Skólahald á hefst á ný í Kársnesskóla

Skólahald hefst á ný í Kársnesskóla mánudaginn 22. nóvember 2021, en kennsla féll niður síðastliðinn föstudag vegna fjölda smita auk þess sem skipulagsdagur var í skólanum á fimmtudag. Foreldrar barna í Kársnesskóla fengu tilmæli síðastliðinn fimmtudag um að fara með börn í skimun nú um helgina til þess að gæta fyllsta öryggis. Þetta fjögurra daga hlé á skólahaldi hefur skilað þeim árangri að mati stjórnenda og almannavarna að tekist hefur að hægja á útbreiðslunni, að því er segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ.

Á rúmri viku greindust rúmlega fimmtíu smit í Kársnesskóla, og voru þar af fimm kennarar. Allri rakningu er lokið og þeir sem hafa þurft að fara í sóttkví hafa fengið skilaboð um það. 

Fimmtudagur og föstudagur voru nýttir til að þrífa, sótthreinsa snertifleti í skólanum og skipuleggja skólastarfið framundan. 

Meðal breytinga í næstu viku er að dregið verður einn frekar úr blöndun hópa sem þýðir að skipting nemenda í lotum, list- og verkgreinum verður með breyttu sniði. Á yngsta- og miðstigi verður engin blöndun nemenda, ekki heldur innan árganga. Íþróttakennsla fer fram utan dyra og söngstund fellur niður.

Vegna hólfaskiptinga og veikinda starfsmanna í frístund  verður hún lokuð fyrir nemendur í 3. og 4.bekk á mánudag en opin fyrir 1. og 2. bekk.

Á elsta stigi eru mjög margir nemendur bólusettir og ekki hefur greinst nema eitt smit í þeim árgöngum, því verða minni aðgerðir þar en þó verður ekki blöndun nemenda milli árganga i kennslu.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn