Soffía Karlsdóttir ráðin forstöðumaður menningarmála

Soffiía Karlsdóttir.

Soffía Karlsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður menningarmála í Kópavogi úr hópi 54 umsækjenda.

Soffía hefur starfað undanfarin fimm ár sem sviðsstjóri menningar- og samskiptasviðs hjá Seltjarnarnesbæ og hefur í starfi sínu þar borið ábyrgð á menningar- og samskiptamálum bæjarfélagsins auk þess að gegna starfi forstöðumanns Bókasafns Seltjarnarness.

Soffía starfaði áður um margra ára skeið hjá Listasafni Reykjavíkur sem markaðs- og kynningarstjóri. Hún á að baki starfsferil sem ritstjóri, blaðamaður og dagskrárgerðarmaður og hefur um árabil verið stundakennari í Háskóla Íslands og á Bifröst. Þá hefur Soffía setið í stjórnum og nefndum og gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir hönd Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar.

Soffía er með meistarapróf í menningar- og menntastjórnun frá Háskólanum Bifröst, diplómagráðu í rekstrar- og viðskiptafræði og lokapróf frá tónlistarskóla.

Kópavogsbær rekur fimm söfn og menningarhús sem heyra undir forstöðumann menningarmála, Salinn, Gerðarsafn, Bókasafn Kópavogs, Náttúrufræðistofu Kópavogs og Héraðsskjalasafn Kópavogs.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

mynd
Ása Berglind Böðvarsdóttir Menntaskólinn í Kópavogi
Jóhannes Birgir Jensson
1
Þór Jónsson
Karen Elísabet Halldórsdóttir.
Kópavogur
4
Menningarhús Kópavogs