Sögufélag Kópavogs stóð í gær fyrir göngutúr um valdar götur í vesturbæ Kópavogs. Talnaglöggir þátttakendur töldu að hátt í 150 manns hafi tekið þátt í viðburðinum sem er framlag Sögufélagsins til Kópavogsdaga sem standa yfir frá 8. til 11. maí. Marteinn Sigurgeirsson var með myndavélina með sér að vanda.
Auðvelt er að gerast félagi í Sögufélaginu á www.vogur.is en þar er flipi sem heitir „nýskráning.“ Félagar fá sendan tölvupóst með viðburðum sem eru á döfinni en auk þess er Sögufélagið með virka síðu á Facebook þar sem nálgast má ýmsan fróðleik um sögu Kópavogs.
Myndir Marteinn Sigurgeirsson.