Sonur bæjarstjórans grínast í pabba sínum á Facebook.

Það borgar sig aldrei að skrá sig inn á Facebook en gleyma síðan að skrá sig þaðan út aftur. Þetta hafa bæði Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, og sonur hans, Hermann, fengið að kynnast á síðustu dögum. Þeir feðgar skiptast á að skrifa „statusa“ fyrir hvorn annan í nýlegum stöðuuppfærslum.

Þetta byrjaði allt með því að Ármann setti inn á síðu Hermanns, sonar síns, að hann hefði verið á Hamraborgarhátíðinni þegar hann var í raun einhversstaðar annars staðar. Þetta fannst Hermanni ekkert fyndið og svaraði föður sínum fullum hálsi:

„pabbi komst inn á facebookið mitt áðan og gerði það sem ég myndi kalla mjög lélegan status um að ég hefði verið á Hamraborgarhátiðinni og fannst það mjög fyndið þegar ég kom heim. Nú skilur hann svo Facebookið sitt eftir opið í tölvunni minni en ég ætla ekki að fara niður á sama plan og hann og gera lélegan status.“

Með fylgdi þessi mynd frá Hermanni af föður sínum frá síðunni flickmylife.com

HoraceArmann

 

Ármanni vafðist ekki tunga um tönn við að svara syni sínum:

„Hm, ljóst að Hermann fær ekki bílinn á næstunni og héðan í frá verður rukkuð húsaleiga og…………..“

Skjáskot

 

 

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að