• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Aðsent

Skóli og stefna

Skóli og stefna
ritstjorn
02/04/2017

Karen Elísabet Halldórsdóttir.

Margt hefur breyst á undaförnum árum í grunnskólastarfi. Árið 1995 -1996 tóku sveitafélögin við rekstri grunnskóla frá ríki.

Breytt hlutverk kennara í nútímasamfélagi

Það gefur að skilja að hlutverk kennara í dag er um margt ólíkt því sem var hér áður fyrr. Uppeldislegi þátturinn í skólastarfi er orðin mikið áberandi í orðræðu kennara og mætti ætla að tímaskortur foreldra sökum vinnu og annríkis sé þar áhrifaþáttur. Það er einnig fátt í menntun kennara sem bendir til þess að þeir séu sérstaklega undirbúnir né fái aukinn stuðning fyrir þann margbreytileika sem fylgir skóla án aðgreiningar. Stór hluti „kennslu“ fer í að fá þögn og vinnufrið í bekkinn og til að koma til móts við sérþarfir allra. Annar nýr vandi er að kennarar eru í raun ekki alltaf „kennarinn“ í stofunni! Ég man þá tíð að kennarinn hafði alltaf rétt fyrir sér og var engin ástæða til að véfengja það efni sem hann bar fyrir mig. Ég þurfti að geta reiknað í huganum og þuldi upp ljóð án nokkurar skýringa.

Í dag þá bara reiknar maður á síma og googlar ljóðið í spjaldtölvunni.  Á upplýsinga- og tækniöld er nemandinn nefnilega líka kennari sem notar netið til þess að afla sér þekkingar. Kennnarar eiga hættu á að vera leiðréttir af nemendum sínum á sekúndubroti ef svo ber undir.

Foreldravandi og agaleysi

Fjölskyldur sem flytja aftur til Íslands tala um agaleysi í skólastofum. Ég tel að þetta sé vegna úrræðaleysis gagnvart agavanda sem fylgir nemendum innan skólans. Því hvað er hægt að gera við nemanda sem lætur ófriðlega í tímum? Það má ekki vísa þeim út úr skólanum, það er ekki til úrræði sem heitir eftirseta og foreldrar líta á þetta sem vanda skólans en ekki sinn. Með öðrum orðum, það eru engar afleiðingar af slæmri hegðun í skóla. Ég lagði til við kennara dætra minna að gera þetta að foreldravanda, það er að láta foreldra mæta með þessum erfiðu einstaklingum í skólann og vera viðstödd kennsluna, krakkanum til óþæginda og minnkunar.

Ímyndarvandi og skilningur

Ég tel að það sé ákveðin ímyndarvandi í kennarastéttinni. Umræðan um starfið, launin, ábyrgðina og álagið verður oft mjög hávær í samfélaginu. Slíkt hefur mikinn fælingarmátt um leið og það nær ekki alltaf vel í gegn það sem er jákvætt við starfið. Það er gríðarlega mikið starfsöryggi í stéttinni og réttindi kennara fram í tímann og meðan á starfi stendur eru nokkuð góð.

Aðkoma ríkisins að verkefnum grunnskólanna

Það hefur vakið athygli mína sem bæjarfulltrúi, og er m.a.ábyrg fyrir rekstri skólanna innan sveitafélagsins, hversu lítils sveitafélögin í raun mega sín þegar kemur að ýmsum afdrífaríkum ákvörðunum innan skólakerfsins.  Ég er líka foreldri 10.bekkings og hef reynt að komast til að mynda að því af hverju A B C einkunna kerfið hefur verið innleitt að því virðist í algerri óþökk kennara, foreldra og nemenda. Samræmdu prófin eru nú öll rafræn en ensku- samræmda prófinu var blandað saman við íslensku- og stærfræðiprófið! Af hverju, veit það ekki! Skilaboðin til nemenda voru að þessi samræmdu próf skiptu ekki máli við umsókn í framhaldsskóla, en svo kom auðvitað annað í ljós. Nú hefur Viðskiptaráð Íslands  bent á að Námsgagnastofnun hefur stöðu ríkiseinokunar á námsefni til grunnskóla og stendur mögulega í vegi fyrir framþróun á sviði námsgagna. Það skyldi þó ekki vera að þetta skipti máli í hinni umdeildu Pisa könnun? Það er erfitt að segja til um það en auðvitað á að ríkja meira frelsi í vali í námsgagna. Spjaldtölvuvæðing gæti breytt einhverju í þeim efnum.

Að lokum þá er ljóst að ekki sér fyrir endann á breytingum á grunnskólastarfi. Að mínu viti ætti samstarf ríkis við sveitafélögin um slíkar ákvarðanir að vera mun meira, þar sem að kennararnir eru okkar starfsfólk helst til þess bærir ásamt nemendunum sjálfum að koma með uppbyggilegar athugasemdir um breytingar á grunnskólaumhverfinu.

Efnisorðaðsentefst á baugiskóliumræðan
Aðsent
02/04/2017
ritstjorn

Efnisorðaðsentefst á baugiskóliumræðan

Meira

  • Lesa meira
    Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi

    Það sér loksins fyrir endan á kófinu sem við höfum búið við undanfarið ár. Þó enn sé...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Samstaða, lærdómur og þakklæti

    Síðustu vikur hef ég orðið vör við kærkomna tilfinningu allt í kringum mig. Einhvers konar samblöndu af...

    ritstjorn 18/12/2020
  • Lesa meira
    Tækifærin eru í Kópavogi

    Í Kópavogi höfum við undanfarin ár lagt áherslu á þéttingu byggðar, enda landsvæði bæjarins að mestu byggð....

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbúar sætta sig ekki við það næstbesta

    Í mörg ár hefur Kópavogsbær lagt mikla áherslu á að framkvæmdum við Arnarnesveg verði lokið. Enda er...

    ritstjorn 03/12/2020
  • Lesa meira
    Geðrækt og betri nýting

    Okkur er annt um vellíðan íbúa okkar og leggjum við mikla áherslu á að efla geðheilbrigði. Það...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi

    Faraldurinn sem herjað hefur á heimsbyggðina mestan hluta ársins hefur haft mikil áhrif á atvinnulíf og afkomu...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Erfitt ár framundan í rekstri bæjarins

    Fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn Kópavogs en allir bæjarfulltrúar hafa unnið sameiginlega að...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Lesa meira
    Hamraborg 2.0

    Leiðari. Auðun Georg Ólafsson Hér í Kópavogsblaðinu var eitt sinn viðtal við listamenn sem vildu gjarnan sjá...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Hvernig líður þér?

    Samstarf Kópavogsbæjar og Landlæknisembættisins um lýðheilsu Kópavogsbúa hefur staðið undanfarin fimm ár með aðild bæjarins að Heilsueflandi...

    ritstjorn 03/11/2020
  • Lesa meira
    Heilsuefling eldri borgara í Kópavogi

    Í málefnasamningi meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks er sérstaklega tekið á lýðheilsu eldri borgara í Kópavogi. Sú áhersla...

    ritstjorn 25/10/2020
  • Lesa meira
    Að byrgja brunninn er lífsnauðsynlegt

    Það voru bæði slæmar og góðar fréttir sem bárust úr Kópavogi á alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn þann 10. október...

    ritstjorn 25/10/2020
  • Lesa meira
    Fagleg og gagnsæ vinnubrögð

    Fulltrúalýðræðið byggir á þeirri forsendu að hægt sé að treysta því að vel sé farið með völdin....

    ritstjorn 22/10/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi
    Fréttir26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Hamraborg 2.0
    Aðsent26/11/2020
  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.