Spámenn Kópavogs skyggnast inn í framtíðina

Kópavogsblaðið hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að hér í bænum hittist leynilegur hópur spámanna sem beri saman bækur sínar um hver áramót. Hópurinn dularfulli hittist í skjóli nætur á ótilgreindum stað í Kópavogi þar sem þeir halda miklar veislur. Herma heimildir að Spámenn Kópavogs hafi séð fyrir náttúruhamfarir, úrslit kosninga og leikja hjá Breiðablik með mikilli nákvæmni. Eftir langa mæðu tókst Kópavogsblaðinu að sannfæra Martein Sigurgeirsson, einn spámanna Kópavogs, að létta leyndarhjúpnum af þessum dularfulla félagsskap og svara nokkrum spurningum.

Spámenn Kópavogs eru, talið frá fremri röð til vinstri: Marteinn Sigurgeirsson og Skapti Halldórsson spámaður ársins 2016.
Miðröð frá vinstri: Gunnar Leó Gunnarsson, Bjarni Harðarson og Sigurður Þorsteinsson.
Aftasta röð frá vinstri: Þórður Guðundsson, Kjartan Guðmundsson, Eiríkur P Eiríksson og Helgi Helgason.

Þið hafið farið huldu höfði þangað til nú en komið nú fram. Hver er aðdragandinn að ykkar félagsskap?
„Það var árið 1993 sem hugmyndin fæddist. Þá var birgðastaða á síld mjög góð eftir jólaboð hér á heimilinu. Ég sá fyrir mér að ég yrði fram á vor að borða alla þessa síld og fékk þá snjöllu hugmynd að bjóða heim til mín nokkrum vinum sem flestir voru kennarar, sem ég hafði kynnst í Vinnskóla Kópavogs þegar við vorum þar flokkstjórar. Þeir voru til í tuskið. Skellt var í humarsúpu og fleira góðgæti. Rifjaðir voru upp valdir kaflar úr  vinnuskólanum. Einnig var spáð í það hvað gæti gerst á næsta ári. Samdar voru nokkrar spurningar um menn og málefni. Spurt var um úrslit kosninga, úrslit í íþróttum heima og erlendis, náttúrhamfarir, veðurfar og plott ársins. Þetta var tekið upp á myndband og spilað ári síðar í næsta boði og þá kom í ljós hver var spámaður ársins. Þetta eru yfirleitt um 10 spurningar og hópurinn hefur komið saman á hverju ári, nú síðast 29. desember.“

Spámenn Kópavogs rýna í glösin til að sjá það sem við hin sjáum ekki.

Hér er um ótvíræða hæfileika að ræða. Hefur þessi dularfulli félagsskapur verið með sama sniði frá upphafi?
„Spámannaboðið er hálfgert þróunarverkefni sem býður upp á nýbreyttni af og til. Fljótlega var keyptur verðlaunagripur sem minnir mjög á verðlaunastyttu HM karla í knattspyrnu, enda færðist fljótlega keppnisharka í leikinn. Nöfn vinningshafa er skráð á stall styttunnar. Einnig er borinn fram leyniréttur enda hefur hin síðari ár verið opnað fyrir fjöbreyttni í innflutningi matvæla. Stundum er boðið upp á leynidrykk og reyna spámennirnir að geta upp á þessum réttum. Í ár var það reykt hrefnukjöt og 15 ára uzo frá Grikklandi en spámennirnir gátu ekki svarað rétt í fyrstu umferð. Erfiðast hefur þeim reynst að finn út leynidrykk sem ég gerði um árið, en það var eplalíkjör úr heimræktuðum eplum úr garðinum. Með vaxandi vínmenningu hefur einnig verið boðið upp á bjórkynningu þar sem fagmaður frá Áfengisverslun ríkisins kenndi okkur að meta bjór en við höfum verið sjálfbjarga í þeim efnum síðan. Sigurður Þorsteinsson og Þórður Guðmundsson hafa séð um þennan þátt með miklum myndarskap. Nýverið hafa menn sagt svolítið frá sjálfum sér eða sínum hugðarefnum enda gaman að sjá nýjar hliðar á mönnum sem maður heldur að maður viti allt um.“

Er einhver spámannana með meiri spádómsgáfu en aðrir?
„Það er mjög líklega Þóður Guðmundsson. Hann hefur einnig átt flottasta plottið en þá spáði hann því að þjóðgarðsverði á Þingvöllum yrði sagt upp störfum og  útvarpsstjóri gerður að þjóðgarðsverði svo fráfarandi borgarstjóri gæti sest í stólinn á ný. Ég vil þó eigna mér bestu spána um náttúruna en ég spáði jarðskjálftunum á Suðurlandi árið 2000.“

Kemur aldrei upp neinn ágreiningur í hópnum?
„Nei hér er allt uppi á sófaborinu og það er meira að segja úr gleri til að auka gegnsæi sem er svo vinsælt. Íþróttafréttaritar komu okkur í vandræði með því að koma með svarið við spurningunni um íþróttamann ársins daginn fyrir síðasta boð og féll hún því niður. Boðið heldur áfram en íþróttafréttaritar fá gula spjaldið.

Hvað með aðra spámenn í Kópavogi?
„Ég fékk fljótlega fína reynslu í spádómum og hóf útrás. Fyrir valinu voru eldri leikmenn úr knattspyrnudeild Breiðabliks (old boys). Þeir hittast á gamlársdag og skella upp móti og gera sér glaðan dag í Fífunni. Þeir lágu því vel við höggi. Undanfarin misseri hef ég komið með videovélina og tekið upp nokkrar spurningar sem eru eingöngu um knattspyrnu. Upptakan er svo spiluð ári síðar og  fær sigurvegarinn „Græna hattinn“ til eignar. Sú kvöð fylgir hattinum að eigandinn þarf að spóka sig með hann um kvöldið.“

Græni hatturinn 2017: Ragnar Þ Hartmannsson.

Um hvað er spurt?
„Spurt er um hverjir verða íslandsmeistar karla og kvenna í knattspyrnu; hvar Breiðablik verður í röðinni og hvað eru gerð mörg jafntefli. Eitt árið gerði karlaliðið 13 jafntefli og var enginn með það rétt enda „Íslandsmet.“ Einnig er spurt um Englandsmeistara, Meistardeild Evrópu, EM og HM karla í knattspyrnu,  þegar þau mót eru. Yfirleitt vinnst þessi keppni á 3 – 4 stigum þar sem margir nefna Breiðablik og uppáhalds lið sitt í ensku knattspyrnunni við flestum spurningum og detta því út.“

Kjartan Guðmundsson spa?maður a?rsins 2017.

En þú sjálfur. Ert þú eitthvað í íþróttum?
„Já heldur betur. Þegar ég var að alast upp á Selfosssi þá var ég alltaf í fótbolta. Þá var öll aðstaða í lágmarki og þurftum við að skipta um föt inni í bílum og lautum. Einnig var ég langhlaupum og keppti á landsmótum UMFÍ þar sem ég sá Þórð Guðmundsson fyrst.  Ég þekkti hann aðeins aftanfrá þar sem hann var alltaf nokkrum skrefum á undan mér. Seinni árin, eftir að ég fluttist í Kópavog, hef ég leikið með „old boys“ en sá félagsskapur er mjög skemmtilegur og má segja að þeir hafa á vissan hátt bjargað lífi mínu. Fyrir 15 árum greindist ég með tvær kransæðar nær lokaðar þrátt fyrir heilbrigt líferni og reglulegt eftirlit hjá Hjatavernd. Eina vísbendingin um að eitthvað væri að voru öskur Breiðabliksmanna um að drulla mér í vörnina og reyna að sinna varnarskyldum. Ég varð á þessum árum mjög móður eftir stutta spretti. Ekki hvarflaði að mér að fara til læknist út af því. Ég nefndi þetta við heimilslækninn í framhjáhlaupi þegar ég fór til hans eftir að ég datt af hestbaki og þá kom sannleikurinn í ljós. Hver einasti maður á því að fara til læknis ef hann getur ekki hlaupið til baka í vörnina í fótbolta nema dauður sé. Eftir hjartaþræðingu og lyf er ég fínn og fer vikulega á æfingar í Fifunni og hlusta á vörnina. Það leiðinlega við fótboltaæfingarnar er að ég missi af að sjá sum mörkin þar sem ég skora mín bestu mörk með vinsti hæl utanfótar með snúningi, en strákarnir segja að það sé mjög vel gert!“

Hvernig verður árið 2018?
„Katla mun kjósa að gjósa eins og við hin. Landið mun áfram rísa eins og við hinir vegna hlýnunar. Breiðablik mun ekki falla í haust heldur laufin. Vallargerðisvöllur verður friðaður. Innanlandsfug verður fært á Sandskeið sem mun skapa óhmju tekjur. Forðagæslumaður verður bæjarstjóri. Vatnsveita Kópavogs, með hreinasta vatnið, verður seld á miljarða og bærinn verður skuldaus.“

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Nam
Austurkór3_2
Hjördís Rósa og Anna Soffía
Kopavogsdalur 1980_MagnusHardarson
Vinabyggd1
ÍK hlaupið
Kveko_Perlurogpilsaþytur_2014_3
litlifiskidagur
PeturogAsa