Skólahljómsveit Kópavogs er 50 ára í dag. Þann 22.febrúar árið 1967 lék hljómsveitin á sínum fyrstu tónleikum fyrir utan Kársnesskóla.
Afmælistónleikar verða þann 5. mars í Hörpu.
Í tilefni dagsins var efnt til tónleika við Kársnesskóla, á nákvæmlega sama stað og frumherjar sveitarinnar héldu sína fyrstu tónleika fyrir 50 árum. Kársnesskórinn tók undir og söng með sveitinni, rétt í þann mund sem það snjóaði hressilega á tónlistarfólkið unga.