Sonur bæjarstjórans grínast í pabba sínum á Facebook.

Það borgar sig aldrei að skrá sig inn á Facebook en gleyma síðan að skrá sig þaðan út aftur. Þetta hafa bæði Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, og sonur hans, Hermann, fengið að kynnast á síðustu dögum. Þeir feðgar skiptast á að skrifa „statusa“ fyrir hvorn annan í nýlegum stöðuuppfærslum.

Þetta byrjaði allt með því að Ármann setti inn á síðu Hermanns, sonar síns, að hann hefði verið á Hamraborgarhátíðinni þegar hann var í raun einhversstaðar annars staðar. Þetta fannst Hermanni ekkert fyndið og svaraði föður sínum fullum hálsi:

„pabbi komst inn á facebookið mitt áðan og gerði það sem ég myndi kalla mjög lélegan status um að ég hefði verið á Hamraborgarhátiðinni og fannst það mjög fyndið þegar ég kom heim. Nú skilur hann svo Facebookið sitt eftir opið í tölvunni minni en ég ætla ekki að fara niður á sama plan og hann og gera lélegan status.“

Með fylgdi þessi mynd frá Hermanni af föður sínum frá síðunni flickmylife.com

HoraceArmann

 

Ármanni vafðist ekki tunga um tönn við að svara syni sínum:

„Hm, ljóst að Hermann fær ekki bílinn á næstunni og héðan í frá verður rukkuð húsaleiga og…………..“

Skjáskot

 

 

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér