandrið“ en í þeim felst að fólk hvatt til að velja, blanda og njóta þeirra samgöngumáta sem bjóðast. 

Með því að bjóða nemendum að taka þátt í samgönguviku var bæði verið að hvetja þau til að nota hjól til að fara ferða sinna og kynna krökkum hjólaleiðir í bænum. Auk nemenda hjóluðu fulltrúar kennara og skólastjóra, starfsmanna Kópavogs og bæjarfulltrúa með nemendum.

Hressir hjólakrakkar í Kópavogi.

Farnar voru tvær leiðir, annars vegar í efri byggðum Kópavogs þar sem lagt var stað frá Salaskóla og hjólað í Vatnsendaskóla með viðkomu í Hörðuvallaskóla. Hins vegar var hjólað frá Smáraskóla í Kópavogsskóla með viðkomu í Kársnesskóla. Allir nemendur hjóluðu hring, byrjuðu og enduðu í sínum skóla.

Fjölmargar uppákomur eru í Kópavogi í tilefni samgönguviku. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu bæjarins: www.kopavogur.is

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Grindvíkingar í Kópavogsbúið

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur lykla að íbúðum í gamla Kópavogsbúinu við hátíðlega viðhöfn miðvikudaginn 10. júlí en íbúðirnar verða til afnota fyrir eldra fólk úr

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Ert þú í tengslum?

Aðsent Ert þú í tengslum? Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Félagsleg einangrun er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi og rannsóknir sýna að til mikils er að vinna

Pikka upp dósir í Kópavogi

Nú geta íbúar Kópavogs sem vilja styrkja iðkendur íþróttafélaga með dósapening skráð sig á Pikka.is og látið iðkendur koma eftir pöntun að sækja hjá sér dósirnar. Hér áður fyrr var það algengt

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð