Söfnun til að gera við Kópavogskirkju

Kópavogskirkja stendur á Borgarholti og blasir við mörgum, sem leggja leið sína um bæinn. Kirkjan var lengi vel eina kirkjan í Kópavogi og liggja rætur margra til hennar enda tákn Kópavogs og í merki bæjarins. Kirkjan var vígð árið 1962 og þarf á verulegri viðgerð að halda meðal annars á steypu, þaki og gluggum. Einnig þarf að mála kirkjuna að utan og innan.
Steindir gluggar Gerðar Helgadóttur, sem eru einstök listaverk liggja undir skemmdum. Vegna erfiðar fjárhagsstöðu hefur Kársnessókn ekki bolmagn til að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir. Unnið hefur verið að áætlun um þann kostnað, sem hlýst af því að ljúka verkinu og eru það um 12 milljónir króna.

Kópavogskirkja leitar til sóknarbarna og velunnara um aðstoð.

Á fundi Bæjarráðs Kópavogs 15. maí síðastliðinn var samþykkt að styrkja Kársnessókn við framkvæmdina.

Söfnunarreikningur vegna verksins er: 0536-26-630000, kennitala:691272-0529

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér