Slysahætta við Sæbólsbraut

Hjólamenn bruna á miklum hraða yfir umferðarljósin við Kársnesbraut og niður Sæbólsbraut. Best væri að gera lítinn hjólastíg fyrir þá neðst í botninum og tengja hann við hjóla- og göngustíginn við Fossvoginn til að forða slysahættu, að mati íbúa. (Mynd af hjólagarpi náðist á vefmyndavél ja.is).
Hjólamenn bruna á miklum hraða yfir umferðarljósin við Kársnesbraut og niður Sæbólsbraut. Best væri að gera lítinn hjólastíg neðst í botninum og tengja hann við hjóla- og göngustíginn við Fossvoginn til að forða slysahættu, að mati íbúa. (Mynd af hjólagarpi úr vefmyndavél ja.is).

Tímaspursmál er þangað til að stórslys verði við Sæbólsbraut, að mati íbúa í hverfinu. Gatan er vinsæl leið hjólreiðamanna sem fara yfir Kópavogshálsinn til Reykjavíkur. Þeir renna sér yfir gatnamótin við Kársnesbraut og niður Sæbólsbrautina á miklum hraða. 

Ökumenn sjá oft ekki hjólareiðamenn sem bruna niður Sæbólsbrautina. Oft skapast slysahætta við þetta horn.
Ökumenn sjá oft ekki hjólareiðamenn sem bruna niður Sæbólsbrautina. Oft skapast slysahætta við þetta horn.

„Það bráðvantar örstuttan hjólastíg hérna sem myndi breyta miklu,“ segir Björn Thoroddsen, gítarleikari og íbúi við Sæbólsbraut. „Ég var næstum því búinn að keyra niður einn hjólreiðarmann á dögunum og oft hefur legið við stórslysi því flestir eru að flýta sér á morgnanna,“ segir Björn og bendir á stað þar sem hjólastígurinn gæti komið og tengst þá við göngu- og hjólastíg sem liggur meðfram Kársnesinu.

Hér væri kjörið að gera stuttan hjólastíg til að minnka slysahættu hjólreiðamanna og auðvelda samgöngur.
Hér væri kjörið að gera stuttan hjólastíg, meðfram göngustígnum, til að minnka slysahættu hjólreiðamanna og auðvelda samgöngur.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn