Skólahljómsveit Kópavogs í nýtt húsnæði

Ármann fékk gjafabréf frá skólastjóra Skólahljómsveitarinnar um kennslu í trommuleik.

Nýtt húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs er í byggingu en stefnt er að því að taka það í notkun í janúar 2020.

Byggingin, sem er viðbygging við Álfhólsskóla Digranesi, rúmar sjö kennslustofur og skrifstofur auk þess sem æfingaaðstaða hljómsveitarinnar mun taka stakkaskiptum með stækkun á hátíðarsal Álfhólsskóla. Eldhús skólans verður stækkað í sömu framkvæmd og lóð skólans endurnýjuð.

Byggingin er viðbygging við Álfhólsskóla Digranesi.

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs og Össur Geirsson skólastjóri Skólahljómsveitarinnar skoðuðu framkvæmdirnar á dögunum ásamt Margréti Birnu Sigurbjörnsdóttur aðstoðarskólastjóra hljómsveitarinnar, Sigrúnu Bjarnadóttur skólastjóra Álfhólsskóla og Stefáni L. Stefánssyni deildarstjóra framkvæmdadeildar Kópavogs.

Sigrún, Stefán, Ármann, Össur og Margrét virða fyrir sér teikningu á vettvangi.

„Nýtt húsnæði er langþráð bylting í aðstöðu hljómsveitarinnar sem hefur verið starfrækt frá árinu 1966,“ segir Össur Geirsson skólastjóri. Skólahljómsveit Kópavogs var stofnuð árið 1966.

Össur notaði tækifærið í heimsókninni og gaf bæjarstjóra tíma í trommuleik með því skilyrði að hann spilaði á opnunarhátíðinni þegar byggingin verður vígð. „Ég tek áskoruninni og mæti spenntur í trommutíma á nýju ári. “ segir Ármann Kr. Ólafsson. „Það verða sannarlega ánægjuleg tímamót þegar húsnæðið verður vígt.“

Framkvæmdir hófust í sumar við húsnæðið og er áætlað að húsið verði fullbyggt í desember 2019. Flotgólf ehf. sér um framkvæmdina.

Ármann fékk gjafabréf frá skólastjóra Skólahljómsveitarinnar um kennslu í trommuleik.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

thorunn-1
jt
WP_20140219_14_13_59_Pro__highres
IMG_4858
Arnþór Sigurðsson
Unnur Flóvenz formaður Rannveigar
1
575589_10151307461596705_475137640_n
Omar-Stefansson