Bæjarstjórinn tók „selfie“ á afmælisdaginn sinn með stelpunum á Símamótinu
Stemningin var ólýsanleg í Kópavogsdalnum þegar tæplega tvö þúsund stelpur gengu í skrúðgöngu frá Digraneskirkju og inn á Kópavogsvöll þar sem Símamótið var formlega sett. Mikil aukning er á milli ára í Símamótinu eða um 15%. Nú mæta til leiks 276 lið frá 36 félögum. Leiknir verða 1104 leikir á 27 völlum. Til að dæma alla þessa leiki þarf 208 dómara. Svo má ekki gleyma að það koma 470 sjálfboðaliðar að mótinu. Allt foreldrar iðkenda í Breiðablik. Nánari upplýsingar um dagskrá mótsins má nálgast á m.simamotid.is