Söfnun vegna útfarar Arons Hlyns

Aðalheiður Erla Davíðsdóttir eða Heiða, eins og margir kalla hana, ólst upp í Kópavogi til 19 ára aldurs og flutti þá yfir til Reykjavíkur en snéri aftur fyrir rúmu ári þegar hún og Aron Hlynur Aðalheiðarson, sonur hennar, fluttu í Glósali 7. Þegar Heiða var á 13 ári lenti hún í alvarlegu umferðarslysi. Ekið var á hana þar sem hún var á hjóli við Bústaðabrúnna. Þá bjó hún í vesturbæ Kópavogs og var á leiðinni heim úr sjúkraþjálfun. Slysið olli alvarlegum blæðingum í heila og var henni vart hugað líf. Næstu árin fóru í endurhæfingu og þjálfun þar sem hún varð að læra allar daglegar athafnir upp á nýtt. Hún glímir við afleiðingar slyssins í sínu daglega lífi, enn þann dag í dag.

Aðalheiður Erla Davíðsdóttir ásamt syni sínum, Aroni Hlyn Aðalheiðarsyni, sem lést aðeins fjögurra ára að aldri.
Aðalheiður Erla Davíðsdóttir ásamt syni sínum, Aroni Hlyn Aðalheiðarsyni, sem lést aðeins fjögurra ára að aldri.

Fyrir fjórum árum eignaðist hún einkason sinn og gullmola, Aron Hlyn. Strax á hans fyrsta ári kom í ljós að hann var með rýran heila og flogaveikur. Reyndist hann vera með Lennox-Gastaut heilkenni sem er mjög sjaldgæfur sjúkdómur sem byrjar snemma á barnsaldri. Hann lýsir sér með mjög illvígum krömpum sem koma ört og svara illa eða ekki hefðbundnum flogaveikilyfjum. Aron Hlynur fékk hvíldarinnlögn öðru hverju í Rjóðrinu í Kópavogi og var í leikskólanum Dal í Funalind síðastlið ár. Hann lést af völdum skyndilegrar heilablæðingar þann fjórða júlí síðastliðinn.

Heiða hefur hlúð einstaklega vel að drengnum sínum og sinnt af einstakri ást og alúð. Núna er aleiga hennar farin. Hún er 32 ára gömul og er sjálf öryrki eftir slysið sem hún varð fyrir á unga aldri. Hún hefur verið heimavinnandi síðustu ár vegna veikinda Arons Hlyns og er þar af leiðandi ekki í stéttafélagi. Margt smátt gerir eitt stórt og þeir sem vilja leggja þessari ungu konu lið við útfararkostnað og annað tilfallandi geta lagt inn á reikning sem er í hennar nafni:

Kennitala: 261083-3969
Banki: 537-14-407296

Aron Hlynur Aðalheiðarsson.
Aron Hlynur Aðalheiðarsson.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar

Deloitte flytur úr Turninum á Dalveg 30

Kynning Deloitte hefur flutt úr Turninum við Smáratorg, sem löngum hefur verið kenndur við fyrirtækið, í nýtt skrifstofuhúsnæði á Dalvegi 30.  Nýja húsnæðið er byggt samkvæmt umhverfisvottuðu byggingarstöðlunum BREEAM en

Marteinn Þór Pálmason, tannlæknir.

Tannsetrið tannlæknastofa fagnar eins árs afmæli

Kynning Bókaðu tíma í gegnum símaappið Noona eða á netinu Tannsetrið tannlæknastofa, sem staðsett er við Hlíðasmára 17 í Kópavogi, sinnir öllum almennum tannlækningum og tekur við sjúklingum á öllum aldri. Marteinn Þór