Söfnun vegna útfarar Arons Hlyns

Aðalheiður Erla Davíðsdóttir eða Heiða, eins og margir kalla hana, ólst upp í Kópavogi til 19 ára aldurs og flutti þá yfir til Reykjavíkur en snéri aftur fyrir rúmu ári þegar hún og Aron Hlynur Aðalheiðarson, sonur hennar, fluttu í Glósali 7. Þegar Heiða var á 13 ári lenti hún í alvarlegu umferðarslysi. Ekið var á hana þar sem hún var á hjóli við Bústaðabrúnna. Þá bjó hún í vesturbæ Kópavogs og var á leiðinni heim úr sjúkraþjálfun. Slysið olli alvarlegum blæðingum í heila og var henni vart hugað líf. Næstu árin fóru í endurhæfingu og þjálfun þar sem hún varð að læra allar daglegar athafnir upp á nýtt. Hún glímir við afleiðingar slyssins í sínu daglega lífi, enn þann dag í dag.

Aðalheiður Erla Davíðsdóttir ásamt syni sínum, Aroni Hlyn Aðalheiðarsyni, sem lést aðeins fjögurra ára að aldri.
Aðalheiður Erla Davíðsdóttir ásamt syni sínum, Aroni Hlyn Aðalheiðarsyni, sem lést aðeins fjögurra ára að aldri.

Fyrir fjórum árum eignaðist hún einkason sinn og gullmola, Aron Hlyn. Strax á hans fyrsta ári kom í ljós að hann var með rýran heila og flogaveikur. Reyndist hann vera með Lennox-Gastaut heilkenni sem er mjög sjaldgæfur sjúkdómur sem byrjar snemma á barnsaldri. Hann lýsir sér með mjög illvígum krömpum sem koma ört og svara illa eða ekki hefðbundnum flogaveikilyfjum. Aron Hlynur fékk hvíldarinnlögn öðru hverju í Rjóðrinu í Kópavogi og var í leikskólanum Dal í Funalind síðastlið ár. Hann lést af völdum skyndilegrar heilablæðingar þann fjórða júlí síðastliðinn.

Heiða hefur hlúð einstaklega vel að drengnum sínum og sinnt af einstakri ást og alúð. Núna er aleiga hennar farin. Hún er 32 ára gömul og er sjálf öryrki eftir slysið sem hún varð fyrir á unga aldri. Hún hefur verið heimavinnandi síðustu ár vegna veikinda Arons Hlyns og er þar af leiðandi ekki í stéttafélagi. Margt smátt gerir eitt stórt og þeir sem vilja leggja þessari ungu konu lið við útfararkostnað og annað tilfallandi geta lagt inn á reikning sem er í hennar nafni:

Kennitala: 261083-3969
Banki: 537-14-407296

Aron Hlynur Aðalheiðarsson.
Aron Hlynur Aðalheiðarsson.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn