Sólstafir í Salnum

Hljómsveitin Sólstafir.
Hljómsveitin Sólstafir.
Hljómsveitin Sólstafir.

Þungarokkssveitin Sólstafir flytur eigin tónlist við kvikmyndina Hrafninn flýgur eftir Hrafn Gunnlaugsson á kvikmyndatónleikum í Salnum þann 1. október. Flutningurinn er hluti af RIFF kvikmyndahátíðinni sem í ár fer að hluta til fram í Kópavogi.

Hrafninn flýgur sem heldur upp á 30 ára afmæli í ár hefur fyrir löngu öðlast sérstakan sess í íslenskri kvikmyndasögu. Myndin, sem gerist á víkingatímum, var sýnd við miklar vinsældir hér á landi og náði líka töluverðum vinsældum erlendis, einkum á Norðurlöndum. Á sýningunni í Salnum gefst áhorfendum kostur á að skynja sögu og frásögn leikstjórans í gegnum tónlist Sólstafa í stað upprunalegs hljóðheims myndarinnar.

Lögin sem leikin verða við Hrafninn flýgur verða af fimmtu plötu Sólstafa, Óttu, sem kemur út í lok ágúst, í bland við eldri tónsmíðar eftir því sem passar við víkingasögu Hrafns.

Sólstafir byrjuðu líf sitt í bílskúr í Breiðholtinu árið 1995 og hafa síðan þá sannað sig sem kraftmikil og eftirminnileg tónleikahljómsveit, með flutningi sínum hér heima og utan landssteinanna.

Hljómsveitina skipa: Aðalbjörn Tryggvason, söngur og gítar, Guðmundur Óli Pálmason, trommur
Svavar Austmann, bassi og Sæþór Maríus Sæþórsson, gítar.

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, Riff, verður að hluta til haldin í Kópavogi í ár. Boðið verður upp á margvíslega dagskrá í bænum meðal annars sundbíó og málþing rithöfunda og leikstjóra. Viðburðirnir verða nánar kynntir síðar.

Umræðan

Fleiri fréttir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á