Söfnun fyrir mænuskaddaða stúlku.

Guðrún Nanna Egilsdóttir
Guðrún Nanna Egilsdóttir

SuperSub á Nýbýlaveginum er nú með til sölu bókamerki sem seld eru til stuðnings Guðrúnar Nönnu Egilsdóttur sem haldin er sjúkdómnum Spinal Muscular Atrophy (SMA).  Sjúkdómurinn orsakast af genagalla, sem veldur dauða taugaenda við mænu og eru einkenni hans vaxandi máttleysi.  Engin meðferð er til við sjúkdómnum í dag, en vonir eru bundnar við að stofnfrumumeðferð muni innan skamms tíma leiða til meðferðarmöguleika sem stöðvi framgang sjúkdómsins og leiði jafnframt til styrktaraukningar.  Til að safna fyrir framtíðarmeðferðinni hafa Guðrún Nanna, móðir hennar og móðuramma, frá árinu 2009 selt ýmsar smávörur, svo sem bókamerki.  Þessi bókamerki eru nú seld meðal annars hjá SuperSub á Nýbýlaveginum og kosta aðeins 1.250kr.

Styrktarsjóð Guðrúnar Nönnu, Skref fyrir skref, má finna hér.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér