Skuldahlutfall Kópavogs niður fyrir 140%

KópavogurFjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2017 var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Kópavogs í gær. Þá var einnig lögð fram langtímaáætlun fyrir tímabilið 2018-2020. 

Fjárhagsáætlun bæjarins er unnin í samvinnu allra flokkanna í bæjarstjórn.

Samkvæmt áætluninni mun skuldahlutfall bæjarins lækka umstalsvert og hraðar en aðlögunaráætlun gerði ráð fyrir. Það verður komið niður í um 140% í árslok 2017 og því komið vel undir hið lögboðna 150% hlutfall, að því er segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ.

„A-hluti bæjarsjóðs verður rekinn með 136 milljóna rekstrarafgangi á næsta ári að því er fram kemur í fjárhagsáætlunni. Þá verður samstæða Kópavogsbæjar rekin með 259 milljón króna rekstrarafgangi á næsta ári. Við gerð fjárhagsáætlunar er leitast við eftir fremsta megni að minnka álögur á barnafjölskyldur í sveitarfélaginu. Því hækka leikskólagjöld aðeins um 2% en ekki 4% eins og aðrir tekjuliðir í áætlun. Þá er lagt til að fasteignaskattur lækki fimmta árið í röð, verði 0,255% í stað 0,260% áður og að holræsagjald lækki úr 0,169% í 0,14%. Gert er ráð fyrir að laun og launatengd gjöld verði 55,2% á næsta ári af rekstrartekjum bæjarins. Hlutfallið er tæplega 51% árið 2016 og er hækkunin tilkomin vegna launahækkana og hækkunar launatengdra gjalda undanfarin misseri.“

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem