Skúlptúr námskeið fyrir 8-12 ára krakka í Gerðarsafni

Gerðarsafn býður upp á ókeypis SKÚLPTÚR námskeið fyrir 8-12 ára krakka næstkomandi sunnudag 15. nóvember milli kl. 13-15.

Linn Björklund myndlistarmaður leiðir námskeið þar sem við mótum mannslíkamann í leir. Á námskeiðinu lítum við inn á listaverkageymslur safnsins og könnum falda fjársjóði um leið og ræddar verða hugmyndir um höggmyndalistina. Við munum skoða mannamyndir Gerðar Helgadóttur og vinna skúlptúra úr sjálfharðnandi leir út frá höfuð- og brjóstmyndum hennar. Smiðjunni lýkur á sýningu á verkunum í Stúdíó Gerður á neðri hæð safnsins kl. 15:00.

Námskeiðið er sniðið að krökkum á aldrinum 8-12 ára. Þátttaka í námskeiðinu er ókeypis og fer skráning fram á netfangið gerdarsafn@kopavogur.is
Við hvetjum áhugasama til að skrá sig fyrr en síðar þar sem færri komust að á síðasta námskeið en vildu.

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að