Skref í átt að lausn húsnæðisvandans í Kópavogi

Pétur Hrafn Sigurðsson, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Pétur Hrafn Sigurðsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar

Húsnæðisvandinn á höfuðborgarsvæðinu er verulegur. Biðlistar eftir félagslegu húsnæði, biðlistar eftir húsnæði fyrir námsmenn, skortur á almennu leiguhúsnæði og leiguverð í hæstu hæðum. Erfitt er  fyrir fyrstu kaupendur að komast inn á markaðinn. Nauðsynlegt er að grípa til sértækra aðgerða til að bregðast við ástandinu. Bæjarstjórn Kópavogs hefur kjörið tækifæri til að leggja sitt af mörkum til að bæta úr þeim vanda sem ríkir í húsnæðismálunum.

Síðasta fjölbýlishúsalóðin

Til stendur að áhaldahús Kópavogsbæjar flytji af lóðinni Álalind 18 – 20. Möguleiki er að byggja 43 íbúða fjölbýlishús á lóðinni. Um er að ræða síðustu fjölbýlishúsalóðina í eigu Kópavogsbæjar í nánustu framtíð. Það er því mikilvægt að vanda vel til verka þegar ákvörðun er tekin um hvernig Kópavogsbær ráðstafar lóðinni. Ég er þeirrar skoðunar að Kópavogsbær eigi ekki að selja lóðina á almennum markaði heldur láta byggja fjölbýlishús sem verði að hluta til í eigu bæjarins undir íbúðir fyrir fjölskyldur sem eru í húsnæðisvanda, eldri borgara og að hluti íbúðanna verði ætlaður námsmönnum og sem fyrstukaupaíbúðir fyrir ungt fólk. Einnig mætti hugsa sér að semja við Byggingafélagið Bjarg sem er í eigu ASÍ og BSRB og hefur það að markmiði að byggja ódýrar íbúðir fyrir tekjulágar fjölskyldur. Staðsetning lóðarinnar er frábær. Stutt í alla þjónustu, skóla, leikskóla, verslanir og síðast en ekki síst góðar almenningssamgöngur.

Enginn vilji

Þessari tillögu var hafnað af meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar. Enginn áhugi er á að bregðast við húsnæðisvanda Kópavogsbúa. Meirihlutinn samþykkti að selja lóðina hæstbjóðanda og vísaði í húsnæðisskýrslu Kópavogs sem unnin var í samvinnu allra flokka og samþykkt með öllum greiddum atkvæðum í bæjarstjórn. Það hefur hinscvegar gengið hægt að vinna eftir húsnæðisskýrslunni og enn hægar að uppfylla þarfir Kópavogsbúa í húsnæðismálum. Hér gafst afar gott tækifæri til að gera skurk í húsnæðismálum. Enginn vilji er til að nýta það tækifæri hjá bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar.

Ég greiddi atkvæði gegn því að selja byggingarréttinn til hæstbjóðanda.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar