Skref í átt að lausn húsnæðisvandans í Kópavogi

Pétur Hrafn Sigurðsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar

Húsnæðisvandinn á höfuðborgarsvæðinu er verulegur. Biðlistar eftir félagslegu húsnæði, biðlistar eftir húsnæði fyrir námsmenn, skortur á almennu leiguhúsnæði og leiguverð í hæstu hæðum. Erfitt er  fyrir fyrstu kaupendur að komast inn á markaðinn. Nauðsynlegt er að grípa til sértækra aðgerða til að bregðast við ástandinu. Bæjarstjórn Kópavogs hefur kjörið tækifæri til að leggja sitt af mörkum til að bæta úr þeim vanda sem ríkir í húsnæðismálunum.

Síðasta fjölbýlishúsalóðin

Til stendur að áhaldahús Kópavogsbæjar flytji af lóðinni Álalind 18 – 20. Möguleiki er að byggja 43 íbúða fjölbýlishús á lóðinni. Um er að ræða síðustu fjölbýlishúsalóðina í eigu Kópavogsbæjar í nánustu framtíð. Það er því mikilvægt að vanda vel til verka þegar ákvörðun er tekin um hvernig Kópavogsbær ráðstafar lóðinni. Ég er þeirrar skoðunar að Kópavogsbær eigi ekki að selja lóðina á almennum markaði heldur láta byggja fjölbýlishús sem verði að hluta til í eigu bæjarins undir íbúðir fyrir fjölskyldur sem eru í húsnæðisvanda, eldri borgara og að hluti íbúðanna verði ætlaður námsmönnum og sem fyrstukaupaíbúðir fyrir ungt fólk. Einnig mætti hugsa sér að semja við Byggingafélagið Bjarg sem er í eigu ASÍ og BSRB og hefur það að markmiði að byggja ódýrar íbúðir fyrir tekjulágar fjölskyldur. Staðsetning lóðarinnar er frábær. Stutt í alla þjónustu, skóla, leikskóla, verslanir og síðast en ekki síst góðar almenningssamgöngur.

Enginn vilji

Þessari tillögu var hafnað af meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar. Enginn áhugi er á að bregðast við húsnæðisvanda Kópavogsbúa. Meirihlutinn samþykkti að selja lóðina hæstbjóðanda og vísaði í húsnæðisskýrslu Kópavogs sem unnin var í samvinnu allra flokka og samþykkt með öllum greiddum atkvæðum í bæjarstjórn. Það hefur hinscvegar gengið hægt að vinna eftir húsnæðisskýrslunni og enn hægar að uppfylla þarfir Kópavogsbúa í húsnæðismálum. Hér gafst afar gott tækifæri til að gera skurk í húsnæðismálum. Enginn vilji er til að nýta það tækifæri hjá bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar.

Ég greiddi atkvæði gegn því að selja byggingarréttinn til hæstbjóðanda.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér