Söguganga um fornar slóðir bæjarins (myndir)

Saga Kópavogs er um margt áhugaverð og göngur Sögufélagsins og umhverfis- og samgöngunefndar njóta sívaxandi vinsælda. Um síðustu helgi var gengið frá gamla Kópavogsbænum, yfir Kópavogstún út að Þingstaðnum og Kópavogsleirunni. Að því loknu var farið inn í Kópavogshælið þar sem myndasýning var í boði. Sagnaþulir og leiðsögumenn voru Guðlaugur R. Guðmundsson sagnfræðingur, Gunnar Marel Hinriksson sagnfræðingur, Magnús Óskarsson sem ólst upp á Kópavogsbænum, Finnur Ingimarsson Náttúrufræðistofu Kópavogs og Pétur H. Ármannsson arkitekt. Gangan var  haldin í samvinnu við Nátttúrufræðistofu Kópavogs,  Héraðsskjalasafn Kópavogs og Minjastofnun. Myndirnar tók Marteinn Sigurgeirsson.

Magnús Óskarsson
Magnús Óskarsson ólst upp á Kópavogsbænum og sagði skemmtilegar sögur frá æskuárum sínum.
Guðlaugur R. Guðmundsson og Gunnar Marel Hinriksson, sagnfræðingar, voru með í för.
Guðlaugur R. Guðmundsson og Gunnar Marel Hinriksson, sagnfræðingar, voru með í för.
Gunnar Svavarsson, Sverrir Óskarsson, Friðrik Baldursson og Gunnar Marel Hinriksson.
Gunnar Svavarsson, Sverrir Óskarsson, Friðrik Baldursson og Gunnar Marel Hinriksson.
Helgi Pétursson
Helgi Pétursson úr Ríóinu lét sig að sjálfsögðu ekki vanta.
Finnur Ingimarsson, forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs.
Finnur Ingimarsson, forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs.

img_3778 img_3770 img_3760 img_3742 img_3737 img_3728 img_3726 img_3725 img_3723 img_3704 img_3702 img_3696 img_3693 img_3681 img_3679 img_3678 img_3676 img_3661 img_3660

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar

Deloitte flytur úr Turninum á Dalveg 30

Kynning Deloitte hefur flutt úr Turninum við Smáratorg, sem löngum hefur verið kenndur við fyrirtækið, í nýtt skrifstofuhúsnæði á Dalvegi 30.  Nýja húsnæðið er byggt samkvæmt umhverfisvottuðu byggingarstöðlunum BREEAM en

Marteinn Þór Pálmason, tannlæknir.

Tannsetrið tannlæknastofa fagnar eins árs afmæli

Kynning Bókaðu tíma í gegnum símaappið Noona eða á netinu Tannsetrið tannlæknastofa, sem staðsett er við Hlíðasmára 17 í Kópavogi, sinnir öllum almennum tannlækningum og tekur við sjúklingum á öllum aldri. Marteinn Þór