Sögustund: Svona var einu sinni Fífan.

Fífuhvammur. Heimild: Saga Kópavogs. Frumbyggð og hreppsár. II.
Fífuhvammur. Heimild: Saga Kópavogs. Frumbyggð og hreppsár. II.

Fífuhvammsveg og Fífuna þekkja flestir en þeir eru líklega margir komnir til ára sinna sem muna eftir húsinu Fífuhvammi sem vegurinn og íþróttahúsið eru kennd við. Húsið var byggt að hluta fyrir aldamótin 1900 af Þorláki Guðmundssyni, alþingismanni. Síðan byggði Berhöft tannlæknir stofu og forstofu norðan við en Ísak Bjarnason síðar austan og sunnan við.  Til hægri má sjá skúra, geymslur og peningshús. Fífuhvammur var rifið að fullu sumarið 1983 en nafnið lifir enn í hugum flestra.

Heimild: Saga Kópavogs. Frumbyggð og hreppsár 1935-1955. II. 

Umræðan

Fleiri fréttir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á