Skólahljómsveitin lék á jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar

Það var mikið um dýrðir og fallega tónlist í Eldborgarsal Hörpu um síðustu helgi þegar fernir jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands fóru þar fram. Kópavogur átti góða fulltrúa á tónleikunum því elsta sveit Skólahljómsveitar Kópavogs koma fram og lék með sinfóníuhljómsveitinni lagið „Aðfangadagskvöld“ eftir Gunnar Þórðarson. Reyndar gerðu þau meira en bara að spila lagið, því með búningum sínum og danshreyfingum gerðu þau mjög skemmtilegt atriði sem var sem konfekt bæði fyrir augu og eyru. Með atriðinu vildu þau koma þeim boðskap sínum á framfæri að þegar samvinna og samheldni, ást og virðing eru sett í fyrsta sæti næst mikill árangur, og þá skiptir ekki nokkru máli hvaðan þú ert eða hvernig þú lítur út. Óhætt er að segja að áhorfendur hafi tekið vel í flutning hljómsveitanna tveggja og skiluðu þeim dynjandi lófataki að launum.

Á undan tónleikunum sáu yngri sveitir SK um að skapa réttu jólastemminguna með því að leika falleg jólalög í Hörpuhorninu fyrir gesti og gangandi. Þeirra framlag var var sérlega vel heppnað og í raun ótrúlegt hvað þessir ungu tónlistarnemendur geta spilað fallega þegar þau leggja sig fram eins og var þessa helgi.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér