Skólahljómsveit Kópavogs styrkir Barnaheill

Katla Maren Halldórsdóttir trompetleikari og Óskar Sigurbjörn Guðjónsson saxófónleikari gerðu sér ferð á skrifstofu Barnaheilla og afhentu Ernu Reynisdóttur framkvæmdastjóra styrkinn fyrir hönd Skólahljómsveitar Kópavogs.

Skólahljómsveit Kópavogs færði á dögunum samtökunum Barnaheill tæpar 80.000 króna til styrkar börnum frá Úkraínu. Forsagan er sú að Skólahljómsveitin var í 10 daga tónleikaferðalagi í júní s.l. með 70 hljóðfæraleikara á aldrinum 13-18 ára. Þau komu fram á tónleikum á nokkrum stöðum í Þýskalandi og skruppu einnig yfir til Sviss og héldu útitónleika í Basel. Þar komu tónleikahaldarar með þá hugmynd að tileinka tónleikana baráttu Úkraínu fyrir landi sínu og láta söfnunarbauk ganga meðal áhorfenda. Stjórnandi hljómsveitarinnar, Össur Geirsson, taldi tilvalið að láta upphæðina renna til góðs málefnis. „Samtökin Barnaheill hafa verið að aðstoða úkraínsk börn á ýmsan hátt. Því lá það beint við að upphæðin myndi renna til þeirra,” segir Össur.

Frá útitónleikum í Basel í Sviss.

Þó svo að Skólahljómsveit Kópavogs sé hugsuð fyrir nemendur á grunnskólastigi þá eru alltaf einhverjir hljóðfæraleikarar sem ílengjast í hljómsveitinni og halda áfram að spila með af eintómri gleði eftir að formlegri þátttöku lýkur. Hljómsveitin hefur haft það að markmiði að komast í tónleikaferð erlendis annað hvert ár og hefur henni alls staðar verið tekið af mikilli ánægju og hrósað fyrir frábæra spilamennsku og fyrirmyndarframkomu. Það er svo skemmtileg tilviljun að í ár voru bæði núverandi bæjarlistamaður Kópavogs, Guðjón “Gói” Karlsson og fyrrverandi bæjarlistamaður Kópavogs, Sunna Gunnlaugs, með í för.

Básúnusóló í Basel.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar