Sólstöðujóga á Bókasafni Kópavogs

Laugardaginn 20. júní klukkan 13:00 verður sólstöðum fagnað með jóga fyrir alla fjölskylduna. Helga Einarsdóttir verkefnastjóri fræðslu og miðlunar á Bókasafni Kópavogs er einnig jógakennari og mun leiða tímann. Helga hefur kennt jóga í tíu ár og hefur kennt jafnt börnum sem fullorðnum að njóta þeirrar andlegu og líkamlegu heilsubót sem felst í jógaiðkun. Viðburðurinn fer fram á útivistarsvæði Menningarhúsanna ef veður leyfir, annars í fjölnotasal á aðalsafni bókasafnsins. Því eru þeir sem eiga jógadýnu heima hvattir til að grípa hana með sér ef ske kynni að jógað yrði fært inn á bókasafnið.

Hyllum sólina þegar hún er hæst á lofti og leyfum sumrinu að flæða í líkamann. Ókeypis aðgangur og allir eru velkomnir.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn