Skuldahlutfall Kópavogs niður fyrir 140%

KópavogurFjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2017 var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Kópavogs í gær. Þá var einnig lögð fram langtímaáætlun fyrir tímabilið 2018-2020. 

Fjárhagsáætlun bæjarins er unnin í samvinnu allra flokkanna í bæjarstjórn.

Samkvæmt áætluninni mun skuldahlutfall bæjarins lækka umstalsvert og hraðar en aðlögunaráætlun gerði ráð fyrir. Það verður komið niður í um 140% í árslok 2017 og því komið vel undir hið lögboðna 150% hlutfall, að því er segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ.

„A-hluti bæjarsjóðs verður rekinn með 136 milljóna rekstrarafgangi á næsta ári að því er fram kemur í fjárhagsáætlunni. Þá verður samstæða Kópavogsbæjar rekin með 259 milljón króna rekstrarafgangi á næsta ári. Við gerð fjárhagsáætlunar er leitast við eftir fremsta megni að minnka álögur á barnafjölskyldur í sveitarfélaginu. Því hækka leikskólagjöld aðeins um 2% en ekki 4% eins og aðrir tekjuliðir í áætlun. Þá er lagt til að fasteignaskattur lækki fimmta árið í röð, verði 0,255% í stað 0,260% áður og að holræsagjald lækki úr 0,169% í 0,14%. Gert er ráð fyrir að laun og launatengd gjöld verði 55,2% á næsta ári af rekstrartekjum bæjarins. Hlutfallið er tæplega 51% árið 2016 og er hækkunin tilkomin vegna launahækkana og hækkunar launatengdra gjalda undanfarin misseri.“

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér