Slakað og skapað í Gerðarsafni

Slakað og skapað er vikulegur dagskrárliður sem slegið hefur í gegn á Gerðarsafni í nóvember. Hönnuðurinn og jógakennarinn Thelma Björk Jónsdóttir kennir áhugasömum um tengslin milli handverks og hugleiðslu. Hún segir sögur, miðlar af eigin reynslu og kennir teygju- og öndunaræfingar á milli þess sem hún hvetur fólk til dáða í handverkinu. Hún mætir með allt efni á staðinn og fá gestir að ráða því hvort þeir vinni í sameignlegan dúk eða sjálfstætt. Viðburðurinn hefur verið haldinn á hverjum þriðjudegi í nóvember.

Thelma Björk Jónsdóttir kennir áhugasömum um tengslin milli handverks og hugleiðslu.

„Það eru ótrúlegar umræður sem skapast í Slakað og skapað. Konurnar hafa kynnst hratt og tel ég að handavinnan og öndurnaræfingar hafi þar mikið um að segja. Við ræðum allt milli himins og jarðar, ýmsa sjónvarpsþætti en líka myndlistina sem er í kringum okkur því við erum með vinnuaðstöðu í miðri sýningu á neðri hæð Gerðarsafns. Sumir þekkjast en flestir hafa kynnst í gegnum viðburðinn og við höfum uppgötvað allskonar tengingar okkar á milli,“ segir Thelma Björk um reynslu sína á Gerðarsafni.

Thelma er menntuð sem hönnuður en einnig í listkennslu- og jógafræðum en hún hefur sérhæft sig í að vinna með börnum og eldri borgurum.  Hún hefur mikla reynslu af kennslu og hefur meðal annars unnið í samstarfi við Reykjavíkurborg að viðburðinum Slakað í borg. Hún kynntist handverkinu fyrst í gegnum ömmu sína og uppgötvaði samhengið á milli handverks og hugleiðslu í gegnum samtöl við hana.

„Þessi viðburður hefur slegið í gegn og við erum að leita leiða til að halda áfram með hann, nú þegar styrkurinn klárast í nóvember. Við viljum að fræðslustarf Gerðarsafns nái að teygja anga sína í alla króka og kima samfélagsins og ljóst var að þörf var á þessum viðburðum. Þarna mætast kynslóðir og það er dýrmætt,“segir Jóna Hlíf Halldórsdóttir, nýráðinn safnstjóri Gerðarsafns.

Slakað og skapað hefur slegið í gegn.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn