Söfnun fyrir mænuskaddaða stúlku.


Guðrún Nanna Egilsdóttir

Guðrún Nanna Egilsdóttir

SuperSub á Nýbýlaveginum er nú með til sölu bókamerki sem seld eru til stuðnings Guðrúnar Nönnu Egilsdóttur sem haldin er sjúkdómnum Spinal Muscular Atrophy (SMA).  Sjúkdómurinn orsakast af genagalla, sem veldur dauða taugaenda við mænu og eru einkenni hans vaxandi máttleysi.  Engin meðferð er til við sjúkdómnum í dag, en vonir eru bundnar við að stofnfrumumeðferð muni innan skamms tíma leiða til meðferðarmöguleika sem stöðvi framgang sjúkdómsins og leiði jafnframt til styrktaraukningar.  Til að safna fyrir framtíðarmeðferðinni hafa Guðrún Nanna, móðir hennar og móðuramma, frá árinu 2009 selt ýmsar smávörur, svo sem bókamerki.  Þessi bókamerki eru nú seld meðal annars hjá SuperSub á Nýbýlaveginum og kosta aðeins 1.250kr.

Styrktarsjóð Guðrúnar Nönnu, Skref fyrir skref, má finna hér.