Sköpuðu listaverk úr ruslinu

Vinnuskólinn í Kópavogi hélt nýverið upp á plokkdaginn með einstökum hætti. Nemendur og starfsmenn gengu um sín hverfi að plokka rusl. Þau söfnuðu saman rusli og endurvinnanlegum efnum og hreinsuðu til í sínu nánasta umhverfi.

Áherslan var lögð á að vekja nemendur til umhugsunar um samfélagslega ábyrgð og hagsmuni umhverfisins. Nemendur sáu um að flokka vel og vandlega það rusl sem þau plokkuðu til þess að hægt yrði að endurvinna ruslið sem best.

Í lok vinnudags sýndu nemendur árangurinn af plokkdeginum með því að skapa listaverk úr ruslinu. Þrír hópar unnu veglega vinninga fyrir mesta ruslið, frumlegasta listaverkið og flottasta listaverkið.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Grindvíkingar í Kópavogsbúið

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur lykla að íbúðum í gamla Kópavogsbúinu við hátíðlega viðhöfn miðvikudaginn 10. júlí en íbúðirnar verða til afnota fyrir eldra fólk úr

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Ert þú í tengslum?

Aðsent Ert þú í tengslum? Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Félagsleg einangrun er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi og rannsóknir sýna að til mikils er að vinna

Pikka upp dósir í Kópavogi

Nú geta íbúar Kópavogs sem vilja styrkja iðkendur íþróttafélaga með dósapening skráð sig á Pikka.is og látið iðkendur koma eftir pöntun að sækja hjá sér dósirnar. Hér áður fyrr var það algengt

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð