Sögustund: Svona var einu sinni Fífan.


Fífuhvammur. Heimild: Saga Kópavogs. Frumbyggð og hreppsár. II.

Fífuhvammur. Heimild: Saga Kópavogs. Frumbyggð og hreppsár. II.

Fífuhvammsveg og Fífuna þekkja flestir en þeir eru líklega margir komnir til ára sinna sem muna eftir húsinu Fífuhvammi sem vegurinn og íþróttahúsið eru kennd við. Húsið var byggt að hluta fyrir aldamótin 1900 af Þorláki Guðmundssyni, alþingismanni. Síðan byggði Berhöft tannlæknir stofu og forstofu norðan við en Ísak Bjarnason síðar austan og sunnan við.  Til hægri má sjá skúra, geymslur og peningshús. Fífuhvammur var rifið að fullu sumarið 1983 en nafnið lifir enn í hugum flestra.

Heimild: Saga Kópavogs. Frumbyggð og hreppsár 1935-1955. II.