Skólahljómsveit Kópavogs styrkir Barnaheill

Katla Maren Halldórsdóttir trompetleikari og Óskar Sigurbjörn Guðjónsson saxófónleikari gerðu sér ferð á skrifstofu Barnaheilla og afhentu Ernu Reynisdóttur framkvæmdastjóra styrkinn fyrir hönd Skólahljómsveitar Kópavogs.

Skólahljómsveit Kópavogs færði á dögunum samtökunum Barnaheill tæpar 80.000 króna til styrkar börnum frá Úkraínu. Forsagan er sú að Skólahljómsveitin var í 10 daga tónleikaferðalagi í júní s.l. með 70 hljóðfæraleikara á aldrinum 13-18 ára. Þau komu fram á tónleikum á nokkrum stöðum í Þýskalandi og skruppu einnig yfir til Sviss og héldu útitónleika í Basel. Þar komu tónleikahaldarar með þá hugmynd að tileinka tónleikana baráttu Úkraínu fyrir landi sínu og láta söfnunarbauk ganga meðal áhorfenda. Stjórnandi hljómsveitarinnar, Össur Geirsson, taldi tilvalið að láta upphæðina renna til góðs málefnis. „Samtökin Barnaheill hafa verið að aðstoða úkraínsk börn á ýmsan hátt. Því lá það beint við að upphæðin myndi renna til þeirra,” segir Össur.

Frá útitónleikum í Basel í Sviss.

Þó svo að Skólahljómsveit Kópavogs sé hugsuð fyrir nemendur á grunnskólastigi þá eru alltaf einhverjir hljóðfæraleikarar sem ílengjast í hljómsveitinni og halda áfram að spila með af eintómri gleði eftir að formlegri þátttöku lýkur. Hljómsveitin hefur haft það að markmiði að komast í tónleikaferð erlendis annað hvert ár og hefur henni alls staðar verið tekið af mikilli ánægju og hrósað fyrir frábæra spilamennsku og fyrirmyndarframkomu. Það er svo skemmtileg tilviljun að í ár voru bæði núverandi bæjarlistamaður Kópavogs, Guðjón “Gói” Karlsson og fyrrverandi bæjarlistamaður Kópavogs, Sunna Gunnlaugs, með í för.

Básúnusóló í Basel.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn