• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Aðsent

Skóli og stefna

Skóli og stefna
ritstjorn
02/04/2017

Karen Elísabet Halldórsdóttir.

Margt hefur breyst á undaförnum árum í grunnskólastarfi. Árið 1995 -1996 tóku sveitafélögin við rekstri grunnskóla frá ríki.

Breytt hlutverk kennara í nútímasamfélagi

Það gefur að skilja að hlutverk kennara í dag er um margt ólíkt því sem var hér áður fyrr. Uppeldislegi þátturinn í skólastarfi er orðin mikið áberandi í orðræðu kennara og mætti ætla að tímaskortur foreldra sökum vinnu og annríkis sé þar áhrifaþáttur. Það er einnig fátt í menntun kennara sem bendir til þess að þeir séu sérstaklega undirbúnir né fái aukinn stuðning fyrir þann margbreytileika sem fylgir skóla án aðgreiningar. Stór hluti „kennslu“ fer í að fá þögn og vinnufrið í bekkinn og til að koma til móts við sérþarfir allra. Annar nýr vandi er að kennarar eru í raun ekki alltaf „kennarinn“ í stofunni! Ég man þá tíð að kennarinn hafði alltaf rétt fyrir sér og var engin ástæða til að véfengja það efni sem hann bar fyrir mig. Ég þurfti að geta reiknað í huganum og þuldi upp ljóð án nokkurar skýringa.

Í dag þá bara reiknar maður á síma og googlar ljóðið í spjaldtölvunni.  Á upplýsinga- og tækniöld er nemandinn nefnilega líka kennari sem notar netið til þess að afla sér þekkingar. Kennnarar eiga hættu á að vera leiðréttir af nemendum sínum á sekúndubroti ef svo ber undir.

Foreldravandi og agaleysi

Fjölskyldur sem flytja aftur til Íslands tala um agaleysi í skólastofum. Ég tel að þetta sé vegna úrræðaleysis gagnvart agavanda sem fylgir nemendum innan skólans. Því hvað er hægt að gera við nemanda sem lætur ófriðlega í tímum? Það má ekki vísa þeim út úr skólanum, það er ekki til úrræði sem heitir eftirseta og foreldrar líta á þetta sem vanda skólans en ekki sinn. Með öðrum orðum, það eru engar afleiðingar af slæmri hegðun í skóla. Ég lagði til við kennara dætra minna að gera þetta að foreldravanda, það er að láta foreldra mæta með þessum erfiðu einstaklingum í skólann og vera viðstödd kennsluna, krakkanum til óþæginda og minnkunar.

Ímyndarvandi og skilningur

Ég tel að það sé ákveðin ímyndarvandi í kennarastéttinni. Umræðan um starfið, launin, ábyrgðina og álagið verður oft mjög hávær í samfélaginu. Slíkt hefur mikinn fælingarmátt um leið og það nær ekki alltaf vel í gegn það sem er jákvætt við starfið. Það er gríðarlega mikið starfsöryggi í stéttinni og réttindi kennara fram í tímann og meðan á starfi stendur eru nokkuð góð.

Aðkoma ríkisins að verkefnum grunnskólanna

Það hefur vakið athygli mína sem bæjarfulltrúi, og er m.a.ábyrg fyrir rekstri skólanna innan sveitafélagsins, hversu lítils sveitafélögin í raun mega sín þegar kemur að ýmsum afdrífaríkum ákvörðunum innan skólakerfsins.  Ég er líka foreldri 10.bekkings og hef reynt að komast til að mynda að því af hverju A B C einkunna kerfið hefur verið innleitt að því virðist í algerri óþökk kennara, foreldra og nemenda. Samræmdu prófin eru nú öll rafræn en ensku- samræmda prófinu var blandað saman við íslensku- og stærfræðiprófið! Af hverju, veit það ekki! Skilaboðin til nemenda voru að þessi samræmdu próf skiptu ekki máli við umsókn í framhaldsskóla, en svo kom auðvitað annað í ljós. Nú hefur Viðskiptaráð Íslands  bent á að Námsgagnastofnun hefur stöðu ríkiseinokunar á námsefni til grunnskóla og stendur mögulega í vegi fyrir framþróun á sviði námsgagna. Það skyldi þó ekki vera að þetta skipti máli í hinni umdeildu Pisa könnun? Það er erfitt að segja til um það en auðvitað á að ríkja meira frelsi í vali í námsgagna. Spjaldtölvuvæðing gæti breytt einhverju í þeim efnum.

Að lokum þá er ljóst að ekki sér fyrir endann á breytingum á grunnskólastarfi. Að mínu viti ætti samstarf ríkis við sveitafélögin um slíkar ákvarðanir að vera mun meira, þar sem að kennararnir eru okkar starfsfólk helst til þess bærir ásamt nemendunum sjálfum að koma með uppbyggilegar athugasemdir um breytingar á grunnskólaumhverfinu.

Efnisorðaðsentefst á baugiskóliumræðan
Aðsent
02/04/2017
ritstjorn

Efnisorðaðsentefst á baugiskóliumræðan

Meira

  • Lesa meira
    Tökum þátt

    Um þessar mundir gefst þér kostur á aðkomu að tveimur málum í gegnum lýðræðis- og samráðsvettvang Kópavogs:...

    ritstjorn 21/09/2019
  • Lesa meira
    Skógræktarsvæði til kolefnisjöfnunar fyrir þig

    Sá ánægjulegi atburður átti sér stað í liðinni viku að bæjarráð Kópavogs samþykkti hugmynd mína um að...

    ritstjorn 20/09/2019
  • Lesa meira
    Loftslagsbreytingar eru helsta vá okkar tíma

    Loks innleiðir Kópavogur heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir í loftslagsmálum. Á nýlegum fundi bæjarráðs var ákveðið að...

    ritstjorn 08/06/2019
  • Lesa meira
    Móttaka nemenda með annað móðurmál en íslensku

    Það er okkur öllum ljóst að íslenskt samfélag og hefur gjörbreyst undanfarin ár. Hér eru margbreytileg þjóðarbrot...

    ritstjorn 07/04/2019
  • Lesa meira
    Að þiggja hjálp

    Predikun sr. Sunnu Dóru Möller, sóknarprests í Hjallakirkju þann 20. janúar hefur vakið mikla athygli. Við fengum...

    ritstjorn 26/01/2019
  • Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Mynd: Alþingisvefurinn.
    Lesa meira
    Umhverfisvænna og manneskjuvænna nýtt ár

    Um áramót lítum við flest um öxl og förum yfir hvað var gott á árinu og hvað...

    ritstjorn 12/01/2019
  • Lesa meira
    Helmingum flugeldana núna

    Síðustu áramót var sett óformlegt Evrópumet í svifryki í Dalsmáranum þegar styrkur svifryks (PM10) í andrúmslofti var...

    ritstjorn 31/12/2018
  • Lesa meira
    Ljós, líf og kærleikur

    Kirkja Wilhjálms keisara í Berlín í Þýskalandi var sprengd upp að stærstum hluta í seinni heimstyrjöldinni. Sá...

    ritstjorn 29/12/2018
  • Lesa meira
    Jólakveðja frá bæjarstjóra

    Kæru íbúar. Árið sem nú er senn á enda hefur verið gott ár í Kópavogi. Verkefni sveitarfélags eru...

    ritstjorn 29/12/2018
  • Lesa meira
    Lýðheilsa og íbúalýðræði í fjárhagsáætlun 2019

    Lýðheilsa er eins og jarðvegurinn undir fótum okkar og er undirstaða í velgengni okkar og líðan. Á...

    ritstjorn 29/12/2018
  • Lesa meira
    Vaktin fullmönnuð

    Í síðasta tölublaði Kópavogsblaðsins fullyrðir Margrét Júlía Rafnsdóttir fyrrverandi bæjarfulltrúi Vinstri grænna að enginn standi vaktina í...

    ritstjorn 29/12/2018
  • Lesa meira
    Píratar standa vaktina í umhverfismálum í Kópavogi

    -Svar við aðsendri grein Í síðasta tölublaði Kópavogsblaðsins birtist grein Margrétar Júlíu, fyrrverandi bæjarfulltrúa í Kópavogi. Yfirskriftin...

    ritstjorn 29/12/2018
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • 50 ár hjá BYKO
    Fréttir29/08/2019
  • Kópavogsbúi og Þingeyingur greina ljósmynir úr sögu Kópavogs
    Fréttir21/09/2019
  • Einstök innsýn í innra líf manneskju í geðrofi
    Menning21/08/2019
  • Vináttuganga í Kópavogi
    Fréttir14/11/2019
  • Holdris, Blóðmör og Ælupestó í Molanum
    Mannlíf05/12/2019
  • Slakað og skapað í Gerðarsafni
    Mannlíf29/11/2019
  • Hátíðarhöld í Kópavogi í tilefni 30 ára afmælis Barnasáttmála SÞ
    Á döfinni19/11/2019
  • Pláneta A: Börn ræða umhverfis- og loftslagsmál
    Fréttir16/11/2019

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Holdris, Blóðmör og Ælupestó í Molanum
    Mannlíf05/12/2019
  • Slakað og skapað í Gerðarsafni
    Mannlíf29/11/2019
  • Hátíðarhöld í Kópavogi í tilefni 30 ára afmælis Barnasáttmála SÞ
    Á döfinni19/11/2019
  • Pláneta A: Börn ræða umhverfis- og loftslagsmál
    Fréttir16/11/2019

Facebook

© 2019 Kópavogsblaðið slf.