Slysahætta við Sæbólsbraut

Hjólamenn bruna á miklum hraða yfir umferðarljósin við Kársnesbraut og niður Sæbólsbraut. Best væri að gera lítinn hjólastíg fyrir þá neðst í botninum og tengja hann við hjóla- og göngustíginn við Fossvoginn til að forða slysahættu, að mati íbúa. (Mynd af hjólagarpi náðist á vefmyndavél ja.is).
Hjólamenn bruna á miklum hraða yfir umferðarljósin við Kársnesbraut og niður Sæbólsbraut. Best væri að gera lítinn hjólastíg fyrir þá neðst í botninum og tengja hann við hjóla- og göngustíginn við Fossvoginn til að forða slysahættu, að mati íbúa. (Mynd af hjólagarpi náðist á vefmyndavél ja.is).
Hjólamenn bruna á miklum hraða yfir umferðarljósin við Kársnesbraut og niður Sæbólsbraut. Best væri að gera lítinn hjólastíg neðst í botninum og tengja hann við hjóla- og göngustíginn við Fossvoginn til að forða slysahættu, að mati íbúa. (Mynd af hjólagarpi úr vefmyndavél ja.is).

Tímaspursmál er þangað til að stórslys verði við Sæbólsbraut, að mati íbúa í hverfinu. Gatan er vinsæl leið hjólreiðamanna sem fara yfir Kópavogshálsinn til Reykjavíkur. Þeir renna sér yfir gatnamótin við Kársnesbraut og niður Sæbólsbrautina á miklum hraða. 

Ökumenn sjá oft ekki hjólareiðamenn sem bruna niður Sæbólsbrautina. Oft skapast slysahætta við þetta horn.
Ökumenn sjá oft ekki hjólareiðamenn sem bruna niður Sæbólsbrautina. Oft skapast slysahætta við þetta horn.

„Það bráðvantar örstuttan hjólastíg hérna sem myndi breyta miklu,“ segir Björn Thoroddsen, gítarleikari og íbúi við Sæbólsbraut. „Ég var næstum því búinn að keyra niður einn hjólreiðarmann á dögunum og oft hefur legið við stórslysi því flestir eru að flýta sér á morgnanna,“ segir Björn og bendir á stað þar sem hjólastígurinn gæti komið og tengst þá við göngu- og hjólastíg sem liggur meðfram Kársnesinu.

Hér væri kjörið að gera stuttan hjólastíg til að minnka slysahættu hjólreiðamanna og auðvelda samgöngur.
Hér væri kjörið að gera stuttan hjólastíg, meðfram göngustígnum, til að minnka slysahættu hjólreiðamanna og auðvelda samgöngur.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar