Sköpunargleðin við völd

Sölusýningin Handverk og hönnun í Kópavogi var haldin í Safnaðarheimili Kópavogskirkju fyrir skömmu. Gróskan og fjölbreytin var mikil á því sem fyrir augu bar og gátu gestir kynnt sér listiðnað, hönnun og handverk frá tæplega tuttugu listamönnum sem annað hvort búa eða starfa í Kópavogi.

DSC_3518 DSC_3533 DSC_3537 (38) DSC_3554 (55) DSC_3565 (66) DSC_3568 DSC_3578 DSC_3602 (103)

„Á sýningunni var úrval af vönduðum íslenskum hönnunarvörum og það er greinilegt að höfuðborgarbúar hafa áhuga á því sem fólk er að skapa í höndunum.  Listamennirnir voru sjálfir á staðnum og í boði var fjölbreytt úrval af vönduðum íslenskum hönnunarvörum. Þetta er í annað sinn sem við stöndum fyrir sýningu sem þessari í tengslum við Aðventuhátíð Kópavogs og við ætlum að gera þetta að árlegum viðburði þannig að höfuðborgarbúar geta gengið að því vísu að geta fundið úrval af vandaðri íslenskri hönnunarvöru á einum stað,“ segir Áshildur Bragadóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs sem stóð fyrir og skipulagði viðburðinn.

Mikil eftirspurn er meðal hönnunar og handverkfólks í Kópavogi að taka þátt í sýningunni og komust færri að en vildu. „Í fyrra voru sýnendur örlítið fleiri en það var of þröngt á þingi í safnaðarheimilinu. Ég ákvað því að vera fækka sýnendum örlítið og velja inn þá sem tóku þátt og finnst mér hafa tekist vel til því fjölbreytnin var mikil. Við fengum um tvö þúsund gesti á sýninguna sem getur ekki annað en talist gott fyrir sýningu sem stendur í einn dag og erum ég og listamennirnir ótrúlega ánægð með viðtökurnar,“ segir Áshildur.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

2014-04-04-10.09.54-299×347
Kórinn
Hafsport3
WP_20141024_10_48_43_Pro
Picture-1-2
Jóhannes Birgir Jensson
Rauði krossinn
gymheilsa.is-11-660×240
2013-02-16_-_Wien_-_Demo_Gleiche_Rechte_für_alle_(Refugee-Solidaritätsdemo)_-_Refugees_are_human_beings