Smygl, ólöglegir innflytjendur og sundurlimuð lík. Er það hjálplegt þegar ungt par vill ættleiða barn?

Leikfélag Kópavogs

Aukasýningar á Tom, Dick og Harry.

Hjónin Tom og Linda eiga von á konu frá ættleiðingarstofunni að spjalla við þau og taka út heimilið. Bræður Tom, þeir Dick og Harry vilja ósköp vel en tekst þó að setja allt í uppnám. Aukasýningar verða á tryllingsfarsanum Tom, Dick og Harry eftir feðgana Ray og Michael Cooney nú í janúar hjá Leikfélagi Kópavogs. Sýningar eru 16. 18. 20 og 22. janúar.

Ray Cooney hefur verið ókrýndur konungur farsans um áraraðir og leikrit hans þekkja allir. Með vífið í lúkunum, Úti að aka, Beint í æð og Nei, ráðherra, svo einhver séu nefnd, hafa verið sett upp um allan heim á undanförnum áratugum.
Sonur hans Michael Cooney hefur getið sér orð sem handritshöfundur í Hollywood. Hann hefur einnig spreytt sig á leikritaskrifum og er skemmst að minnast farsans Bót og betrun sem Leikfélag Kópavogs setti upp árið 2010.
Í Tom, Dick og Harry taka þeir feðgar höndum saman og útkoman er farsi af allra bestu gerð.

Níu leikarar taka þátt í sýningunni sem leikstýrt er af Herði Sigurðarsyni. María Björt Ármannsdóttir sér um leikmynd, búninga og leikmuni og Skúli Rúnar Hilmarsson lýsir.

Sýnt er í Leikhúsinu að Funalind 2. Nánari upplýsingar um sýninguna er að finna hér og hér er hægt að kaupa miða.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar