Soffía Karlsdóttir ráðin forstöðumaður menningarmála

Soffi?a Karlsdo?ttir.
Soffiía Karlsdóttir.

Soffía Karlsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður menningarmála í Kópavogi úr hópi 54 umsækjenda.

Soffía hefur starfað undanfarin fimm ár sem sviðsstjóri menningar- og samskiptasviðs hjá Seltjarnarnesbæ og hefur í starfi sínu þar borið ábyrgð á menningar- og samskiptamálum bæjarfélagsins auk þess að gegna starfi forstöðumanns Bókasafns Seltjarnarness.

Soffía starfaði áður um margra ára skeið hjá Listasafni Reykjavíkur sem markaðs- og kynningarstjóri. Hún á að baki starfsferil sem ritstjóri, blaðamaður og dagskrárgerðarmaður og hefur um árabil verið stundakennari í Háskóla Íslands og á Bifröst. Þá hefur Soffía setið í stjórnum og nefndum og gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir hönd Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar.

Soffía er með meistarapróf í menningar- og menntastjórnun frá Háskólanum Bifröst, diplómagráðu í rekstrar- og viðskiptafræði og lokapróf frá tónlistarskóla.

Kópavogsbær rekur fimm söfn og menningarhús sem heyra undir forstöðumann menningarmála, Salinn, Gerðarsafn, Bókasafn Kópavogs, Náttúrufræðistofu Kópavogs og Héraðsskjalasafn Kópavogs.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar