Slysahætta við Sæbólsbraut

Hjólamenn bruna á miklum hraða yfir umferðarljósin við Kársnesbraut og niður Sæbólsbraut. Best væri að gera lítinn hjólastíg fyrir þá neðst í botninum og tengja hann við hjóla- og göngustíginn við Fossvoginn til að forða slysahættu, að mati íbúa. (Mynd af hjólagarpi náðist á vefmyndavél ja.is).
Hjólamenn bruna á miklum hraða yfir umferðarljósin við Kársnesbraut og niður Sæbólsbraut. Best væri að gera lítinn hjólastíg fyrir þá neðst í botninum og tengja hann við hjóla- og göngustíginn við Fossvoginn til að forða slysahættu, að mati íbúa. (Mynd af hjólagarpi náðist á vefmyndavél ja.is).
Hjólamenn bruna á miklum hraða yfir umferðarljósin við Kársnesbraut og niður Sæbólsbraut. Best væri að gera lítinn hjólastíg neðst í botninum og tengja hann við hjóla- og göngustíginn við Fossvoginn til að forða slysahættu, að mati íbúa. (Mynd af hjólagarpi úr vefmyndavél ja.is).

Tímaspursmál er þangað til að stórslys verði við Sæbólsbraut, að mati íbúa í hverfinu. Gatan er vinsæl leið hjólreiðamanna sem fara yfir Kópavogshálsinn til Reykjavíkur. Þeir renna sér yfir gatnamótin við Kársnesbraut og niður Sæbólsbrautina á miklum hraða. 

Ökumenn sjá oft ekki hjólareiðamenn sem bruna niður Sæbólsbrautina. Oft skapast slysahætta við þetta horn.
Ökumenn sjá oft ekki hjólareiðamenn sem bruna niður Sæbólsbrautina. Oft skapast slysahætta við þetta horn.

„Það bráðvantar örstuttan hjólastíg hérna sem myndi breyta miklu,“ segir Björn Thoroddsen, gítarleikari og íbúi við Sæbólsbraut. „Ég var næstum því búinn að keyra niður einn hjólreiðarmann á dögunum og oft hefur legið við stórslysi því flestir eru að flýta sér á morgnanna,“ segir Björn og bendir á stað þar sem hjólastígurinn gæti komið og tengst þá við göngu- og hjólastíg sem liggur meðfram Kársnesinu.

Hér væri kjörið að gera stuttan hjólastíg til að minnka slysahættu hjólreiðamanna og auðvelda samgöngur.
Hér væri kjörið að gera stuttan hjólastíg, meðfram göngustígnum, til að minnka slysahættu hjólreiðamanna og auðvelda samgöngur.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,