Söguleg sátt á milli Breiðabliks og HK.

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti á fundi sínum í gær að semja við íþróttafélögin HK og Breiðablik um hvar starfsemi þeirra eigi að vera í framtíðinni. Nokkur óvissa hefur verið um hvar mörkin á milli félaganna hafa legið í bænum en nú er búið að draga landamærin skýrt.

Sigurjón Sigurðsson, formaður HK og Orri Hlöðversson, formaður Breiðabliks,
Sigurjón Sigurðsson, formaður HK og Orri Hlöðversson, formaður Breiðabliks.

Samkomulagið byggir á samningi sem félögin sjálf gerðu fyrir sjö árum. „Það hefur verið góð samstaða á milli félaganna í allan þennan tíma en tregða hefur verið hjá bænum að ganga frá þessu,“ segir Sigurjón Sigurðsson, formaður HK. „Við höfum farið með samkomulag félaganna á milli fjögurra bæjarstjóra en það er ekki fyrr en nú að gengið er í málið og það klárað. Við erum bæjaryfirvöldum afar þakklát að hafa loksins stigið þetta skref með félögunum, sem hafa stefnt saman að þessu síðustu ár eða allt frá því á árinu 2006,“ segir Sigurjón.

Samkomulagið kveður á um að HK verði áfram með starfsemi í Fagralundi og í Digranesi en áherslan í starfinu færist í auknu mæli upp í Kór. Félagið tekur yfir daglegan rekstur Kórsins og leggur til starfsmenn þar. Bærinn mun taka við rekstri íþróttahússins í Digranesi. Óbreytt starfsemi verður í Fagralundi en áherslan í starfi félagsins færist upp í Kór samhliða fyrirhugaðri uppbyggingu keppnisaðstöðu þar fyrir knattspyrnu, handknattleik og fleiri greinar . Breiðablik verður eftir sem áður með aðstöðu í Smáranum, Fífunni, Salavelli og á Kópavogsvelli.

Orri Hlöðversson, formaður Breiðabliks, segist ánægður með ákvörðun bæjarstjórnar í gær og líka þá samstöðu sem ríkti á meðal bæjarfulltrúa við afgreiðslu málsins. „Þessi ákvörðun er mikilvægur áfangi í viðræðum, sem staðið hafa yfir í meira en hálfan áratug um rekstur íþróttamannvirkja og ákveðna verkaskiptingu íþróttafélaganna. Hvað okkur Blika varðar þá erum við nú einir um aðstöðuna í Smára og Fífu auk þess sem við tökum við rekstri stúkumannvirkis við Kópavogsvöll. Næsta vers er að ljúka samningunum endanlega og leggja þá fyrir félögin til afgreiðslu,“ segir Orri Hlöðversson, formaður Breiðabliks.

Sigurjón Sigurðsson, formaður HK, tekur undir þetta og bætir því við að meira jafnvægi muni nú skapast í íþróttastarfi félaganna í bænum. „Auk þess verða mannvirki betur nýtt og aðstaða stórbatnar við að reka öflugt íþróttastarf í bænum til langs tíma. Framtíðarmynd okkar er sú að nýtt hjarta félagsins verði byggt upp í Kórnun en verður þó áfram til staðar í Fagralundi og í Digranesi. Við erum ekkert að hverfa þaðan með okkar þjónustu. Breiðablik gengur inn í fullkláraðar byggingar en bærinn á etir að klára mannvirki í Kórnum,“ segir Sigurjón Sigurðsson, formaður HK.

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að