Sköpuðu listaverk úr ruslinu

Vinnuskólinn í Kópavogi hélt nýverið upp á plokkdaginn með einstökum hætti. Nemendur og starfsmenn gengu um sín hverfi að plokka rusl. Þau söfnuðu saman rusli og endurvinnanlegum efnum og hreinsuðu til í sínu nánasta umhverfi.

Áherslan var lögð á að vekja nemendur til umhugsunar um samfélagslega ábyrgð og hagsmuni umhverfisins. Nemendur sáu um að flokka vel og vandlega það rusl sem þau plokkuðu til þess að hægt yrði að endurvinna ruslið sem best.

Í lok vinnudags sýndu nemendur árangurinn af plokkdeginum með því að skapa listaverk úr ruslinu. Þrír hópar unnu veglega vinninga fyrir mesta ruslið, frumlegasta listaverkið og flottasta listaverkið.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,