Gerðarsafn býður upp á ókeypis SKÚLPTÚR námskeið fyrir 8-12 ára krakka næstkomandi sunnudag 15. nóvember milli kl. 13-15.
Linn Björklund myndlistarmaður leiðir námskeið þar sem við mótum mannslíkamann í leir. Á námskeiðinu lítum við inn á listaverkageymslur safnsins og könnum falda fjársjóði um leið og ræddar verða hugmyndir um höggmyndalistina. Við munum skoða mannamyndir Gerðar Helgadóttur og vinna skúlptúra úr sjálfharðnandi leir út frá höfuð- og brjóstmyndum hennar. Smiðjunni lýkur á sýningu á verkunum í Stúdíó Gerður á neðri hæð safnsins kl. 15:00.
Námskeiðið er sniðið að krökkum á aldrinum 8-12 ára. Þátttaka í námskeiðinu er ókeypis og fer skráning fram á netfangið gerdarsafn@kopavogur.is
Við hvetjum áhugasama til að skrá sig fyrr en síðar þar sem færri komust að á síðasta námskeið en vildu.