Saga Kópavogs er um margt áhugaverð og göngur Sögufélagsins og umhverfis- og samgöngunefndar njóta sívaxandi vinsælda. Um síðustu helgi var gengið frá gamla Kópavogsbænum, yfir Kópavogstún út að Þingstaðnum og Kópavogsleirunni. Að því loknu var farið inn í Kópavogshælið þar sem myndasýning var í boði. Sagnaþulir og leiðsögumenn voru Guðlaugur R. Guðmundsson sagnfræðingur, Gunnar Marel Hinriksson sagnfræðingur, Magnús Óskarsson sem ólst upp á Kópavogsbænum, Finnur Ingimarsson Náttúrufræðistofu Kópavogs og Pétur H. Ármannsson arkitekt. Gangan var haldin í samvinnu við Nátttúrufræðistofu Kópavogs, Héraðsskjalasafn Kópavogs og Minjastofnun. Myndirnar tók Marteinn Sigurgeirsson.

Magnús Óskarsson ólst upp á Kópavogsbænum og sagði skemmtilegar sögur frá æskuárum sínum.

Guðlaugur R. Guðmundsson og Gunnar Marel Hinriksson, sagnfræðingar, voru með í för.

Gunnar Svavarsson, Sverrir Óskarsson, Friðrik Baldursson og Gunnar Marel Hinriksson.

Helgi Pétursson úr Ríóinu lét sig að sjálfsögðu ekki vanta.

Finnur Ingimarsson, forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs.
Facebook
Instagram
YouTube
RSS