Sólstafir í Salnum

Hljómsveitin Sólstafir.
Hljómsveitin Sólstafir.

Þungarokkssveitin Sólstafir flytur eigin tónlist við kvikmyndina Hrafninn flýgur eftir Hrafn Gunnlaugsson á kvikmyndatónleikum í Salnum þann 1. október. Flutningurinn er hluti af RIFF kvikmyndahátíðinni sem í ár fer að hluta til fram í Kópavogi.

Hrafninn flýgur sem heldur upp á 30 ára afmæli í ár hefur fyrir löngu öðlast sérstakan sess í íslenskri kvikmyndasögu. Myndin, sem gerist á víkingatímum, var sýnd við miklar vinsældir hér á landi og náði líka töluverðum vinsældum erlendis, einkum á Norðurlöndum. Á sýningunni í Salnum gefst áhorfendum kostur á að skynja sögu og frásögn leikstjórans í gegnum tónlist Sólstafa í stað upprunalegs hljóðheims myndarinnar.

Lögin sem leikin verða við Hrafninn flýgur verða af fimmtu plötu Sólstafa, Óttu, sem kemur út í lok ágúst, í bland við eldri tónsmíðar eftir því sem passar við víkingasögu Hrafns.

Sólstafir byrjuðu líf sitt í bílskúr í Breiðholtinu árið 1995 og hafa síðan þá sannað sig sem kraftmikil og eftirminnileg tónleikahljómsveit, með flutningi sínum hér heima og utan landssteinanna.

Hljómsveitina skipa: Aðalbjörn Tryggvason, söngur og gítar, Guðmundur Óli Pálmason, trommur
Svavar Austmann, bassi og Sæþór Maríus Sæþórsson, gítar.

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, Riff, verður að hluta til haldin í Kópavogi í ár. Boðið verður upp á margvíslega dagskrá í bænum meðal annars sundbíó og málþing rithöfunda og leikstjóra. Viðburðirnir verða nánar kynntir síðar.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Fovarnaruthlutun2020
Lindex í Smáralind
Kópavogur
Kópavogur
Guðmundur Andri Thorsson.
Ungmennibaejarstjorn_2024_1
Kórinn
Mynd: Herbert Guðmundsson.
Sigurdur-Ernir-Axelsson-og-Vikingur-Oli-Magnusson