Skuldahlutfall Kópavogs niður fyrir 140%

KópavogurFjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2017 var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Kópavogs í gær. Þá var einnig lögð fram langtímaáætlun fyrir tímabilið 2018-2020. 

Fjárhagsáætlun bæjarins er unnin í samvinnu allra flokkanna í bæjarstjórn.

Samkvæmt áætluninni mun skuldahlutfall bæjarins lækka umstalsvert og hraðar en aðlögunaráætlun gerði ráð fyrir. Það verður komið niður í um 140% í árslok 2017 og því komið vel undir hið lögboðna 150% hlutfall, að því er segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ.

„A-hluti bæjarsjóðs verður rekinn með 136 milljóna rekstrarafgangi á næsta ári að því er fram kemur í fjárhagsáætlunni. Þá verður samstæða Kópavogsbæjar rekin með 259 milljón króna rekstrarafgangi á næsta ári. Við gerð fjárhagsáætlunar er leitast við eftir fremsta megni að minnka álögur á barnafjölskyldur í sveitarfélaginu. Því hækka leikskólagjöld aðeins um 2% en ekki 4% eins og aðrir tekjuliðir í áætlun. Þá er lagt til að fasteignaskattur lækki fimmta árið í röð, verði 0,255% í stað 0,260% áður og að holræsagjald lækki úr 0,169% í 0,14%. Gert er ráð fyrir að laun og launatengd gjöld verði 55,2% á næsta ári af rekstrartekjum bæjarins. Hlutfallið er tæplega 51% árið 2016 og er hækkunin tilkomin vegna launahækkana og hækkunar launatengdra gjalda undanfarin misseri.“

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Hjálmar Hjálmarsson
Rannveigx
Hvatningarverdlaun
kosnvaa
Sigurbjorg-1
3vef
Screen Shot 2015-03-15 at 10.51.51
Gudfinnur
Kópavogur