Skólahljómsveitin lék á jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar

Það var mikið um dýrðir og fallega tónlist í Eldborgarsal Hörpu um síðustu helgi þegar fernir jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands fóru þar fram. Kópavogur átti góða fulltrúa á tónleikunum því elsta sveit Skólahljómsveitar Kópavogs koma fram og lék með sinfóníuhljómsveitinni lagið „Aðfangadagskvöld“ eftir Gunnar Þórðarson. Reyndar gerðu þau meira en bara að spila lagið, því með búningum sínum og danshreyfingum gerðu þau mjög skemmtilegt atriði sem var sem konfekt bæði fyrir augu og eyru. Með atriðinu vildu þau koma þeim boðskap sínum á framfæri að þegar samvinna og samheldni, ást og virðing eru sett í fyrsta sæti næst mikill árangur, og þá skiptir ekki nokkru máli hvaðan þú ert eða hvernig þú lítur út. Óhætt er að segja að áhorfendur hafi tekið vel í flutning hljómsveitanna tveggja og skiluðu þeim dynjandi lófataki að launum.

Á undan tónleikunum sáu yngri sveitir SK um að skapa réttu jólastemminguna með því að leika falleg jólalög í Hörpuhorninu fyrir gesti og gangandi. Þeirra framlag var var sérlega vel heppnað og í raun ótrúlegt hvað þessir ungu tónlistarnemendur geta spilað fallega þegar þau leggja sig fram eins og var þessa helgi.

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem