Soffía Karlsdóttir ráðin forstöðumaður menningarmála

Soffiía Karlsdóttir.

Soffía Karlsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður menningarmála í Kópavogi úr hópi 54 umsækjenda.

Soffía hefur starfað undanfarin fimm ár sem sviðsstjóri menningar- og samskiptasviðs hjá Seltjarnarnesbæ og hefur í starfi sínu þar borið ábyrgð á menningar- og samskiptamálum bæjarfélagsins auk þess að gegna starfi forstöðumanns Bókasafns Seltjarnarness.

Soffía starfaði áður um margra ára skeið hjá Listasafni Reykjavíkur sem markaðs- og kynningarstjóri. Hún á að baki starfsferil sem ritstjóri, blaðamaður og dagskrárgerðarmaður og hefur um árabil verið stundakennari í Háskóla Íslands og á Bifröst. Þá hefur Soffía setið í stjórnum og nefndum og gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir hönd Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar.

Soffía er með meistarapróf í menningar- og menntastjórnun frá Háskólanum Bifröst, diplómagráðu í rekstrar- og viðskiptafræði og lokapróf frá tónlistarskóla.

Kópavogsbær rekur fimm söfn og menningarhús sem heyra undir forstöðumann menningarmála, Salinn, Gerðarsafn, Bókasafn Kópavogs, Náttúrufræðistofu Kópavogs og Héraðsskjalasafn Kópavogs.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar

Deloitte flytur úr Turninum á Dalveg 30

Kynning Deloitte hefur flutt úr Turninum við Smáratorg, sem löngum hefur verið kenndur við fyrirtækið, í nýtt skrifstofuhúsnæði á Dalvegi 30.  Nýja húsnæðið er byggt samkvæmt umhverfisvottuðu byggingarstöðlunum BREEAM en

Marteinn Þór Pálmason, tannlæknir.

Tannsetrið tannlæknastofa fagnar eins árs afmæli

Kynning Bókaðu tíma í gegnum símaappið Noona eða á netinu Tannsetrið tannlæknastofa, sem staðsett er við Hlíðasmára 17 í Kópavogi, sinnir öllum almennum tannlækningum og tekur við sjúklingum á öllum aldri. Marteinn Þór