Sú hefð hefur skapast að leikskólarnir í Lindahverfi, Núpur og Dalur halda sameiginlega sólstöðuhátið í kring um sumarsólstöður. Leikskólarnir fara í skrúðgöngu frá sínum skólum og hittast í undirgöngum undir Fífuhvammsveg þar sem sungin eru nokkur lög. Að því loknu skipast skólarnir á að bjóða heim og í ár var hátíðin haldin í garði Dals. Leikshópurinn Lotta skemmti börnunum og í lokin var boðið upp á pylsur og safa.

