Skólahald á hefst á ný í Kársnesskóla

Skólahald hefst á ný í Kársnesskóla mánudaginn 22. nóvember 2021, en kennsla féll niður síðastliðinn föstudag vegna fjölda smita auk þess sem skipulagsdagur var í skólanum á fimmtudag. Foreldrar barna í Kársnesskóla fengu tilmæli síðastliðinn fimmtudag um að fara með börn í skimun nú um helgina til þess að gæta fyllsta öryggis. Þetta fjögurra daga hlé á skólahaldi hefur skilað þeim árangri að mati stjórnenda og almannavarna að tekist hefur að hægja á útbreiðslunni, að því er segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ.

Á rúmri viku greindust rúmlega fimmtíu smit í Kársnesskóla, og voru þar af fimm kennarar. Allri rakningu er lokið og þeir sem hafa þurft að fara í sóttkví hafa fengið skilaboð um það. 

Fimmtudagur og föstudagur voru nýttir til að þrífa, sótthreinsa snertifleti í skólanum og skipuleggja skólastarfið framundan. 

Meðal breytinga í næstu viku er að dregið verður einn frekar úr blöndun hópa sem þýðir að skipting nemenda í lotum, list- og verkgreinum verður með breyttu sniði. Á yngsta- og miðstigi verður engin blöndun nemenda, ekki heldur innan árganga. Íþróttakennsla fer fram utan dyra og söngstund fellur niður.

Vegna hólfaskiptinga og veikinda starfsmanna í frístund  verður hún lokuð fyrir nemendur í 3. og 4.bekk á mánudag en opin fyrir 1. og 2. bekk.

Á elsta stigi eru mjög margir nemendur bólusettir og ekki hefur greinst nema eitt smit í þeim árgöngum, því verða minni aðgerðir þar en þó verður ekki blöndun nemenda milli árganga i kennslu.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar

Deloitte flytur úr Turninum á Dalveg 30

Kynning Deloitte hefur flutt úr Turninum við Smáratorg, sem löngum hefur verið kenndur við fyrirtækið, í nýtt skrifstofuhúsnæði á Dalvegi 30.  Nýja húsnæðið er byggt samkvæmt umhverfisvottuðu byggingarstöðlunum BREEAM en

Marteinn Þór Pálmason, tannlæknir.

Tannsetrið tannlæknastofa fagnar eins árs afmæli

Kynning Bókaðu tíma í gegnum símaappið Noona eða á netinu Tannsetrið tannlæknastofa, sem staðsett er við Hlíðasmára 17 í Kópavogi, sinnir öllum almennum tannlækningum og tekur við sjúklingum á öllum aldri. Marteinn Þór