Smygl, ólöglegir innflytjendur og sundurlimuð lík. Er það hjálplegt þegar ungt par vill ættleiða barn?

Leikfélag Kópavogs

Aukasýningar á Tom, Dick og Harry.

Hjónin Tom og Linda eiga von á konu frá ættleiðingarstofunni að spjalla við þau og taka út heimilið. Bræður Tom, þeir Dick og Harry vilja ósköp vel en tekst þó að setja allt í uppnám. Aukasýningar verða á tryllingsfarsanum Tom, Dick og Harry eftir feðgana Ray og Michael Cooney nú í janúar hjá Leikfélagi Kópavogs. Sýningar eru 16. 18. 20 og 22. janúar.

Ray Cooney hefur verið ókrýndur konungur farsans um áraraðir og leikrit hans þekkja allir. Með vífið í lúkunum, Úti að aka, Beint í æð og Nei, ráðherra, svo einhver séu nefnd, hafa verið sett upp um allan heim á undanförnum áratugum.
Sonur hans Michael Cooney hefur getið sér orð sem handritshöfundur í Hollywood. Hann hefur einnig spreytt sig á leikritaskrifum og er skemmst að minnast farsans Bót og betrun sem Leikfélag Kópavogs setti upp árið 2010.
Í Tom, Dick og Harry taka þeir feðgar höndum saman og útkoman er farsi af allra bestu gerð.

Níu leikarar taka þátt í sýningunni sem leikstýrt er af Herði Sigurðarsyni. María Björt Ármannsdóttir sér um leikmynd, búninga og leikmuni og Skúli Rúnar Hilmarsson lýsir.

Sýnt er í Leikhúsinu að Funalind 2. Nánari upplýsingar um sýninguna er að finna hér og hér er hægt að kaupa miða.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

IMG_9182
svifryk
Plokkað í Kópavogi
Kopavogur
Hjördís Ýr Johnson
Sjalfstaedisfelagid
Kópavogur
blafjoll1
Ágústa Mithila Guðmundsdóttir