Soffía Karlsdóttir ráðin forstöðumaður menningarmála

Soffiía Karlsdóttir.

Soffía Karlsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður menningarmála í Kópavogi úr hópi 54 umsækjenda.

Soffía hefur starfað undanfarin fimm ár sem sviðsstjóri menningar- og samskiptasviðs hjá Seltjarnarnesbæ og hefur í starfi sínu þar borið ábyrgð á menningar- og samskiptamálum bæjarfélagsins auk þess að gegna starfi forstöðumanns Bókasafns Seltjarnarness.

Soffía starfaði áður um margra ára skeið hjá Listasafni Reykjavíkur sem markaðs- og kynningarstjóri. Hún á að baki starfsferil sem ritstjóri, blaðamaður og dagskrárgerðarmaður og hefur um árabil verið stundakennari í Háskóla Íslands og á Bifröst. Þá hefur Soffía setið í stjórnum og nefndum og gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir hönd Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar.

Soffía er með meistarapróf í menningar- og menntastjórnun frá Háskólanum Bifröst, diplómagráðu í rekstrar- og viðskiptafræði og lokapróf frá tónlistarskóla.

Kópavogsbær rekur fimm söfn og menningarhús sem heyra undir forstöðumann menningarmála, Salinn, Gerðarsafn, Bókasafn Kópavogs, Náttúrufræðistofu Kópavogs og Héraðsskjalasafn Kópavogs.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn