Skólahljómsveit Kópavogs styrkir Barnaheill

Katla Maren Halldórsdóttir trompetleikari og Óskar Sigurbjörn Guðjónsson saxófónleikari gerðu sér ferð á skrifstofu Barnaheilla og afhentu Ernu Reynisdóttur framkvæmdastjóra styrkinn fyrir hönd Skólahljómsveitar Kópavogs.

Skólahljómsveit Kópavogs færði á dögunum samtökunum Barnaheill tæpar 80.000 króna til styrkar börnum frá Úkraínu. Forsagan er sú að Skólahljómsveitin var í 10 daga tónleikaferðalagi í júní s.l. með 70 hljóðfæraleikara á aldrinum 13-18 ára. Þau komu fram á tónleikum á nokkrum stöðum í Þýskalandi og skruppu einnig yfir til Sviss og héldu útitónleika í Basel. Þar komu tónleikahaldarar með þá hugmynd að tileinka tónleikana baráttu Úkraínu fyrir landi sínu og láta söfnunarbauk ganga meðal áhorfenda. Stjórnandi hljómsveitarinnar, Össur Geirsson, taldi tilvalið að láta upphæðina renna til góðs málefnis. „Samtökin Barnaheill hafa verið að aðstoða úkraínsk börn á ýmsan hátt. Því lá það beint við að upphæðin myndi renna til þeirra,” segir Össur.

Frá útitónleikum í Basel í Sviss.

Þó svo að Skólahljómsveit Kópavogs sé hugsuð fyrir nemendur á grunnskólastigi þá eru alltaf einhverjir hljóðfæraleikarar sem ílengjast í hljómsveitinni og halda áfram að spila með af eintómri gleði eftir að formlegri þátttöku lýkur. Hljómsveitin hefur haft það að markmiði að komast í tónleikaferð erlendis annað hvert ár og hefur henni alls staðar verið tekið af mikilli ánægju og hrósað fyrir frábæra spilamennsku og fyrirmyndarframkomu. Það er svo skemmtileg tilviljun að í ár voru bæði núverandi bæjarlistamaður Kópavogs, Guðjón “Gói” Karlsson og fyrrverandi bæjarlistamaður Kópavogs, Sunna Gunnlaugs, með í för.

Básúnusóló í Basel.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar