• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Ljósmyndir

Sparidagur á Digraneshálsi

Sparidagur á Digraneshálsi
ritstjorn
09/10/2016
Álfhólsvegur var lítið annað en ruðningur á þessum árum. Reynir er hér með móður sinni innan um stórgrýtið á Digraneshálsi.

Álfhólsvegur var lítið annað en ruðningur á þessum árum. Reynir er hér með móður sinni innan um stórgrýtið á Digraneshálsi.

„Reynir fæddist kl. 6:30 og grét hraustlega. 12 merkur.“ Fleira skrifaði Sveinn Mósesson ekki í dagbók sína daginn sem frumburðurinn fæddist heima við 2. maí 1941 enda voru færslur hans yfirleitt hnitmiðaðar. Sveinn var meðal fyrstu frumbyggja Kópavogs, eins og fram hefur komið í greinum mínum að undanförnu á þessum vettvangi, og held ég nú áfram að vísa í dagbók hans. Reynir fæddist á heimili Sveins við Digranesblett 21, sem seinna varð Álfhólsvegur 135. Sveinn eignað tvo syni til viðbótar sem einnig fæddust heima við.

Það gat lent í brasi að kalla til ljósmóður eða lækni á þessum árum þegar Kópavogur var að mestu ónumið land. Álfhólsvegurinn var lítið annað en ruðningur og nokkuð vantaði á að hann næði alla leið að húsi Sveins og Guðdísar konu hans. Þekkt var að sumir læknar tregðuðust við að leggja leið sína til „lands hornalýðsins“ á hálsinum, eins og stundum var haft á orði. Allt gekk vel þegar Reynir kom í heiminn en frásögn Sveins af skírninni gefur til kynna að ókunnugir hafi átt örðugt um vik að rata enda voru vegmerkingar engar.

Lítum aftur í dagbókina og hverfum til 10. janúar 1942 en þar segir: „Reyni gefið nafn af sr. O.J. Olsen. Sr. O.J. Olsen og sr. Magnús Helgason voru búnir að villast í einn og hálfan tíma á Digraneshálsinum áður en þeir fundu hvar ég átti heima. Amerískur hervörður sagði þeim að enginn byggi austar en þeir væru…“ Herinn var með nokkurn viðbúnað í Kópavogi á stríðsárunum en greini- legt er á þessari frásögn að þeir hafa ekki allir þekkt nánasta umhverfi sérlega vel, enda höfðu þeir flestir um annað að hugsa. Sveinn sá ástæðu til að gera syni sínum skil í dagbókinni daginn sem drengurinn varð tveggja ára en á þeim tímamótum skrifar hann: „Hann hefur verið hraustur síðan hann fæddist. Réttir mér ýmsa hluti sem ég bið hann um t.d. hamar (amar), skeið, sokka (gokka), blýant (blýblý) ofl. Þykir gaman að smíða (hmía); … Þykist stundum vera að raka sig; gaman að þvo sér rækilega um hendurnar. … Þykist stundum vera að lesa upphátt.“

Það mun hafa verið á svipuðum tíma sem meðfylgjandi myndir voru teknar skammt frá heimili þeirra hjóna. Á annarri myndinni stendur Reynir ásamt móður sinni innan um stórgrýtið sem einkenndi Digraneshálsinn. Að baki sést glitta í nýbýlið Grænuhlíð við Nýbýlaveg en fjærst lúrir Esjan í norðri. Á hinni myndinni hefur Sveinn hafið drenginn á loft og er greinilegt að stráksi kann að meta flugferðina. Reynir er reffilega klæddur, í stuttbuxum og stuttermatreyju – og myndarleg slaufan vekur eftirtekt. Á kollinum er sérstakur höfuðbúnaður sem kallaðist hárband en þau mátti oft sjá á höfðum stráka um miðja síðustu öld og mun tilgangurinn hafa verið að halda hárinu frá andlitinu en þá var í tísku að greiða það aftur. Myndirnar voru greinilega teknar á sparidegi því hjónin eru ekki síður flott í tauinu. Guðdís í stílhreinum sumarlegum kjól og ekki er laust við að augað staðnæmis við hárskrautið, en Sveinn í jakkafötum með hatt. Sáraumbúðirnar á öðrum fæti Reynis minna hins vegar á hættur hversdagsins og má ætla að drengurinn hafi farið eitthvað ógætilega.

Kópavogur var börnum sem opið ævintýraland en um leið var margt að varast fyrir tveggja ára snáða sem vildi ærslast innan um stokka og steina. Var þá gott fyrir snöktandi dreng að eiga móður á vísum stað sem þurrkaði tár og batt um sár.

Sveinn hefur Reyni á loft.

Sveinn hefur Reyni á loft.

___
Leifur Reynisson.
Grein þessi er viðbót við frásögn sem birtist í smáritinu „Landnemar í Kópavogi“ sem Leifur skrifaði fyrir Sögufélag Kópavogs og Héraðskjalasafn Kópavogs. Í því riti setur Leifur sögu Guðdísar og Sveins í samhengi við sögu Kópavogs. Ritið má nálgast í Héraðsskjalasafni Kópavogs.

Efnisorðefst á baugisagan
Ljósmyndir
09/10/2016
ritstjorn

Efnisorðefst á baugisagan

Meira

  • Lesa meira
    Gamla myndin

    Á ljósmyndavef Kópavogsbæjar, sem opnaður var á 60 ára bæjarins, kennir ýmissa grasa. Þessi mynd var tekin...

    ritstjorn 26/12/2018
  • Lesa meira
    Fundu ástina í lyftunni í Perlunni

    Fimmtudaginn 30. ágúst opnar ljósmyndasýning A & R Photos, sem ber heitið HK blak – Gleði. Ljósmyndasýningin...

    Auðun Georg Ólafsson 30/08/2018
  • Lesa meira
    Hið óvænta sem sker sig úr fjöldanum

    Það hlýtur að vera sérstakt að rölta í bókaverslun og fletta þar erlendu tímariti eða bók og...

    ritstjorn 22/10/2017
  • Lesa meira
    Sólstöðuhátíð leikskólanna Núps og Dals.

    Sú hefð hefur skapast að leikskólarnir í Lindahverfi, Núpur og Dalur halda sameiginlega sólstöðuhátið í kring um...

    ritstjorn 02/07/2017
  • Lesa meira
    Afruglun: Fífuhvammur er ekki það sama og Fífuhvammsvegur

    Kópavogur er stundum bara fyrir uppalda og innfædda. Það átti við um höfund þessarar greinar sem vildi...

    ritstjorn 07/05/2017
  • Lesa meira
    Vinátta í leikskólanum Marbakka.

     Í hverri viku fara börn og kennarar í fjöru og vettvangsferðir þar sem meðal annars er lögð...

    ritstjorn 02/04/2017
  • Lesa meira
    Gömlu heilsugæslunni og bókasafninu í Fannborg breytt í íbúðir

    Bæjarbúar, sem eru komnir til vits og ára, minnast flestir gamla bókasafnsins og heilsugæslunnar í Fannborg með hlýju....

    ritstjorn 30/01/2016
  • Lesa meira
    Hver, hvar og hvenær?

    Þessi mynd rataði til okkar eftir krókaleiðum en hún er tekin við Melaheiði í kringum árið 1980....

    ritstjorn 20/10/2015
  • Lesa meira
    Stuð á tyllidögum í MK

    Tyllidagar er árlegur viðburður í upphafi skólaárs í Menntaskólanum í Kópavogi. Þemað í ár var sveitin með öllu...

    ritstjorn 20/10/2015
  • Lesa meira
    Hver, hvar, hvenær?

    Þessi mynd er tekin um 1980 á sveitaforingjanámskeiði skátafélagsins Kópa í Lækjarbotnum. Ljósmyndarinn er Inga Hrönn Pétursdóttir...

    Auðun Georg Ólafsson 20/03/2015
  • Lesa meira
    Hver, hvar, hvenær?

    Þessi mynd er úr safni Herberts Guðmundssonar. Hún sýnir vetrarríki í Kópavogi á árum áður. Hvenær er...

    Auðun Georg Ólafsson 15/03/2015
  • Lesa meira
    Myndir ársins 2014 í Gerðarsafni

    Árleg sýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands á bestu myndum ársins 2014 verður opnuð laugardaginn 28. febrúar klukkan 15 í...

    ritstjorn 24/02/2015
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi
    Fréttir26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Hamraborg 2.0
    Aðsent26/11/2020
  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.