Skólahljómsveit Kópavogs styrkir Barnaheill

Katla Maren Halldórsdóttir trompetleikari og Óskar Sigurbjörn Guðjónsson saxófónleikari gerðu sér ferð á skrifstofu Barnaheilla og afhentu Ernu Reynisdóttur framkvæmdastjóra styrkinn fyrir hönd Skólahljómsveitar Kópavogs.

Skólahljómsveit Kópavogs færði á dögunum samtökunum Barnaheill tæpar 80.000 króna til styrkar börnum frá Úkraínu. Forsagan er sú að Skólahljómsveitin var í 10 daga tónleikaferðalagi í júní s.l. með 70 hljóðfæraleikara á aldrinum 13-18 ára. Þau komu fram á tónleikum á nokkrum stöðum í Þýskalandi og skruppu einnig yfir til Sviss og héldu útitónleika í Basel. Þar komu tónleikahaldarar með þá hugmynd að tileinka tónleikana baráttu Úkraínu fyrir landi sínu og láta söfnunarbauk ganga meðal áhorfenda. Stjórnandi hljómsveitarinnar, Össur Geirsson, taldi tilvalið að láta upphæðina renna til góðs málefnis. „Samtökin Barnaheill hafa verið að aðstoða úkraínsk börn á ýmsan hátt. Því lá það beint við að upphæðin myndi renna til þeirra,” segir Össur.

Frá útitónleikum í Basel í Sviss.

Þó svo að Skólahljómsveit Kópavogs sé hugsuð fyrir nemendur á grunnskólastigi þá eru alltaf einhverjir hljóðfæraleikarar sem ílengjast í hljómsveitinni og halda áfram að spila með af eintómri gleði eftir að formlegri þátttöku lýkur. Hljómsveitin hefur haft það að markmiði að komast í tónleikaferð erlendis annað hvert ár og hefur henni alls staðar verið tekið af mikilli ánægju og hrósað fyrir frábæra spilamennsku og fyrirmyndarframkomu. Það er svo skemmtileg tilviljun að í ár voru bæði núverandi bæjarlistamaður Kópavogs, Guðjón “Gói” Karlsson og fyrrverandi bæjarlistamaður Kópavogs, Sunna Gunnlaugs, með í för.

Básúnusóló í Basel.

Umræðan

Fleiri fréttir

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Vindur í eigu þjóðar

Á flokksráðsfundi okkar Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjanesbæ um liðna helgi var ítrekað mikilvægi þess að mörkuð verði stefna um nýtingu vinds til orkuöflunar á Íslandi. Við viljum

Gamlar fréttir úr sarpinum

KAI_Bikarmeistarar_2014_Telma_Kristjan
Fræðsluganga
Gísli Baldvinsson
Menningarhús Kópavogs
1474610_1431034787125618_409417451_n
Herra Hnetusmjör
Fjölsmiðjan
Vortónleikar 2021
Þór Jónsson