Sólstöðujóga á Bókasafni Kópavogs

Laugardaginn 20. júní klukkan 13:00 verður sólstöðum fagnað með jóga fyrir alla fjölskylduna. Helga Einarsdóttir verkefnastjóri fræðslu og miðlunar á Bókasafni Kópavogs er einnig jógakennari og mun leiða tímann. Helga hefur kennt jóga í tíu ár og hefur kennt jafnt börnum sem fullorðnum að njóta þeirrar andlegu og líkamlegu heilsubót sem felst í jógaiðkun. Viðburðurinn fer fram á útivistarsvæði Menningarhúsanna ef veður leyfir, annars í fjölnotasal á aðalsafni bókasafnsins. Því eru þeir sem eiga jógadýnu heima hvattir til að grípa hana með sér ef ske kynni að jógað yrði fært inn á bókasafnið.

Hyllum sólina þegar hún er hæst á lofti og leyfum sumrinu að flæða í líkamann. Ókeypis aðgangur og allir eru velkomnir.

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem