Skýr valkostur í Kópavogi

Hákon Helgi Leifsson, 2. sæti Pírata í Kópavogi.
Hákon Helgi Leifsson, 2. sæti Pírata í Kópavogi.

Kæru Kópavogsbúar.

Senn líður að kosningum og við Píratar erum tilbúnir að bjóða íbúum Kópavogs skýran valkost þann 26.maí.

Píratar í Kópavogi lýsa yfir vilja til samstarfs við alla sem vilja virkja þá miklu krafta sem aukin áhersla á íbúalýðræði leysir úr læðingi, þar sem aukið gagnsæi er í fyrirrúmi og framtíðarsýn þar sem kjörnir fulltrúar og stjórnsýslan öll, hefur hið mannlega að leiðarljósi: Auðmýkt, samkennd, virðingu og ábyrgð.

Komandi kosningar eru þær fimmtu sem Píratar taka þátt í á jafn mörgum árum. Á þessum tíma höfum við vaxið frá því að vera lítill hópur hugsjónarfólks, yfir í stjórnmálafl með hugrekki og þor að feta nýjar slóðir í landslag stjórnmálanna.

Fyrirmynd okkar frambjóðenda Pírata í Kópavogi er þingflokkurinn sem hefur ítrekað sannað mikilvægi sitt og dugnað við að upplýsa og afhjúpa það sem áður var hulið leynd. Þingflokkur Pírata er aðhalds- og umbreytingaafl í landsmálum og þannig munum við starfa í sveitastjórn.

Sérstaða Pírata og þroski fellst í nálgun okkar til stjórnmálanna og þá sérstaklega þeim gildum sem Píratar settu sér í byrjun. Algengur misskilningur er að Píratar byggja á spánnýum gildum og nálgun sem aldrei hefur verið prófuð áður. Áherslur okkar á lýðræði, gagnsæi, friðhelgi, jafnrétti og frelsi eru aldargömul gildi sem aftur og aftur hafa sýnt sig að virki. Hinir rótgrónu og gömlu flokkar hafi að okkar mati frekar villst af leið og fjarlægst þessar undirstöður.

Pírötum í Kópavogi þykir gott að stjórnmálaflokkar sveitarfélagsins hafi fylgst með stefnum okkar og innleitt opið bókhald ásamt íbúalýðræði hér í Kópavogi. Það segir okkur jafnframt að stjórnmálamenningin í Kópavogi sé bæði heilbrigð og móttækileg fyrir hugmyndafræði okkar Pírata, gildum og nálgun.

Við erum stoltir Kópavogsbúar og með ykkar stuðningi viljum við gera Kópavog opnari og lýðræðislegri, öllum til góðs.

Gerum góðan bæ betri.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Margrét Bjarnadóttir
okkarkopavogur_mynd
Bæjarstjórar Kópavogs
Gísli Baldvinsson
kraftajotnar
Justin_Timberlake_Cannes_2013
Vinir1
Umhverfisvidurkenning2015_2
hundalestur