Sköpuðu listaverk úr ruslinu

Vinnuskólinn í Kópavogi hélt nýverið upp á plokkdaginn með einstökum hætti. Nemendur og starfsmenn gengu um sín hverfi að plokka rusl. Þau söfnuðu saman rusli og endurvinnanlegum efnum og hreinsuðu til í sínu nánasta umhverfi.

Áherslan var lögð á að vekja nemendur til umhugsunar um samfélagslega ábyrgð og hagsmuni umhverfisins. Nemendur sáu um að flokka vel og vandlega það rusl sem þau plokkuðu til þess að hægt yrði að endurvinna ruslið sem best.

Í lok vinnudags sýndu nemendur árangurinn af plokkdeginum með því að skapa listaverk úr ruslinu. Þrír hópar unnu veglega vinninga fyrir mesta ruslið, frumlegasta listaverkið og flottasta listaverkið.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn