Slakað og skapað í Gerðarsafni

Slakað og skapað er vikulegur dagskrárliður sem slegið hefur í gegn á Gerðarsafni í nóvember. Hönnuðurinn og jógakennarinn Thelma Björk Jónsdóttir kennir áhugasömum um tengslin milli handverks og hugleiðslu. Hún segir sögur, miðlar af eigin reynslu og kennir teygju- og öndunaræfingar á milli þess sem hún hvetur fólk til dáða í handverkinu. Hún mætir með allt efni á staðinn og fá gestir að ráða því hvort þeir vinni í sameignlegan dúk eða sjálfstætt. Viðburðurinn hefur verið haldinn á hverjum þriðjudegi í nóvember.

Thelma Björk Jónsdóttir kennir áhugasömum um tengslin milli handverks og hugleiðslu.

„Það eru ótrúlegar umræður sem skapast í Slakað og skapað. Konurnar hafa kynnst hratt og tel ég að handavinnan og öndurnaræfingar hafi þar mikið um að segja. Við ræðum allt milli himins og jarðar, ýmsa sjónvarpsþætti en líka myndlistina sem er í kringum okkur því við erum með vinnuaðstöðu í miðri sýningu á neðri hæð Gerðarsafns. Sumir þekkjast en flestir hafa kynnst í gegnum viðburðinn og við höfum uppgötvað allskonar tengingar okkar á milli,“ segir Thelma Björk um reynslu sína á Gerðarsafni.

Thelma er menntuð sem hönnuður en einnig í listkennslu- og jógafræðum en hún hefur sérhæft sig í að vinna með börnum og eldri borgurum.  Hún hefur mikla reynslu af kennslu og hefur meðal annars unnið í samstarfi við Reykjavíkurborg að viðburðinum Slakað í borg. Hún kynntist handverkinu fyrst í gegnum ömmu sína og uppgötvaði samhengið á milli handverks og hugleiðslu í gegnum samtöl við hana.

„Þessi viðburður hefur slegið í gegn og við erum að leita leiða til að halda áfram með hann, nú þegar styrkurinn klárast í nóvember. Við viljum að fræðslustarf Gerðarsafns nái að teygja anga sína í alla króka og kima samfélagsins og ljóst var að þörf var á þessum viðburðum. Þarna mætast kynslóðir og það er dýrmætt,“segir Jóna Hlíf Halldórsdóttir, nýráðinn safnstjóri Gerðarsafns.

Slakað og skapað hefur slegið í gegn.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Bókasafn Kópavogs
Screenshot-2022-03-10-at-09.28.42
untitled (82 of 103)
Audbrekka2
Mynd: Kópavogsblaðið
Gullmolinn – Vinningshafar og dómnefnd
Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir
Hopmynd
Guðmundur Ingi Kristinsson skipar 1. sæti fyrir Flokk fólksins í Suðvesturkjördæmi.