Skóli 21. aldar.  Spjaldtölvur í grunnskóla Kópavogs

Margrét Friðriksdóttir,skólameistari MK, skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins i Kópavogi.
Margrét Friðriksdóttir,skólameistari MK, skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins i Kópavogi.

Tækninni fleygir áfram og við þurfum að hafa okkur öll við til að fylgjast með því sem nýjast er hverju sinni. Við erum að mennta unga fólkið okkar til framtíðar og þurfum að hafa það í huga að stór hluti nemenda  í grunnskólum nú, munu fara í störf sem ekki eru til í dag og ekki skilgreind. Við megum því engan tíma missa þegar kemur að skólaþróun á sviði upplýsingatækninnar.  Sjálfstæðismenn í Kópavogi gera sér grein fyrir þessari hröðu þróun og leggja áherslu á að grunnskólar Kópavogs verði í fremstu röð með að nýta upplýsingatækni í daglegu starfi nemenda og kennara. Spjaldtölvur (iPad) gegna hér lykilhlutverki og viljum við að allir nemendur á miðstigi og efstastigi fái spjaldtölvu til að þeir geti tekið aukið frumkvæði í námi sínu. Spjaldtölvur henta vel í skólastarfi vegna þess að þær eru einfaldar, aðgengilegar, færanlegar og bjóða upp á fjölbreytta notkunarmöguleika. Spjaldtölva er hljóðver, myndbandstökuvél, myndavél, hljóðfæri , upplýsingaveita, bókasafn, samskiptatæki, lesstuðningstæki og margt fleira.

Allmargar tilraunir hafa þegar verið gerðar í grunnskólum víða um land með notkun á spjaldtölvum í námi og er Salaskóli í Kópavogi einn þeirra skóla sem framkvæmdi slíka tilraun undir yfirskriftinni Rafrænn skóli – Nútímaskóli. Skólinn setti sér metnaðarfull markmið s.s. að auka upplýsingalæsi nemenda, bæta aðgengi að rafrænum verkfærum , skerpa á einstaklingsmiðuðu námi, þróa notkun í sérkennslu, einfalda myndvinnslu og upptökur, bæta miðlun upplýsinga, draga úr kostnaði og pappírsnotkun og svo mætti áfram telja.  Reynslan sýndi að spjaldtölvan er einfalt og þægilegt verkfæri sem hentar skólastarfi á grunnskólastigi vel. Kennarar töldu að betra væri að sinna einstaklingsmiðuðu námi, miðlun á efni varð einföld og skemmtileg, auðveldara varð að samþætta nám og kennslu við upplýsingatækni, aðgengi nemenda að kennaranum varð betra og minni tími fór í undirbúning kennslu svo nokkuð sé nefnt.

Við innleiðingu á svo umfangsmiklu verkefni er mikilvægt að móta sýn um upplýsingatækni í skólastarfi í samstarfi við skólasamfélagið og foreldra. Meta þarf hvort skólinn sé tilbúinn faglega og tæknilega í verkefnið og tryggja kennurum endurmenntun og svigrúm til þróunar.

Rannsóknir innlendar sem erlendar gefa til kynna aukna ánægju, áhuga og sjálfstæði nemenda í námi, meiri einstaklingsmiðun náms, aukna virkni nemenda og betri nýtingu í kennslustundum.  Þá finnst kennurum  að spjaldtölvunotkun ýti undir faglega þróun og ánægju þeirra í starfi. Þar sem spjaldtölvur hafa verið notaðar yfir lengri tíma erlendis hefur það skili  sér í betri námsárangri nemenda.

Sjálfstæðismenn í Kópavogi vilja leggja sitt af mörfum til að skólar bæjarins séu í fremstu röð þegar kemur að notkun á upplýsingatækni í skólastarfi með því að tryggja öllum nemendum frá 5.-10. bekk spjaldtölvu á næsta kjörtímabili. Við viljum að í Kópavogi séu reknrr skólar 21. aldar.

-Margrét Friðriksdóttir,skólameistari MK, skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins i Kópavogi.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn