Sólstafir í Salnum

Hljómsveitin Sólstafir.
Hljómsveitin Sólstafir.

Þungarokkssveitin Sólstafir flytur eigin tónlist við kvikmyndina Hrafninn flýgur eftir Hrafn Gunnlaugsson á kvikmyndatónleikum í Salnum þann 1. október. Flutningurinn er hluti af RIFF kvikmyndahátíðinni sem í ár fer að hluta til fram í Kópavogi.

Hrafninn flýgur sem heldur upp á 30 ára afmæli í ár hefur fyrir löngu öðlast sérstakan sess í íslenskri kvikmyndasögu. Myndin, sem gerist á víkingatímum, var sýnd við miklar vinsældir hér á landi og náði líka töluverðum vinsældum erlendis, einkum á Norðurlöndum. Á sýningunni í Salnum gefst áhorfendum kostur á að skynja sögu og frásögn leikstjórans í gegnum tónlist Sólstafa í stað upprunalegs hljóðheims myndarinnar.

Lögin sem leikin verða við Hrafninn flýgur verða af fimmtu plötu Sólstafa, Óttu, sem kemur út í lok ágúst, í bland við eldri tónsmíðar eftir því sem passar við víkingasögu Hrafns.

Sólstafir byrjuðu líf sitt í bílskúr í Breiðholtinu árið 1995 og hafa síðan þá sannað sig sem kraftmikil og eftirminnileg tónleikahljómsveit, með flutningi sínum hér heima og utan landssteinanna.

Hljómsveitina skipa: Aðalbjörn Tryggvason, söngur og gítar, Guðmundur Óli Pálmason, trommur
Svavar Austmann, bassi og Sæþór Maríus Sæþórsson, gítar.

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, Riff, verður að hluta til haldin í Kópavogi í ár. Boðið verður upp á margvíslega dagskrá í bænum meðal annars sundbíó og málþing rithöfunda og leikstjóra. Viðburðirnir verða nánar kynntir síðar.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn