Sósíalistaflokkurinn býður fram í Kópavogi

Frambjóðendur Sósíalistaflokksins í Kópavogi.

Kæru Kópavogsbúar.

Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa brugðist okkur illilega á síðustu kjörtímabilum.

Við sem bjóðum fram fyrir sósíalista í Kópavogi í komandi sveitastjórnarkosningum erum fólkið sem ekki upplifir meint góðæri. Við erum fólkið sem hvorki getur keypt né leigt húsnæði á ómannúðlegum húsnæðismarkaði eða sjáum börnin okkar festast fullorðin í foreldrahúsum. Við erum jafnvel fullorðnu börnin sem eru föst í foreldrahúsum. Við erum fólkið sem notar kerfið eða þarf á því að halda og kerfið hefur brugðist. 

Þrjátíu prósent fólks hefur vart til hnífs og skeiðar eða er húsnæðislaust vegna þeirra strauma sem viðgengist hafa í stjórnmálum á Íslandi undanfarna áratugi. Stéttskipting eykst jafnt og þétt og millistéttin er að renna niður í lágstéttina. Ójöfnuður í skólakerfinu eykst að sama skapi.

Það er ótækt að svona stórt bæjarfélag eins og Kópavogur leggi línurnar í launum til þeirra lægst settu á vinnumarkaði á þann hátt að það geti ekki lifað með reisn, geti ekki séð fyrir sér og sínum á þeim launum. Það er ótækt að Kópavogsbær viðurkenni ekki að við stöndum frammi fyrir verstu húsnæðiseklu síðan á stríðsárunum og taki ekki þátt í að koma fólki í öruggt skjól á viðráðanlegum leigukjörum.

Það er staðreynd að Kópavogsbær hefur ekki fjölgað félagslegum úrræðum í húsnæðismálum á síðasta kjörtímabili og viðmið voru beinlínis hækkuð svo hægt væri að skera niður þann lista fólks í neyð. Eins og hægt sé að skera í burtu vandann í samfélaginu. Elítustjórnmálin og núverandi meirihluti í bæjarstjórn eru hluti af þessum vanda. 

Við sósíalistar krefjumst mannúðlegra samfélags. Við krefjumst þess að fólk fái að lifa með reisn, að hægt sé að lifa af laununum og að eldri borgarar og fatlaðir fái þá þjónustu sem þeim ber. Við krefjumst þess að biðlistar heyri sögunni til og að í bæjarfélaginu okkar verði velferð og mannúð sett í fyrsta sæti.

Kjósum sósíalista 26. maí og færum völdin til fólksins!

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér