Laugardaginn 20. júní klukkan 13:00 verður sólstöðum fagnað með jóga fyrir alla fjölskylduna. Helga Einarsdóttir verkefnastjóri fræðslu og miðlunar á Bókasafni Kópavogs er einnig jógakennari og mun leiða tímann. Helga hefur kennt jóga í tíu ár og hefur kennt jafnt börnum sem fullorðnum að njóta þeirrar andlegu og líkamlegu heilsubót sem felst í jógaiðkun. Viðburðurinn fer fram á útivistarsvæði Menningarhúsanna ef veður leyfir, annars í fjölnotasal á aðalsafni bókasafnsins. Því eru þeir sem eiga jógadýnu heima hvattir til að grípa hana með sér ef ske kynni að jógað yrði fært inn á bókasafnið.
Hyllum sólina þegar hún er hæst á lofti og leyfum sumrinu að flæða í líkamann. Ókeypis aðgangur og allir eru velkomnir.