Sköpuðu listaverk úr ruslinu

Vinnuskólinn í Kópavogi hélt nýverið upp á plokkdaginn með einstökum hætti. Nemendur og starfsmenn gengu um sín hverfi að plokka rusl. Þau söfnuðu saman rusli og endurvinnanlegum efnum og hreinsuðu til í sínu nánasta umhverfi.

Áherslan var lögð á að vekja nemendur til umhugsunar um samfélagslega ábyrgð og hagsmuni umhverfisins. Nemendur sáu um að flokka vel og vandlega það rusl sem þau plokkuðu til þess að hægt yrði að endurvinna ruslið sem best.

Í lok vinnudags sýndu nemendur árangurinn af plokkdeginum með því að skapa listaverk úr ruslinu. Þrír hópar unnu veglega vinninga fyrir mesta ruslið, frumlegasta listaverkið og flottasta listaverkið.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar