Söguganga um fornar slóðir bæjarins (myndir)

Saga Kópavogs er um margt áhugaverð og göngur Sögufélagsins og umhverfis- og samgöngunefndar njóta sívaxandi vinsælda. Um síðustu helgi var gengið frá gamla Kópavogsbænum, yfir Kópavogstún út að Þingstaðnum og Kópavogsleirunni. Að því loknu var farið inn í Kópavogshælið þar sem myndasýning var í boði. Sagnaþulir og leiðsögumenn voru Guðlaugur R. Guðmundsson sagnfræðingur, Gunnar Marel Hinriksson sagnfræðingur, Magnús Óskarsson sem ólst upp á Kópavogsbænum, Finnur Ingimarsson Náttúrufræðistofu Kópavogs og Pétur H. Ármannsson arkitekt. Gangan var  haldin í samvinnu við Nátttúrufræðistofu Kópavogs,  Héraðsskjalasafn Kópavogs og Minjastofnun. Myndirnar tók Marteinn Sigurgeirsson.

Magnús Óskarsson
Magnús Óskarsson ólst upp á Kópavogsbænum og sagði skemmtilegar sögur frá æskuárum sínum.
Guðlaugur R. Guðmundsson og Gunnar Marel Hinriksson, sagnfræðingar, voru með í för.
Guðlaugur R. Guðmundsson og Gunnar Marel Hinriksson, sagnfræðingar, voru með í för.
Gunnar Svavarsson, Sverrir Óskarsson, Friðrik Baldursson og Gunnar Marel Hinriksson.
Gunnar Svavarsson, Sverrir Óskarsson, Friðrik Baldursson og Gunnar Marel Hinriksson.
Helgi Pétursson
Helgi Pétursson úr Ríóinu lét sig að sjálfsögðu ekki vanta.
Finnur Ingimarsson, forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs.
Finnur Ingimarsson, forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs.

img_3778 img_3770 img_3760 img_3742 img_3737 img_3728 img_3726 img_3725 img_3723 img_3704 img_3702 img_3696 img_3693 img_3681 img_3679 img_3678 img_3676 img_3661 img_3660

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

2013-09-05-1749
fannborg
ormadagar32014-1
Pétur Hrafn Sigurðsson
Skólahljómsveit Kópavogs
Forvarnarsjóður 2015
Gata ársins 2024 í Kópavogi, Gnitaheiði.
Helga Hauksdóttir
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Theodóra S. Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs og María Maríusdóttir hugmyndasmiður verksins vígðu áningastaðinn í dag.