Sköpunargleðin við völd

Sölusýningin Handverk og hönnun í Kópavogi var haldin í Safnaðarheimili Kópavogskirkju fyrir skömmu. Gróskan og fjölbreytin var mikil á því sem fyrir augu bar og gátu gestir kynnt sér listiðnað, hönnun og handverk frá tæplega tuttugu listamönnum sem annað hvort búa eða starfa í Kópavogi.

DSC_3518 DSC_3533 DSC_3537 (38) DSC_3554 (55) DSC_3565 (66) DSC_3568 DSC_3578 DSC_3602 (103)

„Á sýningunni var úrval af vönduðum íslenskum hönnunarvörum og það er greinilegt að höfuðborgarbúar hafa áhuga á því sem fólk er að skapa í höndunum.  Listamennirnir voru sjálfir á staðnum og í boði var fjölbreytt úrval af vönduðum íslenskum hönnunarvörum. Þetta er í annað sinn sem við stöndum fyrir sýningu sem þessari í tengslum við Aðventuhátíð Kópavogs og við ætlum að gera þetta að árlegum viðburði þannig að höfuðborgarbúar geta gengið að því vísu að geta fundið úrval af vandaðri íslenskri hönnunarvöru á einum stað,“ segir Áshildur Bragadóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs sem stóð fyrir og skipulagði viðburðinn.

Mikil eftirspurn er meðal hönnunar og handverkfólks í Kópavogi að taka þátt í sýningunni og komust færri að en vildu. „Í fyrra voru sýnendur örlítið fleiri en það var of þröngt á þingi í safnaðarheimilinu. Ég ákvað því að vera fækka sýnendum örlítið og velja inn þá sem tóku þátt og finnst mér hafa tekist vel til því fjölbreytnin var mikil. Við fengum um tvö þúsund gesti á sýninguna sem getur ekki annað en talist gott fyrir sýningu sem stendur í einn dag og erum ég og listamennirnir ótrúlega ánægð með viðtökurnar,“ segir Áshildur.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar

Deloitte flytur úr Turninum á Dalveg 30

Kynning Deloitte hefur flutt úr Turninum við Smáratorg, sem löngum hefur verið kenndur við fyrirtækið, í nýtt skrifstofuhúsnæði á Dalvegi 30.  Nýja húsnæðið er byggt samkvæmt umhverfisvottuðu byggingarstöðlunum BREEAM en

Marteinn Þór Pálmason, tannlæknir.

Tannsetrið tannlæknastofa fagnar eins árs afmæli

Kynning Bókaðu tíma í gegnum símaappið Noona eða á netinu Tannsetrið tannlæknastofa, sem staðsett er við Hlíðasmára 17 í Kópavogi, sinnir öllum almennum tannlækningum og tekur við sjúklingum á öllum aldri. Marteinn Þór