Guðrún Jónsdóttir frá Stígamótum tók nýverið við 100.000 króna styrk frá femínistanefnd Menntaskólans í Kópavogi. Á jafnréttisdögum MK í mars sl. seldi nefndin pizzur og heimabakaðar kökur í góðgerðarskyni. Ákveðið var að afhenda Stígamótum söfnunarféð í ár til styrktar átakinu Sjúk ást sem snýr einmitt að fræðslu ungmenna á menntaskólaaldri um heilbrigð samskipti í samböndum.
Allur réttur áskilinn. Kópavogsblaðið slf. 2024.