Skólahald á hefst á ný í Kársnesskóla

Skólahald hefst á ný í Kársnesskóla mánudaginn 22. nóvember 2021, en kennsla féll niður síðastliðinn föstudag vegna fjölda smita auk þess sem skipulagsdagur var í skólanum á fimmtudag. Foreldrar barna í Kársnesskóla fengu tilmæli síðastliðinn fimmtudag um að fara með börn í skimun nú um helgina til þess að gæta fyllsta öryggis. Þetta fjögurra daga hlé á skólahaldi hefur skilað þeim árangri að mati stjórnenda og almannavarna að tekist hefur að hægja á útbreiðslunni, að því er segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ.

Á rúmri viku greindust rúmlega fimmtíu smit í Kársnesskóla, og voru þar af fimm kennarar. Allri rakningu er lokið og þeir sem hafa þurft að fara í sóttkví hafa fengið skilaboð um það. 

Fimmtudagur og föstudagur voru nýttir til að þrífa, sótthreinsa snertifleti í skólanum og skipuleggja skólastarfið framundan. 

Meðal breytinga í næstu viku er að dregið verður einn frekar úr blöndun hópa sem þýðir að skipting nemenda í lotum, list- og verkgreinum verður með breyttu sniði. Á yngsta- og miðstigi verður engin blöndun nemenda, ekki heldur innan árganga. Íþróttakennsla fer fram utan dyra og söngstund fellur niður.

Vegna hólfaskiptinga og veikinda starfsmanna í frístund  verður hún lokuð fyrir nemendur í 3. og 4.bekk á mánudag en opin fyrir 1. og 2. bekk.

Á elsta stigi eru mjög margir nemendur bólusettir og ekki hefur greinst nema eitt smit í þeim árgöngum, því verða minni aðgerðir þar en þó verður ekki blöndun nemenda milli árganga i kennslu.

Umræðan

Fleiri fréttir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á