Soffía Karlsdóttir ráðin forstöðumaður menningarmála

Soffi?a Karlsdo?ttir.
Soffiía Karlsdóttir.

Soffía Karlsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður menningarmála í Kópavogi úr hópi 54 umsækjenda.

Soffía hefur starfað undanfarin fimm ár sem sviðsstjóri menningar- og samskiptasviðs hjá Seltjarnarnesbæ og hefur í starfi sínu þar borið ábyrgð á menningar- og samskiptamálum bæjarfélagsins auk þess að gegna starfi forstöðumanns Bókasafns Seltjarnarness.

Soffía starfaði áður um margra ára skeið hjá Listasafni Reykjavíkur sem markaðs- og kynningarstjóri. Hún á að baki starfsferil sem ritstjóri, blaðamaður og dagskrárgerðarmaður og hefur um árabil verið stundakennari í Háskóla Íslands og á Bifröst. Þá hefur Soffía setið í stjórnum og nefndum og gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir hönd Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar.

Soffía er með meistarapróf í menningar- og menntastjórnun frá Háskólanum Bifröst, diplómagráðu í rekstrar- og viðskiptafræði og lokapróf frá tónlistarskóla.

Kópavogsbær rekur fimm söfn og menningarhús sem heyra undir forstöðumann menningarmála, Salinn, Gerðarsafn, Bókasafn Kópavogs, Náttúrufræðistofu Kópavogs og Héraðsskjalasafn Kópavogs.

Umræðan

Fleiri fréttir

Ársreikningur staðfestur

Bæjarstjórn Kópavogs staðfesti ársreikning ársins 2024 á fundi sínum 13.maí að lokinni síðari umræðu um ársreikninginn. Ársreikningurinn var lagður fram í bæjarráði Kópavogs fimmtudaginn 10.apríl og vísað til fyrri umræðu í